Gómsætt taco með heimagerðum tortilla pönnukökum

Heimagerðar tortilla kökur er sintaklega einfalt að gera heima.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af heimagerðum tortilla pönnukökum sem er tilvalið að bera fram með æðislegu “kjúklingalundunum” frá VFC. Einfaldur, hollur matur sem allir elska. Við eigum alltaf til þessa vöru í frysti til að geta græjað einfaldan kvöldmat á stuttu tíma þegar mikið er að gera. Að þessu sinni bárum við tacoið fram með sýrðum rjóma, fersku avókadó og tómötum, pikkluðum lauk og ferskum kóríander ásamt VFC “kjúklingalundum”. Uppskrift af pikkluðum rauðlauk má finna hér.

Gómsætt taco með VFC "kjúklingalundum" og einföldum heimagerðum tortilla pönnukökum

Gómsætt taco með VFC "kjúklingalundum" og einföldum heimagerðum tortilla pönnukökum
Fyrir: 3-4
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 25 MinEldunartími: 12 Min: 37 Min

Hráefni:

EInfaldar tortilla pönnukökur
Taco fylling með VFC "kjúklingalundum"

Aðferð:

Einfaldar tortilla pönnukökur
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hnoðið í höndunum þar til slétt kúla hefur myndast
  2. Leyfið deiginu að hvíla í 15 mínútur
  3. Skiptið í 8 litlar kúlur
  4. Fletjið í þunnar kringlóttar pönnukökur
  5. Hitið pönnuna í smá stund og dýfið eldhúsbréfi í smá olíu og strjúkið yfir pönnuna.
  6. Steikið hverja pönnuköku í sirka 40 sek til múnútu á hverri hlið eða þar til þær byrja aðeins að brúnast.
Taco fylling með VFC "kjúklingalundum"
  1. Hitið VFC lundirnar í 220°C heitum ofni í um 12 mínútur.
  2. Undirbúið hin hráefnin og raðið saman taco eftir því hvað hver og einn vill.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við VFC á íslandi -

Tandorri tófúspjót með vegan raita og pönnubrauði

Einföld Tandorri tófúspjót sem eru svo ótrúlega gómsæt og svíkja engan.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af tandorri tófúspjótum sem hægt er anars vegar að baka í ofni eða skella á grillið. Þessi spjót er svo ótrúlega einfalt að útbúa en bragðast alveg lygilega vel. Ef þið eruð mikið fyrir indverskan mat líkt og við systur verðið þið alls ekki svikin af þessum gómsætu spjótum. Við notuðum æðislega tófúið frá YIPIN en það passar einstaklega vel þar sem það er “extra firm” og heldst þar af leiðandi fullkomlega á grillspjótunum.

Tadorri tófúspjót með pönnubrauði og raita

Tadorri tófúspjót með pönnubrauði og raita
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 30 MinEldunartími: 30 Min: 2 Hour: 3 Hour
Ótrúlega einföld tandorri spjót sem hægt er annað hvort að baka í ofni eða skella á grillið.

Hráefni:

Tandorri tófúspjót
Vegan raita
Einfalt pönnubrauð

Aðferð:

Tandorri tófúspjót
  1. Blandið saman í skál gríska jógúrtinu, tandorri kryddiblöndu, salti og pressuðu hvítlauksrifi.
  2. Skerið hvorn kubb af tófúi í 9 frekar stóra bita
  3. Setjið tófúið út í jógúrtið og veltið því upp út svo það hylji vel.
  4. Setjið plastfilmu yfir og marenerið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkutíma.
  5. Setjið kubbana á 3-4 grillspjót og bakið í ofni við 210°C í 15 mínútur, takið spjótin út og snúið þeim við og bakið í 15 mínútur í viðbót.
  6. Einnig má grilla spjótin en þá er gott að velta þeim aðeins um svo þau grillist á öllum hliðum.
Vegan raita
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið saman.
Einfalt pönnubrauð
  1. Hitið pönnu á frekar háum hita
  2. Blandið saman þurrefnunum.
  3. Hellið vatninu og olíunni saman við og blandið saman þar til þið fáið flott deig.
  4. Skiptið deiginu í fjóra hluta.
  5. Stráið smá hveiti á borðið og fletjið deigið úr.
  6. Steikið brauðið í nokkrar mínútur á hvorri hlið á þurri pönnu.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Sumar SMASH hamborgari með grilluðum ananas

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af sumarlegum SMASH hamborgara með æðislegu hamborgarabuffunum frá Oumph! Borgarinn er einfaldur en ótrúlega bragðgóður og ekkert smá sumarlegur.

Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að nota ávexti í matargerð og er grillaður ananas í einstöku uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hann passa mjög vel með bbq sósunni og léttu hvítlauksmajói. Ég steikti borgarana á pönnu en það er ennþá betra að skella þeim á grillið.

Smash hamborgabuffin frá oumph eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér þar sem þeir eru soyjalausir en það er ein með soyjaofnæmi á heimilinu. Við erum því mikið með þessara borgara í matinn og held ég að þeir verði staðarbúnaður í grillveislurnar hjá okkur í sumar.

Sumarlegur SMASH hamborgari með grilluðum ananas

Sumarlegur SMASH hamborgari með grilluðum ananas
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 10 Min: 15 Min

Hráefni:

Hvítlauksmajó

Aðferð:

  1. Steikið borgarana á annari hliðinni á meðalhita þar til þeir verða fallega steiktir
  2. Snúið þeim á pönnuni og pressið(smashið) hverjum og einum aðeins niður, stráið smá salti og pipar yfir hvern og einn og penslið með bbq sósu. Setjið vegan oft yfir og lok á pönnuna og leyfið borgurunum að steikjast og ostinum að bráðna.
  3. Skerið ferskan ananas í þykkar sneiðar, takið miðjuna úr og grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. (Einnig hægt að steikja á mjög heitri pönnu)
  4. Raðið borgurun saman með hvítlauksmajói, kletta salati, rauðlauk og ananasnum en ég setti tvö buff í hvorn borgara.
Hvítlauksmajó
  1. Rífið hvítlaukinn fínt
  2. Blandið öllu saman í skál
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oumph! -

 
 

Sticky teryaki tófú með brokkólí og sesamfræjum

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að guðdómlega góðu sticky teryaki tófú með brokkólí, vorlauk og sesamfræjum. Dásamlega braðgóður, einfaldur og saðsamur réttur sem tekur aðeins 20 mínútur að útbúa og inniheldur örfá hráefni.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Kikkoman á Íslandi og hvítlauks teryakisósan þeirra gegnir lykilhlutverki í réttinum. Það er mikill heiður að fá að vinna með Kikkoman því við systur höfum notað vörurnar frá þeim í mörg ár.

Þessi réttur er einn af þeim sem tekur bókstaflega enga stund að skella í, en smakkast alls ekki svoleiðis. Tófúið er einfaldlega steikt á pönnu ásamt engiferinu, brokkólíið gufusoðið og svo er sósan sett á ásamt maísmjöli. Tófúið er svo borið fram með grjónum, vorlauk, sesamfræjum og kóríander. Einfaldara gerist það ekki!

Við erum spennar að nota Kikkoman teryakisósuna í fleiri rétti. Það er til dæmis hægt að leika sér með þennan rétt og bæta við meira grænmeti. Þunnt skornar gulrætur og paprika myndi til dæmis passa virkilega vel að okkar mati.

Sticky teryaki tófú með brokkolí og sesam fræjum

Sticky teryaki tófú með brokkolí og sesam fræjum
Fyrir: 4
Höfundur: Veganistur

Hráefni:

  • 400 gr tófú
  • 4 msk hitaþolin ólífuolía
  • 1 cm engifer (sirka 1 tsk þegar búið er að saxa það mjög smátt)
  • 1/2 haus brokkolí
  • 1 flaska TERIYAKI sauce with roasted garlic frá Kikkoman
  • 1 kúfull msk maísmjöl
  • sesam fræ, ferskt kóríander og niðursneiddur vorlaukur til að bera fram með réttinum
  • U.þ.b. 200 gr hrísgrjón

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakkningunum.
  2. Saxið engifer niður mjög smátt og skerið tófúið í kubba. Skerið brokkolí"blómin" frá stilknum.
  3. Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp, setjið brokkolíið út í og sjóðið í 7 mínútur.
  4. Hitið olíuna á pönnu og bætið síðan út á engiferinu og tófúinu ásamt örlítið af salti. Steikið saman þar til tófúið verður fallega gyllt að utan.
  5. Bætið teriyaki sósunni út á pönnuna ásamt borkkolíinu og leyfið suðunni að koma upp. Stillið helluna á lágan hita og stráið maísmjölinu yfir og hrærið strax vel saman við.
  6. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, sesamfræjum, vorlauk og ferskum kóríander.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Takk fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin!

-Veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Kikkoman á Íslandi-

 
 

Vegan hakk og spaghetti

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðu vegan hakki og spaghetti. Þetta er hinn fullkomni hversdagsmatur að okkar mati þar sem það tekur enga stund að útbúa hann og það er auðvelt að útbúa stóran skammt og eiga í afgang.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Anamma og við notuðum hakkið frá þeim í hana. Við erum alltaf jafn glaðar að fá að vinna með Anamma því við elskum vörurnar frá þeim og notum þær mikið í okkar matargerð.

Hakk og spagettí er klassískur heimilsmatur og ætli það séu ekki öll heimili með sína uppáhalds uppskrift sem alltaf er fylgt. Hakk og spagettí er einnig réttur sem er fullkominn réttur til að bjóða fólki upp á sem er svolítið efins með kjötlausa lífsstílinn. Ég hef boðið fólki upp á það sem fattaði alls ekki að um væri að ræða vegan hakk.

Okkur finnst virkilega gott að hafa rjómaost og smá pestó í sósunni. Það gerir hana svo rjómakennda og góða. Við mælum virkilega með því að prófa. Ólífur eru einnig algjört möst að okkar mati, en við vitum vel að það eru skiptar skoðanir á því, svo við skiljum vel ef þið veljið að sleppa þeim hehe. Það tekur enga stund að skella í þessa bragðgóðu og mettandi hakksósu.

Við toppum svo yfirleitt með vegan parmesanosti eða heimagerðum kasjúhnetuparmesan. Uppskrift af honum finnurðu hér að neðan.

Ertu að leita að fleiri góðum pastaréttum? Prófaðu þá:

Ofnbakað gnocchi bolognese

Vegan rjómalagað sítrónupasta

Ofnbakaður pastaréttur með kúrbít, pestó og rjómaosti

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að þér líki uppskriftin

-Veganistur

Gómsætt vegan hakk og spaghetti

Gómsætt vegan hakk og spaghetti
Fyrir: 4
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 15 Min: 20 Min
Dásamlega gott vegan hakk og spaghetti. Þetta er hinn fullkomni hversdagsmatur að okkar mati þar sem það tekur enga stund að útbúa hann og það er auðvelt að útbúa stóran skammt og eiga í afgang.

Hráefni:

Vegan hakk og spaghetti
  • 2 msk ólífuolía
  • 1/2 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 msk oregano
  • 1 msk þurrkuð basilíka
  • 1/2 msk salt
  • 1 pakki anamma hakk
  • 400 ml tomat passata (maukaðir tómatar)
  • 1 lítil dós tómatpúrra
  • 1 kúfull msk rautt vegan pestó
  • 150 gr vegan rjómaostur
  • 1 grænmetisteningur
  • 350 gr ósoðið spaghetti
Heimagerður parmesan toppur
  • 1 dl kasjúhnetur
  • 2 msk næringarger
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk laukduft

Aðferð:

Vegan hakk og spagettí
  1. Byrjið á því að sjóða pastað eftir leiðbeiningum á pakkningunum.
  2. Saxið niður laukinn og pressið hvítlaukinn.
  3. Hitið olíuna í smá stund á pönnu og mýkið síðan laukinn. Bætið kryddunum og hakkinu saman við og steikið þar til hakkið er nánast tilbúið.
  4. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel svo rjómaosturinn blandist vel saman við. Sjóðið kjötsósuna í sirka 5 mínútur.
  5. Berið fram með baguette brauði og parmesan toppinum
Heimagerður parmesan toppur
  1. Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og malið saman.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Uppskriftin er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 
 

Graskers- og sætkartöflusúpa með vegan pylsum

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að graskers- og sætkartöflusúpu með steiktum vegan pylsum. Súpan er rjómakennd og yljandi og steiktu pylsurnar gera hana enn matarmeiri og seðjandi. Við mælum með að bera hana fram með góðu brauði. Ertu að leita að uppskrift fyrir kvöldmatinn, prófaðu þá þessa einföldu og gómsætu súpu.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi og við notuðum pylsurnar þeirra í uppskriftina. Við notum vörurnar frá Anamma mikið í okkar matargerð og pylsurnar eru í miklu uppáhaldi. Við erum alltaf jafn stoltar af því að vinna með þeim.

Pylsurnar stöppuðum við og steiktum svo þær urðu að nokkurskonar hakki eða kurli. Það er algjör snilld að steikja pylsurnar á þennan hátt og nota í súpur, rjómapasta eða aðra rétti. Með þeim hætti gefa pylsurnar smá beikon “fíling.”

Hér er önnur æðisleg uppskrift með stöppuðum pylsum.

Súpan er svo maukuð með töfrasprota eða í blandara þegar rótargrænmetið er soðið í gegn.

Við toppuðum súpuna með steiktu pylsunum og spírum. Það er líka virkilega gott að gera brauðteninga og toppa með eða bera súpuna fram með góðu brauði.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin

-Veganistur

Sætkartöflu-og graskerssúpa með vegan pylsum

Fyrir: 4
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 30 Min: 40 Min
Gómsæt haustleg súpa sem yljar og er fullkomin á köldu haustkvöldi

Hráefni:

  • 2 msk ólífuolía
  • 3 litlir laukar (eða 1 og 1/2 venjulegur)
  • 1 heill hvítlaukur (eða 4 hvítlauksrif)
  • 2 frekar litlar sætar kartöflur
  • 1/2 grasker
  • 1 og 1/2 líter vatn
  • 2 dósir kókosmjólk
  • 1 tsk karrýduft
  • 1 tsk túrmerik
  • 1/2 - 1 tsk chilli flögur
  • 2 tsk salt
  • 2 grænmetisteningar
  • 20 gr vegan smjör eða 2 msk ólífuolía
  • 1 pakki anamma pylsur
  • Spírur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita olíuna í potti og mýkja laukinn og hvítlaukinn aðeins ásamt kryddunum.
  2. Skerið sætu kartöfluna og graskerið í grófa teninga og bætið út í pottin ásamt vatninu, kókosmjólkinni og grænmetisteningunum.
  3. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið hitan og sjóðið í 30 mínútur.
  4. Á meðan súpan sýður, stappið pylsurnar þar til þær verða að mauki. Fínt er að afþýða pyslurnar aðeins í örbylgju ef þær eru teknar beint úr frysti.
  5. Hitið pönnu með vegan smjörinu og steikið pylsumaukið. Hrærið vel í allan tíman og bútið niður maukið jafn óðum og það steikist þar til það verður að eins konar kurli.
  6. Maukið súpuna og berið fram með pylsu kurlinu. Við mælum með að hver og einni setja pylsurnar út á diskinn sinn sér.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætu köldu núðlusalati með einfaldri hnetusmjörssósu. Salatið er samansett af þunnum núðlum, þunnt skornu fersku gærnmeti og bragðmikilli sósu.

Færslan er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin hjá þeim. Við völdum “glass” núðlurnar frá santa maria í salatið þar sem þær eru örþunnar og einstaklega góðar í kalda rétti. Síðan fann ég Lima baunir í dós hjá þeim en þær hef ég ekki séð í öðrum búðum. Þær henta fullkomlega í asíska rétti hvort sem um er að ræða kalda eða heita rétti.

Hnetusmjörssósan er það sem gefur réttinum bragð en hún er ótrúlega einföld en mjög bragðmikil. Það er hægt að leika sér með aðeins með innihaldsefnin og gera sósuna sterkari eða mildari eftir því hvað hver og einn kýs. Það má einnig sleppa alveg chillimaukinu ef þið viljið hafa hana alveg milda.

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu
Fyrir: 4
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 15 MinEldunartími: 3 Min: 18 Min
Gómsætt kalt núðlusalat með bragðsterkri hnetusmjörssósu og fersku grænmeti.

Hráefni:

Hráefni
  • 1 pakki glass núðlur frá santa maria
  • Sirka 1 bolli af smátt sneiddu rauðkáli
  • 1 stór gulrót
  • 1/2 rauð papríka
  • 1/2 gul papríka
  • 2 litlir vorlaukar
  • 1/2 dós lima baunir (lima baunir eru grænar og þær má finna hjá niðursoðnum baunum í hagkaup)
  • hnetusmjörsósa (uppskrift hér að neðan)
  • 1 dl saxað ferskt kóríander (og aðeins meira til að bera fram með ef fólk vill)
  • 1 dl gróft saxaðar salthnetur
  • Lime til að bera fram með
Hnetusmjörssósa
  • 1 dl fínt hnetusmjör
  • 1 dl vatn
  • safi úr 1 lime
  • 2 msk sojasósa
  • 1 kúfull teskeið sambal oelek frá santa maria
  • 1 msk hlynsíróp
  • 1 msk sesamolía
  • 1 hvítlauksrif
  • sirka 1 cm af fersku engifer

Aðferð:

  1. Byrjið á að útbúa núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, en þá eru þær lagðar í bleyti í soðið vatn í 3 mínútur. Hellið vatninu af og skolið núðlurnar vel upp úr köldu vatni svo þær haldi ekki áfram að eldast.
  2. Skerið allt grænmetið niður í þunnar ræmur. Passið að skera gulræturnar extra þunnt.
  3. Skolið lima baunirnar vel.
  4. Útbúið sósuna, og hrærið öllu saman í stóra skál.
  5. Berið fram með söxuðum jarðhnetum, fersku kóríander og lime sneið.
Hnetusmjörssósa
  1. Byrjið á því að hræra saman hnetusmjörinu og vatninu. Best er að blanda saman 1 dl af hnetusmjöri við 1/2 dl af vatni mjög vel og bæta síðan restinni af vatninu út í og hræra vel saman.
  2. Rífið niður hvítlaukinn og engifer mjög fínt.
  3. Blandið restinni af hráefnunum saman við hnetusmjörið.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup -

 
 

Vegan pítur með grísku ívafi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að geggjuðum pítum með grísku ívafi, stútfullar af grænmeti, maríneruðu Oumphi og bragðmikilli tzatzikisósu. Hinn FULLKOMNI kvöldmatur að okkar mati.

Færsla dagsins er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin í uppskriftina þar. Hagkaup stendur sig virkilega vel þegar kemur að úrvali af vegan vörum og það er okkur mikill heiður að fá að vinna með þeim.

Í píturnar notaði ég Oumph sem ég lét þiðna og setti svo í maríneringu. Ég vildi hafa kryddið í gyros stíl þar sem það passar virkilega vel með tzatzikisósunni. Það kom að sjáfsögðu virkilega vel út!

Tzatzikisósa í skál

Tzatzikisósa er jógúrtsósa með rifinni gúrku, hvítlauk, ólífuolíu og annaðhvort rauðvínsediki eða sítrónusafa, salti og pipar. Það er gott að bæta út í hana ferskum jurtum og yfirleitt er notað dill eða minta en ég átti til kóríander svo ég notaði það. Það passaði mjög vel fannst mér.

bakki með oumph gyros, pítubrauði og meðlæti

Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég vildi gera pítur, gómsætar vefjur úr liba brauði eða baka heimagert pönnubrauð með Oumphinu og tzatzikisósunni en ákvað á endanum að gera pítur því það er svo fljótlegt og gott. Ég notaði frosna pítubrauðið frá Hatting sem er mitt uppáhalds.

Steikt gyros oumph í skál

Lyktin sem fyllti eldhúsið á meðan ég steikti Oumphið var dásamleg og bragðið af því alls ekki síðra. Ég mæli mjög mikið með því að prófa þessa kryddblöndu!

Ég gerði stóra uppskrift af tzatzikisósu því ég vildi eiga afgang í ísskápnum til að bera fram með matnum mínum næstu daga. Mér finnst sósan passa með nánast öllu, svo fersk og góð.

Við elskum Oumph og notum það mikið í okkar matargerð. Ef ykkur langar að elda aðra góða uppskrift með Oumphi þá mælum við mikið með þessu gómsæta tikka masala!

Takk fyrir að lesa og ég vona að þið njótið! <3

-Helga María

Vegan pítur með grísku ívafi

Vegan pítur með grísku ívafi
Höfundur: Helga María

Hráefni:

  • Olía að steikja upp úr
  • Einn pakki Oumph the original chunk (280 gr)
  • 1 tsk oregano
  • 1 tsk timían
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1/2 tsk chiliduft
  • 1 tsk broddkúmen
  • 3 msk ólífuolía
  • 1 tsk dijonsinnep
  • 1/2 tsk salt
  • pipar eftir smekk
  • 1/4 tsk sykur
  • 2 hvítlauksgeirar pressaðir eða rifnir
  • Tzatzikisósa (uppskrift hér að neðan)
  • 3-4 pítubrauð
  • Grænmeti í píturnar. Ég notaði kál, tómata og rauðlauk
Tzatzikisósa
  • 1 dolla tyrknesk jógúrt frá Oatly (400 gr)
  • 1 gúrka
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 msk ferskt dill, minta eða kóríander (oftast er notað dill eða minta en ég notaði kóríander í þetta skipti)
  • Sítrónusafi, salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Oumph í marineringu
  1. Takið Oumph úr frysti og leyfið að þiðna.
  2. Setjið það í skál og bætið restinni af hráefnunum út í.
  3. Látið marinerast í minnst einn klukkutíma (gott að gera tzatzikisósuna á meðan).
  4. Hitið olíu á pönnu og steikið oumphið í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til það fær á sig lit.
  5. Hitið pítubrauð í ofninum og fyllið með grænmeti, Oumphi og sósu. Njótið!
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup-

 
 

Einföld og fljótleg kúrbítsbuff með kaldri sósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að einföldum og fljótlegum kúrbítsbuffum með indverskum kryddum bornum fram með kaldri sósu. Buffin eru hinn fullkomni hversdagsmatur þar sem það tekur enga stund að útbúa þau. Aðal uppistaðan er zucchini og kjúklingabaunahveiti sem geriri þau stútfull af góðri næringu!

Ég hef verið í miklu kúrbítsstuði síðustu mánuði og finnst gott að nota þau í allskonar matargerð og bakstur. Margir fatta ekki hversu mikið hægt er að gera við zucchini en ég nota það í súpur, pottrétti, buff, ríf það út í hafragraut og kökudeig og elska að skera það niður þunnt og nota sem álegg á pizzu. Möguleikarnir eru virkilega endalausir!

Mér finnst virkilega gott að útbúa allskonar buff heima, hvort sem það eru grænmetisbuff, vegan hakkabuff eða baunabuff. Ég hef gert þessi buff á allskonar hátt. Stundum bæti ég við rifnum gulrótum, kartöflum eða hvítkáli. Ég nota í raun það sem ég á til heima að hverju sinni. Í þetta sinn vildi ég hafa þau frekar einföld en var í stuði til að setja þau í indverskan búning. Ég notaði engifer, túrmerík, garam masala, kóríanderkrydd, kúmmín, frosið kóríander og chili. Útkoman varð dásamleg.

Buffin steiki ég á pönnu upp úr smá olíu en það er auðvitað hægt að baka þau í ofni eða air fryer líka. Ef þið bakið þau mæli ég með því að bæta örlítilli ólífuolíu út í deigið. Ég bar buffin fram með gómsætri kaldri sósu sem ég gerði úr meðal annars vegan sýrðum rjóma, hvítlauk, frosnu kóríander og sítrónusafa. Sósan passar fullkomlega með buffunum að mínu mati. Ég bar einnig fram mangó chutney með en steingleymdi að hafa það með á myndunum því miður, en það kom virkilega vel út með buffunum líka.

Einföld kúrbítsbuff með kaldri sósu

Einföld kúrbítsbuff með kaldri sósu
Fyrir: 2-3
Höfundur: Helga María
Í dag deilum við með ykkur uppskrift að einföldum og fljótlegum kúrbítsbuffum með indverskum kryddum bornum fram með kaldri sósu. Buffin eru hinn fullkomni hversdagsmatur þar sem það tekur enga stund að útbúa þau. Aðal uppistaðan er zucchini og kjúklingabaunahveiti sem geriri þau stútfull af góðri næringu!

Hráefni:

Kúrbítsbuff
  • 100 gr kjúklingabaunahveiti
  • 20 gr hrísgrjónahveiti
  • 400 gr rifinn kúrbítur
  • 2 vorlaukar
  • 1 msk rifið engifer
  • 2 tsk garam masala
  • 1 tsk túrmerík
  • 1 tsk kúmmín
  • 1 tsk kóríanderkrydd
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 msk frosið kóríander
  • chiliflögur
  • salt og pipar
Sósan:
  • 2 dl vegan sýrður rjómi
  • 2 rifnir eða pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2 tsk frosið kóríander
  • 1 tsk laukduft
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 2 tsk ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

Kúrbítsbuff:
  1. Blandið kjúklingabaunahveiti, hrísgrjónahveiti, kryddum, lyftidufti, salti og pipar í skál.
  2. Rífið niður kúrbít, saxið vorlauk, rífið engifer og bætið út í skálina ásamt frystu kóríander og hrærið saman svo úr verði deig. Ég nota hendurnar við að hræra þessu saman.
  3. Hitið olíu á pönnu, búið til buff og steikið þar til þau fá gylltan lit.
Sósan:
  1. Blandið öllu saman í skál og berið fram með buffunum. Það er mjög gott að gera sósuna snemma svo hún geti fengið að standa aðeins í ísskápnum.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar þér uppskriftin!

-Helga María <3

Hátíðlegt grasker með fyllingu og brún sósa

Í dag deili ég með ykkur ótrúlega góðu fylltu butternut graskeri með hátíðlegri linsubaunafyllingu sem inniheldur auk linsubauna, villt hrísgrjón, ferskt tímían, grænmeti, trönuber og valhnetur. Þessi réttur er ótrúlega hátíðlegur og passar því fullkomlega fyrir páskana. Hann má bera fram með helsta hátíðarmeðlæti en uppskrift af brúnni sósu sem hentar fullkomlega með má finna hér.

Í gegnum tíðina höfum við systur reynt að vera duglegar að deila með ykkur uppskriftum sem henta við öll tækifæri. Frá því við urðum vegan höfum við gert sérstaklega mikið upp úr því geta eldað ljúffenga rétti fyrir hátíðir og veislur. Þessi réttur er einn af þeim sem hentar einstaklega vel um hátíðir en í þetta skiptið deilum við með ykkur rétti sem inniheldur einungis grænmeti.

Okkur fannst löngu komin tími á að útbúa uppskrift af góðum grænmetisrétti sem getur virkað við hátíðlegri tilefni en við vissum strax að við vildum hafa ákveðna hluti í huga við þróun réttarins:

1. Ég vildi að innihaldsefnin væru ekki of mörg og alls ekki flókin.

2. Ég vildi að rétturinn myndi passa með öllu hefðbundnu meðlæti sem flestir bera fram með hátíðarmat.

3. Ég vildi að rétturinn gæfi ekki eftir hvað varðar bragð.

Ég elska að gera fóða fyllingu og setja í grænmeti og geri til dæmis oft fylltar papríkur eða kúrbít. Ég hafði hins vegar aldrei prófað að gera fyllt butternut grasker eða það er eitt af uppáhalds grænmetinu mínu. Mér fannst þá mikilvægast að fyllingin væri sérstaklega góð þar sem það er mjög milt bragð af butternut graskeri. Ég ákvað strax að grunnurinn af fyllingunni yrðu hrísgrjón og linsubanir þar sem þau hráefni draga mjög vel í sig bragð af kryddum. Þá valdi ég bragðmikið grænmeti svo sem lauk, sveppi og sellerí og til að gera þetta hátíðlegt bætti ég við trönuberjum og valhnetum.

Ég ákvað að ég vildi eiinig hafa uppskrift af góðri sósu með og fór því í að gera uppskrift af skotheldri brúnni sósu frá grunni. Það er hægt að fá vegan pakkasósu í Krónunni en mig langaði að gera mína eigin uppskrift af heimagerðri sósu og náði ég að gera ótrúlega einfalda sósu sem er einungis úr hráefnum sem eru til í flestum eldhúsum.

Gleðilega páska og vonandi njótið þið vel.

-Júlía Sif

Hátíðlegt grasker með fyllingu

Hátíðlegt grasker með fyllingu
Höfundur: Júlía Sif
( 0 reviews )
Undirbúningstími: 30 MinEldunartími: 60 Min: 1 H & 30 M

Hráefni:

  • Meðalstórt butternut grasker
  • 1 bolli soðin villt hrísgrjón frá gestus
  • 1 bolli soðnar brúnar linsur (gott að sjóða upp úr sveppakrafti)
  • 1 stilkur sellerí
  • 6 litlir sveppir
  • 2 litlir skallotlaukar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2-3 greinar ferskt timían
  • salt og pipar
  • 1 dl valhnetur
  • 1/2 dl trönuber
  • 1 dl brauðrasp
  • 1/2 dl vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofnin á 200°C og notist við blástur (180°C með undir- og yfirhita)
  2. Byrjið á því að sjóða hrísgrjón og linsubaunirnar.
  3. Skerið endana af graskerinu sitthvoru meginn og graskerið síðan í tvennt. Skerið innan úr því svo það sé hollt að innan en hafið frekar þykkan kannt allan hringin. (Sjá myndir að ofan)
  4. Saxið niður skallotlauk, hvítlauk, sellerí og sveppi og steikið á pönnu í nokkrar mínútur eða þar til grænmetið mýkist vel.
  5. Bætið út í smátt söxuðum trönuberjum, timíani og valhnetum ásamt hrísgrjónum, linsubaunum og steikið áfram í 4-5 mínútur á meðalhita.
  6. Bætið brauðraspi og vatni út í og hrærið vel saman.
  7. Fyllið báða helmingja af graskerinu mjög vel og pressið vel niður. Lokið graskerinu og bindið það saman með vel blautu snæri eða pakkið því inn í álpappír svo það haldist vel saman
  8. Bakið í miðjum ofni í 60 mínútur.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar -

 
 

Vegan brún sósa

Brún sósa er eitthvað sem er algjörlega nauðsynlegt að kunna að gera að okkar mati. Þessi uppskrift er ótrúlega einföld, fljótleg og klikkar aldrei. Innihaldsefnin eru fá og tekur innan við 10 mínútur að útbúa sósuna alveg frá grunni. Sósan hentar fullkomlega með vegan kjötbollum, grænmetisbollum og hrísgrjónaréttum til dæmis eða nánast hverju sem er.

Þessi uppskrift er ein af svona grunn uppskriftunum sem ég gríp til nánast í hverri viku. Það er svo ótrúlega auðvelt að gera einfaldan, fljótlegan kvöldmat, eins og vegan kjötbollur til dæmis, að máltíð með þessari góðu sósu. Þetta er líka uppskrift sem ég á alltaf allt til í og er erfitt að trúa því hversu góð hún er miðað við hversu einfalt og fljótlegt það er að matreiða hana.

Vegan brún sósa

Vegan brún sósa
Höfundur: Júlía Sif
( 0 reviews )

Hráefni:

  • 1/2 lítri vatn
  • 2 grænmetisteningar
  • 1/4 dl næringarger
  • 1/4 dl hveiti
  • 1 msk soyjasósa
  • 1 tsk laukduft
  • 2-3 dropar sósulitur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hrista saman vatnið og hveiti í hristibrúsa eða krukku.
  2. Hellið hveitiblöndunni í pott og bætið öllu nema sósulitnum út í.
  3. Hitið að suðu og hrærið vel í á meðan. Sjóðið í 4-5 mínútur.
  4. Bætið sósulitnum út í, einum dropa í einu þar til sá litur sem þið kjósið kemur fram.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

Vegan osta og brokkolí ofnréttur með hrísgrjónum

Við systur ætlum að vera duglegri þetta árið að deila með ykkur auðveldum og sniðugum hversdagsmat þar sem við fáum alltaf margar fyrirspurnir um það þegar við skoðum hvað þið vilja sjá meira af. Það er svo ótrúlega auðvelt að festast í því að elda alltaf það sama og svo er oft mjög yfirþyrmandi að ákveða hvað á að vera í matinn á hverjum degi. Mér kvöldmaturinn oft hanga yfir mér allan daginn þegar ég veit ekki búin að ákveða fyrirfram hvað ég eigi að hafa í matinn. Ég mæli því alveg 100% með því að gefa sér nokkrar mínútur á sunnudögum í að gera matseðil fyrir vikuna en það hjálpar mér ekkert smá mikið. Þá finnst mér oft mjög þægilegt að geta kíkt á netið og fundið hugmyndir af réttum.

Síðustu vikur hef ég verið að prófa mig mjög mikið áfram með rétti sem ekki þarf að standa yfir eða svokallað “one-pot” rétti. Ég er alveg að dýrka þessa eldunar aðferð en þetta eru sem sagt réttir þar sem öllu er skellt í eldfast mót eða pott og síðan látið eldast án þess að það þurfi að hræra í eða gera nokkuð. Það er svo mikil snilld fyrir þá daga sem ég nenni ekki að elda, að geta skellt öllu í eldfast mót og inní ofn og síðan bara gert hvað sem er í klukkutíma á meðan rétturinn eldast. Rétturinn sem ég deili með ykkur í dag er ótrúlega góður og það þarf ekkert að hafa fyrir honum, en ég mun klárlega deila fullt af svona uppskriftum með ykkur í framtíðinni!

Ofnrétturinn samanstendur af hrísgrjónum í botninum, brokkolí og vegan soyjakjöti yfir og er hann síðan ofnbakaður upp úr vegan cheddar rjómaostasósu. Þetta er hinn fullkomni heimilismatur, tekur enga stund og dugar fyrir 4 til 5 fullorðna ef það er meðlæti með. Hann er ótrúlega bragðgóður og hægt er að bera hann fram einan og sér eða með góðu meðlæti. Ég ber réttinn oftast fram með góðu fersku salati en þá er algjört lykilatriði að hafa nýja vegan fetaostinn frá Sheese með en það er nýr ostur sem kemur í teningum. Fetaostur var uppáhalds osturinn minn þegar ég var yngri og hef ég verið með þennan vegan ost með öllu sem ég borða síðan ég keypti hann fyrst. Mér finnst einnig passa mjög vel að hafa vegan hvítlauksbrauð með en það er hægt að gera sjálfur eða kaupa brauðið frá Hatting sem er tilbúið vegan hvítlauksbrauð og má að sjálfsögðu finna í Krónunni.

Mér finnst ótrúlega gott að búa til kryddlög fyrir fetaostinn líkt og venjan er hérna heima en það er ótrúlega einfalt og smakkast hann alveg eins og venjulegi fetaosturinn sem hægt er að kaupa í krukku út í búð. Í kryddlögin set ég eftirfarandi:

  • Vel af góðri ólífuolíu, ég hef verið að nota D.O.P olíuna frá Olifa

  • Timían

  • Rósmarín

  • Ítölsk hvítlauksblanda frá pottagöldrum

  • Grófmalaður pipar

  • Örlítið salt

Ég set mjög lítið af hveju kryddi fyrir sig og hræri þessu síðan aðeins saman.

Hráefni (réttur fyrir 4):

  • 2 dl hrísgrjón

  • 3 dl vatn + 2 grænmetisteningar

  • 1 cheddar rjómaostur frá Sheese

  • 250 ml vegan hafrarjómi

  • 2 msk ítalskt pastakrydd frá pottagöldrum

  • 3 hvítlauksgeirar

  • 1-2 tsk salt

  • 1 haus brokkolí

  • 4 litlir vorlaukar

  • 1 pakki vegan kjúklingur (t.d. oumph)

  • sirka 1/2 poki rifin epic mature cheddar frá Violife (eða það magn sem passar yfir réttinn)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C

  2. Hellið hrísgrjónum í stórt eldfast mót

  3. Leysið tvo grænmetisteninga upp í heitu vatni og hellið yfir hrísgrjónin

  4. Hrærið saman í skál rjómaostinum, vegan hafrarjóma, hvítlauksgeirum og kryddunum

  5. Hellið yfir hrísgrjónin og blandið aðeins saman við hrísgrjónin og vatnið.

  6. Skerið niður vorlauk og brokkolí og dreyfið yfir ásamt soyja kjötinu. Ýtið aðeins ofan í vökvan.

  7. Stráið rifna ostinum yfir réttinn

  8. Setjið álpappír yfir eldfasta mótið og eldið í ofninum í 50 mínútur. Takið þá álpappírinn af og leyfið réttinum að vera í 15 mínútur í viðbót í ofninum.

-Njótið vel

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefni í réttinn þar -

 
 

Vegan hakkabuff með rjómakenndri lauksósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af einföldu vegan hakkabuffi með lauksósu og kartöflugratín. Einfaldur heimilismatur sem er bragðgóður og saðsamur. Mér finnst best að bera hakkabuff fram með rjómakenndri lauksósu og annaðhvort kartöflugratíni eða soðnum kartöflum. Þegar ég spái í því held ég að allar kartöflur passi með hvort sem það eru þær sem ég hef þegar nefnt eða kartöflumús, franskar eða ofnbakaðar. Súrar gúrkur og sulta er svo “möst” að mínu mati. Ég notaði sænska títuberjasultu en rifsberjasulta myndi einnig passa fullkomlega með!

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi. Formbar hakkið frá þeim er það allra besta í svona hakkabuff. Það er ólikt venjulegu vegan hakki að því leiti að auðvelt er að móta það í buff, bollur eða borgara án þess að þurfa að nota önnur bindiefni með. Það er því nóg að krydda eftir smekk, forma buff og elda. “Formbar” hakkið fæst í Hagkaupum, Vegan búðinni, Fjarðarkaupum og Melabúðinni.

Eitt af markmiðum mínum fyrir komandi ár er að vera dugleg að birta uppskriftir af góðum hversdagslegum heimilismat sem er einfaldur en á sama tíma bragðgóður og spennandi. Við viljum að grænkerar hafi endalaust af hugmyndum af góðum mat að elda og elskum að deila með ykkur uppskriftum af gómsætum vegan mat.

Sjáið þennan fallega steikta lauk. Hann gefur sósunni svo gómsætt bragð.

Það er svo ótrúlega auðvelt að útbúa þessi gómsætu vegan hakkabuff og ég elska að leyfa þeim að malla aðeins í rjómakenndri lauksósunni í lokinn.

Vegan hakkabuff með rjómakenndri lauksósu

Hráefni:

  • Olía til steikingar

  • 500 gr formbar hakk frá Anamma (hakkinu leyft að þiðna þar til það er kallt eins og úr ísskáp)

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 msk fljótandi grænmetiskraftur eða 1/2 grænmetisteningur muldur niður

  • 1 msk sojasósa

  • 1 msk vegan matreiðslurjómi

  • 1 msk gróft sinnep

  • Salt og pipar eftir smekk

Lauksósa:

  • Olía að steikja upp úr

  • 1 mjög stór laukur eða 2 venjulegir

  • 400 ml vegan matreiðslurjómi

  • 1/3 teningur sveppakraftur eða grænmetiskraftur

  • 1/2-1 tsk sojasósa

  • 1 tsk þurrkað timían

  • Salt og pipar eftir smekk (farið varlega í saltið því bæði sveppakrafturinn og sojasósan gefa mikla seltu)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera buffin tilbúin til steikingar. Látið hakkið þiðna en hafið það þó kalt þegar þið meðhöndlið það. Ef það nær of miklum hita verður erfiðara að móta það. Ég miða við að það sé við það hitastig sem það væri beint úr kæliskáp. Þetta tekur 30-40 mínútur. Ég hef þó sjálf sett hakkið í örbylgjuna á afþýðingu ef ég lendi í stressi og það skemmdi alls ekki fyrir.

  2. Setjið hakkið í skál ásamt restinni af hráefninum og blandið saman með höndunum. Mótið 4 buff og leggið til hliðar.

  3. Skerið laukinn niður í þunna strimla og steikið á pönnu uppúr olíu. Saltið laukinn örlítið svo hann svitni vel. Leyfið honum að steikjast í nokkrar mínútur þar till hann fær gylltan og fínan lit. Takið hann þá af pönnunni og leggið til hliðar en þrífið pönnuna ekki því við steikjum buffin beint á henni og laukurinn gefur bara gott bragð.

  4. Bætið við meiri olíu á pönnuna og steikið buffin á meðalháum hita þar til þau eru vel steikt á báðum hliðum. Þau eru svolítið þykk svo það þarf að passa að þau séu steikt í gegn. Þau eiga að hafa fengið meira “þétta” áferð þegar potað er í þau.

  5. Bætið lauknum aftur á pönnuna með buffunum og bætið við restinni af sósuhráefnunum og hrærið svo hún blandist vel. Ég myl niður sveppakraftinn svo hann blandist auðveldlega í sósuna. Piprið eftir smekk og saltið smá þó það sé að mínu mati ekki þörf á miklu salti.

  6. Berið fram með meðlæti að eigin vali. Ég hafði með þeim súrar gúrkur, títuberjasultu og kartöflugratín, en uppskriftina af gratíninu finniði HÉRNA.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið!

-Helga María

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 
 

Falafel úr chana dal baunum

Síðan ég varð ólétt hef ég verið mikið að prófa mig áfram með fleiri baunarétti og svona aðeins “hollari” fæðu. Ég myndi segja að mataræðið mitt sé nú alveg frekar hollt yfir höfuð en ég á það til að elda mikið af soyakjöti og plana flestar máltíðir í kringum slík hráefni. Ég hugsa að partur af því sé til komið vegna þess að fyrst þegar við systur urðum vegan var lítið til að slíkum vörum og samanstóð mataræðið okkar eingöngu af grænmeti, ávöxtum, baunum, hnetum og fræjum. Þar af leiðandi opnaðist alveg nýr heimur fyir mér þegar vegan kjöt fór að vera í boði.

En eftir að ég varð ólétt hef ég aðeins verið að reyna að fara til baka og gera fleiri rétti úr minna unnum vörum og hef því verið að koma baunum meira og meira inn í mataræðið mitt aftur þar sem þær eru alveg stútfullar af góðri næringu, próteini, trefjum og alls kona góðu. Ég er þó alls ekki að segja að vegan “kjöt” sé óhollt og borða ég það yfirleitt eitthvað á hverjum degi líka.

Mér hefur fundist mjög gaman að leika mér með allskonar baunir síðustu mánuði og þá sérstaklega baunirnar frá Oddpods en við erum búnar að vera í samstarfi með þeim síðan í sumar. Baunirnar eru svo frábærar þar sem þær er hægt að nota á svo marga vegu og er hægt að leika sér með nánast hvaða baunir sem er í alls konar mismunandi réttum. Það sem mér finnst vera mikill plús við þetta merki er að það er hægt að fá baunir líkt og brúnar linsur og chana dal baunirnar sem ég nota í þessari uppskrift forsoðnar, en það hefur ekki verið auðvelt að nálgast slíkt hérna heima. Þessar baunir þarf yfirleitt að leggja í bleyti og sjóða sjálfur. Oddpods baunirnar koma hins vegar tilbúnar til neyslu beint úr pokanum og eru þær soðnar upp úr vatni og grænmetiskrafti sem gerir þær einstaklega bragðgóðar.

Nú er ég í vaktavinnu og er því oft heima í hádeginu hina og þessa daga og því finnst mér nauðsynlegt að kunna að gera góða, fljótlega rétti í hádeginu þegar ég á t.d. ekki afganga frá því kvöldinu áður eða eitthvað slíkt. Auðveldar grænmetisbollur sem taka enga stund eru alveg fullkomnar í svona fljótlega rétti og er þessi uppskrift alveg einstaklega góð þar sem hún er SVO auðveld og tekur innan við 15 mínútur að græja. Þær má einnig nota á svo marga vegu, t.d. með góðu salati, í pítubrauði eða í vefjur. Það er líka svo frábært að það er hægt að nota hvaða baunir sem er í hana og því alltaf hægt að grípa í þessa uppskrift sama hvaða baunir eru til. Í þetta skipti ætla ég að deila með ykkur uppskrift með Chana dal baununum frá Oddpods en það eru gular “split peas” líkt og notað er í baunasúpu.

Hráefni:

  • 1 poki Chana dal baunir frá Oddpods

  • 1 hvítlauksrif

  • 1 msk ferskt kóríander

  • 1 msk ferksur graslaukur

  • 1 tsk malaður kóríander

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk kúminduft

  • 2-3 msk ferskur sítrónusafi

  • salt

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til fínt duft. Tekur einungis um 2-3 mínútur í góðum blandara.

  2. Mótið í bollur, buff eða það sem hentar hverju sinni.

  3. Steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða bakið í ofni í 12-15 mínútur við 200°C.

  4. Berið fram með tzaziki sósu og salati eða í pítúbrauði, vefju eða sem borgari.

Tzatziki sósa

  • 1 bolli hreint jógúrt (mín uppáhalds eru Oatly Turkisk havregurt eða hreina sojade)

  • 2 msk rifin gúrka

  • 1/2 hvítlauksrif

  • salt

  • 1 msk ferskur sítrónusafi

  • 1 msk niðursaxað ferskt dill

Aðferð:

  1. Rífið gúrkuna niður og pressið hvítlaukinn eða saxið bæði mjög smátt. Saxið dillið.

  2. Blandið öllum hráefnum saman í skál og smakkið til með salti.

-Njótið vel og endilega kíkið á instagram hjá okkur en þar er stutt myndband af því hvernig ég geri bollurnar.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi -

 
 

Linsubauna "Shepert's pie"

IMG_9897.jpg

Mér finnst ég alltaf byrja þessar færslur á að tala um veðrið en það hefur snjóað af og til á landinu síðustu daga og hef ég þurft að skafa nánast alla morgna síðustu vikuna svo það er eiginlega bara ekki annað hægt. Matarvenjur mínar fara líka bara svo rosalega eftir veðri einhvernveginn, en það er akkúrat þess vegna sem ég ákvað að deila með ykkur þessari tilteknu uppskrift núna.

IMG_9874.jpg
IMG_9875.jpg

Uppskriftin er af svokallari “Sherpert’s pie” en ég held að það sé ekki mikil hefð fyrir því að fólk eldi þennan rétt hérna á Íslandi. Ég kynntist honum allavega ekki fyr en eftir að ég varð vegan þar sem það er mjög auðvelt að gera vegan útgáfu af alls konar svona bökum. Þessi útgáfu er mín uppáhalds en fyllingin er svo góð að það væri eiginlega hægt að borða hana á jólunum að mínu mat. Ég set rauðvín í sósuna sem gerir hana eitthvað svo hátíðlega og svo er kartöflumús líka í svo miklu uppáhaldi hjá mér.

Mér finnst þessi rétturinn vera fullkomin þegar það er kalt úti og tikkar í öll boxin yfir þennan svokallaða “comfort food”. Mér finnst líka einhvern veginn aldrei jafn skemmtilegt að kaupa gænmeti og á haustin þegar það er svo extra ferskt og mikið úrval í búðum, og því ákvað ég að hafa réttin stútfullan af fallegu grænmeti. Það má að sjálfsögðu nýta nánast hvaða grænmeti sem er í hann, sleppa einhverju eða skipta út eftir smekk hvers og eins. Ég set oft sveppi eða brokkolí út í ef ég á það til en mér finnst mikilvægast að það séu laukur, gulrætur og baunir í honum.

Uppistaðan í bökunni eru síðan linsubaunirnar en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær draga svo vel í sig bragð og finnst mér áferðin á þeim einhvern veginn betri en á flestum öðrum baunum. Ég notaði baunirnar frá Oddpods þar sem það er svo einfalt að geta bara hent þeim út á pönnuna beint úr pakkningunni. Einnig eru baunirnar frá Oddpods soðnar upp úr grænmetiskrafti en það finnst mér gera þær bragðbetri en aðrar baunir og hentar það sérstaklega vel í rétti eins og þennan.

IMG_9917.jpg

Ég mæli með að elda stóra böku, en þessi uppskrift dugar fyrir 4-5 fullorðna, þar sem hún er eiginlega bara ennþá betri daginn eftir.

Linsubaunafylling:

  • 2 pakkar brúnar linsur frá Oddpods

  • 2-3 msk ólífuolía

  • 1 laukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 3 gulrætur

  • 3 stilkar sellerí

  • 1 dl frosnar grænar baunir

  • 250 ml vatn + 1 msk hveiti hrist saman

  • 250 ml hafrarjómi

  • 1 sveppateningur

  • 1 msk dijon sinnep

  • 3 msk eða ein lítil dós tómatpúrra

  • 1-2 msk soyasósa

  • 1/2 dl rauðvín

  • 2 lárviðarlauf

  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera niður allt grænmeti í litla kubba.

  2. Steikið upp úr ólífuolíu þar til grænmetið fer að mýkjast

  3. Bætið baununum út í ásamt smá salti og pipar og steikið í nokkrar mínútur í viðbót á meðalhita.

  4. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman. Leyfið suðunni að koma upp og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur. Smakkið til með salti og pipar

  5. Setjið í eldfast mót, útbúið kartfölumúsina og dreyfið henni jafnt yfir. Bakið við 200°C í 15 mínútur eða þar til kartöflumúsin verður fallega gyllt að ofan.

  6. Passið að taka lárviðarlaufin úr þegar bakan er borðuð.

Kartöflumús

  • 1 kg kartöflur

  • 150 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 1-2 dl haframjólk

  • vel af salti (eftir smekk)

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn þegar stungið er gaffli í þær.

  2. Afhýðið kartöflurnar og stappið saman með kartöflustappara eða setjið í gegnum kartöflupressu.

  3. Setjið kartöflurnar, smjörlíki og 1 dl af mjólk saman í pott og hrærið vel í á lágum hita. Bætið við salti og haframjólk eftir þörfum.

-Við mælum með að bera réttinn fram með fersku salati og hvítlauksbrauði en það má líka bera hann fram einan og sér.

- Þessi færsla er í samstarfi við OddPods á Íslandi -

 
Oddpods-logo---edited.png
 

Tómatgalette með hvítlauk og rjómaosti

Hæ! Ég vona að þið hafið það gott og séuð að njóta þess síðasta af sumrinu. Persónulega get ég ekki beðið eftir haustinu, en það er mín uppáhalds árstíð. Á haustin er ég sem mest skapandi í eldhúsinu og haustlegar súpur og pottréttir eru eitthvað sem ég get borðað endalaust af. Í dag ætla ég þó ekki að deila með ykkur súpu heldur unaðslega góðri tómatgalette með rjómaosti og hvítlauk sem ég hef heldur betur beðið spennt eftir að geta birt hérna á blogginu. Galette er franskt orð yfir flata böku. Eða ég skil það svoleiðis, þið megið endilega leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér.

Ég elska bökur og galette er virkilega einföld tegund af böku. Það þarf að hafa nokkra hluti í huga þegar botninn er gerður, en þrátt fyrir það er auðvelt að útbúa hann. Það sem mér þykir kostur við galette bökur er að þær mega gjarnan líta svolitið heimagerðar og frjálslegar út. Það er algjörlega óþarfi að reyna að gera þær fullkomnar.

DSCF0396-4.jpg

Uppskrift dagsins er unnin í samstarfi með Violife á Íslandi og ég notaði bæði hvítlauks- og jurtarjómaostinn þeirra og epic mature cheddar ostinn. Já, sum ykkar munið kannski eftir því að ég nefndi það í færslu um daginn að ég finni hvergi epic mature ostinn hérna í Piteå. Fyrir nokkrum vikum hljóp ég inní matvöruverslun í bænum Skellefteå, sirka klukkutíma frá Piteå, til að kaupa mér eitthvað að drekka. Þar rak ég augun í ostinn góða og keypti hvorki meira né minna en fimm stykki. Nú er ég að klára þann síðasta svo ég þarf kannski að gera mér ferð þangað aftur hehe.. Epic mature cheddar er minn uppáhalds ostur og passar virkilega vel á bökuna með rjómaostinum og tómötunum. Mæli virkilega með.

Sjáið alla þessa fallegu liti. Ferskir tómatar í öllum stærðum og gerðum.

Eins og ég sagði hér að ofan er alger óþarfi að reyna að gera bökuna fullkomna. Ég brýt hana bara einhvernveginn yfir kantinn og hún verður alltaf fullkomlega ófullkomin.

DSCF0446-4.jpg

Uppskrift

Botninn

  • 3 og 1/2 dl hveiti

  • 1 tsk salt

  • 120 g kalt smjörlíki

  • sirka 1/2 dl ísvatn (ég byrja á 1/2 dl bæti svo við tsk eftir þörfum. Og já ísvatn= vatn með klökum)

  • 1 msk eplaedik

Aðferð:

  1. Blandið saman hveiti og salti.

  2. Skerið smjörið í litla teninga og myljið saman við hveitið með höndunum þar til klumparnir eru á stærð við litlar baunir.

  3. Látið klaka liggja í vatninu þar til það er ískalt. Sigtið klakana frá og byrjið á því að hræra 1/2 dl saman við deigið með gaffli ásamt eplaedikinu.

  4. Hellið blöndunni á borð og vinnið með hönunum. Bætið við vatni í tsk þar til þið fáið þétt deig úr blöndunni. Vinnið ekki of mikið.

  5. Mótið kúlu og vefjið í plastfilmu og setjið í kæli í 1-2 klst.

Fylling:

  • 500 gr ferskir tómatar

  • 2-3 hvítlauksgeirar

  • 100 gr jurta- og hvítlauksrjómaostur frá Violife

  • Epic mature cheddar ostur eftir smekk. Ég reif niður svo að hægt var að þekja stóran hluta bökunnar. Mæli ekki með því að hafa of þykkt lag af osti því það er frekar mikið af rjómaosti. Held ég hafi notað sirka 1/4 af oststykkinu

  • Salt og pipar

  • Ferskar jurtir til að toppa með (ég notaði basiliku og smá timían)

  • Sítrónusafi til að toppa með

  • Chiliflögur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 190°c.

  2. Fletjið út deigið svo að það verði sirka kringlótt.

  3. Smyrjið rjómaosti yfir deigið en skiljið eftir smá kant. Ég hef ekkert á móti því að hafa örlítið af rjómaosti í skorpunni.

  4. Stráið osti yfir.

  5. Skerið tómatana í sneiðar og hvítlaukinn líka. Raðið tómötunum á eldhúspappír og saltið. Leyfið þeim að standa í 5-10 mínútur og þurrkið svo safann af sem myndast. Þetta er gert svo það myndist ekki of mikið af tómatsafa í bökunni. Raðið yfir ostinn ásamt hvítlauknum. Athugið að það mun líta út fyrir að þetta sé svakalega mikið magn af tómötum en þeir munu minnka í ofninum svo ekki hafa áhyggjur af því.

  6. Saltið og piprið.

  7. Bakið bökuna í sirka 30 mínútur eða þar til hún er gyllt að ofan. Það fer svolítið eftir ofnum hversu langan tíma þetta tekur. Ég bakaði mína í um 30 mínútur á blæstri en í gamla ofninum tók það næstum 40 mínútur. Ég myndi byrja að fylgjast með bökunni eftir 20 mín.

  8. Takið bökuna út og kreistið yfir hana smá sítrónusafa og stráið chiliflögum yfir ef þið viljið.

  9. Berið fram með ferskum jurtum. Ég mæli líka með að hafa klettasalat og vegan sýrðan rjóma.

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel!

-Helga María



-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 



Quesadilla með brúnum linsum og nýrnabaunum

IMG_9550.jpg

Í þessari viku deilum við með ykkur frábærri uppskrift af quesadilla sem tekur sirka 10 mínútur að útbúa. Við fengum í hendurnar nýlega baunir frá nýju merki sem heitir Oddpods sem ég notaði í uppskriftina en þær eru virkilega góðar. Baunirnar koma ólíkt flestum forsoðnum baunum ekki í niðursuðu krukku heldur í fallegum pokum og þær eru tilbúnar til matar beint úr pokanum. Þar af leiðandi eru þær ekki geymdar í vökva og halda því næringarefnum betur og innihalda engin aukaefni.

IMG_9553.jpg

Þessi réttur er alveg lygilega góður miðað við hvað hann er einfaldur og fljótlegur. Það tók mig um 10 mínútur frá því ég byrjaði þar til þetta var komið á borðið. Ég notaði brúnu linsurnar og nýrnabaunirnar í réttin en það má í rauninni nota hvaða baunir sem er en OddPods bíður einnig upp á kjúklingabuanir, gular linsur og “chana dal” baunir. Baunirnar frá OddPods má nálgast í Nettó.

Hráefni

  • 1 pakki brúnar linsur frá OddPods

  • 1 pakki nýrnabaunir frá OddPods

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1/2 krukka salsasósa

  • 1/4 rauð paprika

  • mexíkósk kryddblanda eða kryddin hér að neðan

    • 1/2 tsk cumin

    • 1/2 tsk paprika

    • 1/2 tsk laukduft

    • 1 tsk blandaðar jurtir

    • salt

  • safi úr 1/2 lime

  • Vegan ostur

  • 1 pakki tortilla pönnukökur

Aðferð:

  1. Setjið baunirnar í skál og stappið þær aðeins með gaffli.

  2. Saxið grænmetið smátt niður og blandið saman við baunirnar ásamt salsasósunni og kryddunum saman við.

  3. Setjið smá ost á hverja pönnuköku of smyrjið fyllingu á helmingin. Brjótið pönnukökurnar saman og grillið í panini grillið eða steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur á pönnu.

Berið fram með sýrðum rjóma og avocado salati.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi hjá Danól heildsölu -

1592222828650.jpg

Tómat og ostapasta með Violife "feta"osti.

Fyrir um það bil ári síðan, þegar Covid var ný byrjað og ég lá heima í nokkrar vikur eftir aðgerð, “downloadaði” ég í fyrsta skipti Tik Tok forritinu. Ég var MJÖG fljót að þefa uppi alls konar matar og baksturs “aðganga” en ég get legið yfir skemmtilegum matarmyndböndunum á Tik Tok oft tímunum saman. Það hafa ótal matar “trend” sprottið upp á forritinu sem ég elska að fylgja og prófa að gera sjálf heima hjá mér.

Fyrir ekki svo löngu fór ég, og líklegast flestir sem eru á samfélagsmiðlum, að sjá endalaust af mjög auðveldri pastauppskrift á netinu sem samanstóð af tómötum, hvítlauk og fetaosti. Ég vissi strax að ég yrði að gera þessa uppskrift vegan með violife greek white block ostinum þar sem ég hef mjög góða reynslu af honum. Ég prófaði að gera vegan útgáfu af pastanu fyir u.þ.b. mánuði síðan og er þetta ein sú auðveldasta uppskrift sem ég veit um.

Pastað kom ótrúlega vel út með vegan ostinum og eftir að ég deildi með ykkur myndbandi af því á Instagram fékk ég fullt af spurningum út í uppskriftina svo ég ákvað að koma henni hérna inn fyrir ykkur. Ég hef eldað þennan rétt margoft síðustu vikurnar og mér finnst þetta vera fullkomin réttur þegar ég veit ekki hvað ég á að hafa í matinn eða nenni ekki að elda. Ég einfaldlega hendi pasta í pott, restinni af hráefnunum inn í ofn og blanda þessu síðan saman hálftíma seinna. Alveg fullkomið þegar það er mikið að gera.

IMG_0183.jpg

Hréfni (fyrir 4):

  • 300 gr pasta

  • 4 msk olífuolía

  • u.þ.b. 300 gr af kirsuberjatómötum eða öðrum litlum tómötum

  • 1 pakki violife greek white block

  • 3 hvítlauksrif

  • 1 msk óregano eða aðrar ítalskar jurtir

  • Smá fersk basilíka (má sleppa)

  • Vel af salti

Aðferð:

  1. Setjið ólífuolíu, tómatana í hvítlauksrifin í eldfast mót eða pönnu sem má fara í ofn. Ég hef hvítlauksrifin heil með hýðinu á. Hrærið tómatana saman við olíuna og myndið síðan gat í miðju mótinu fyrir ostin. Leggið heilan ost í mitt formið og hellið örlítið af olíu yfir hann. Stráið saltinu og óreganóinu yfir ostinn og tómatana.

  2. Bakið í 200°C heitum ofni í 25-30 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tómatarnir orðnir vel grillaðir að ofan.

  3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum á meðan að tómatarnir og osturinn eru í ofninum.

  4. Takið ostinn úr ofninum, pressið hvílauksrifin úr hýðinu og takið það frá. Stappið tómatana og hvítlaukinn vel saman við gríska ostinn og hellið síðan pastanum út í og blandið vel saman. Rífið nokkur basilíkulauf yfir og bætið við smá salti ef ykkur finnst það þurfa.

IMG_0179.jpg

-Njótið vel og takk fyrir að lesa. <3

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á íslandi

 
violife-logo-1.png
 

Lasagna rúllur með Sacla Italia sósum.

Uppskrift vikunnar er af fullkomnum kósý heimilismat. Ég elska að elda pottrétti og góða ofnrétti þegar fer að hausta og núna er akkúrat sá tími ársins sem mikið af grænmeti er sem best. Því er fullkomið að elda góða grænmetisrétti sem hafa grænmeti í aðalhlutverki. Mig langaði akkúrart að gera þannig rétt núna í vikunni þar sem ég hef mikið verið að deila “kjöt”líkis uppskriftum síðustu vikur.

Þessar nýju vegan sósur frá Sacla Italia eru fullkomnar í ítalska matargerð og gera þær eldamennsku extra einfalda og þægilega. Ég ákvað að fara smá óhefðbundna leið að lasagna í þetta skiptið og gera lasagna rúllur en það kom ekkert smá á óvart hvað það var auðvelt og hversu vel það kom út. Þessi réttur er svo ótrúlega fallegur í fatinu og svo þægilegt að skammta hverjum og einum, sér rúllu.

Í þetta skiptið fór ég aðeins óhefðbundnari leið með hvítu sósuna en í staðin fyrir að gera hvíta sósu frá grunni eða nota rjómaost líkt og ég hef oft gert áður ákvað ég að nota frábæru CH**SE sósuna frá Sacla. Ég prófaði mig áfram með tófu þar sem mér fannst vanta smá upp á áferðina á réttinum og koma það fullkomlega út að stappa eða mylja niður tófú og hræra ostasósunni saman við. Áferðin minnir svolítið á kotasælu en það var alltaf notuð kotasæla í lasagna á mínu heimili þegar ég var lítil.

Hráefni

  • 8-9 lasagna plötur

  • Fylling:

    • 1 dl linsubaunir

    • 1 sveppakraftur

    • 2-3 hvítlauksgeirar

    • 1/2 kúrbítur

    • 1/2 laukur

    • 2-3 gulrætur

    • 2-3 sellerístangir

    • 2 msk ítalskar juritr (t.d. oreganó, basil og smá tímían blandað saman)

    • 1 teningur grænmetiskraftur

    • salt og pipar

    • 2 krúkkur Vegan Bolognese sósa frá Sacla

    • 1-2 dl vatn

  • 1-2 dl vegan ostur (má sleppa)

  • Hvít sósa

    • 1 krukka VEGAN CH**SE sósan frá Sacla Italia

    • 100 gr tófú

    • 2-3 dl eða sirka 2 lúkur af spínati

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk laukduft

    • 2 msk þurrkurð steinselja

  • 1-2 dl vegan ostur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja linsubaunirnar, sveppakraftin og vel af vatni í pott og sjóða í sirka 20 mínútur.

  2. ´Á meðan að linsurnar sjoða skerið allt grænmetið ´í fyllinguna niður ´í sm´áa teninga og pressið hvítlaukinn. Steikið grænmetið upp úr olía í góðar 10 mínútur á vægum hita eða þar til það fer að mýkjast vel. Bætið ítölsku jurtunum, salti og pipar út í og hrærið saman við ásamt linsubaunum. Steikið þetta áfram í nokkrar mínútur í viðbót.

  3. Bætið Bolognese sósunum út í ásamt 1-2 dl af vatni og leyfið suðunni að koma upp. Smakkið til og slökkvið síðan undir.

  4. Myljið tófúfið í skál með höndunum eða stappið það vel með gaffli og saxið spínatið niður frekar smátt.

  5. Hrærið ölum hráefnunum fyrir hvítu sósunni saman við tófúið og spínatið og setjið til hliðar

  6. Setjið vel af vatni í stóran pott ásamt smá olíu og salti og látið suðuna koma upp. Þegar vatnið fer að sjóða setjið þá lasagna plöturnar eina af annari út í vatnið og leyfið þeim að sjóða í 6-8 mínútur.

  7. Setjið lasagna plöturnar yfir í volgt vatn og passið að þær séu ekki fastar saman. Ef þær festast aðeins saman er ekki mál að taka þær varlega í sundur ofan í volgu vatni.

  8. Setjið smá fyllingu í botninn á eldföstu móti

  9. Takið eina lasagnaplötu í einu, smyrjið á hana vel af hvítri sósu og síðan fyllingu og rúllið henni varlega upp og raðið þessu þétt saman í eldfasta mótið.

  10. Geymið örlítið af fyllingu og hvítri sósu til að smyrja aðeins yfir og stráið síðan ostinum yfir allt saman í lokinn ef fólk kýs að nota ost.

  11. Bakið í ofni við 220°C í 10 til 15 mínútur eða þar til efsta lagið er orðið fallega gyllt.

Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að útbúa þennan rétt og hann kemur fólki alltaf á óvart þar sem hann er svo fallegur í fatinu og ótrúlega brgaðgóður. Ég mæli með því að bera hann fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

-Njótið vel

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi

 
Sacla_HR.png
 

Mexíkóskt lasagna

IMG_1608.jpg

Hæ!

Ég hef hlakkað lengi til að deila með ykkur uppskriftinni af þessu gómsæta mexíkóska lasagna. Þetta er einn af þessum réttum sem er virkilega einfalt að útbúa en smakkast á sama tíma svakalega vel. Það er eitt það besta sem ég veit, að elda einfaldan mat sem samt smakkast ótrúlega vel.

Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í þessa uppskrift. Við höfum unnið svolítið með Hagkaup síðustu mánuði og við erum alveg ótrúlega ánægðar með það. Úrvalið hjá þeim af vegan mat er gríðarlega flott og alltaf jafn gaman að sjá eitthvað nýtt og spennandi hjá þeim að prófa.

IMG_1568.jpg

Nú er mánudagur og ný vika að hefjast en eins og hjá mörgum öðrum hafa dagarnir svolítið runnið í eitt síðasta mánuðinn. Það hefur því ekki verið jafn auðvelt að skilja helgina frá skólavikunni. Við Siggi höfum þó reynt að halda okkur við okkar rútínu yfir vikuna og gera eitthvað svolítið öðruvísi um helgar. Við pössum okkur t.d. á því að gera okkur helgarbröns eins og við erum vön og kaupum vel inn fyrir vikuna af mat svo auðvelt sé að gera góðan matseðil. Ég viðurkenni að þetta ástand hefur haft áhrif á mig og ég hef stundum orðið kvíðin yfir þessu öllu saman. Mér hefur því þótt mikilvægt að hafa matarræðið og svefninn í góðu lagi og hef fundið að það gerir gæfumun.

IMG_1580.jpg

Eitt af því sem hefur haldið geðheilsunni minni í lagi síðustu vikur er nýi áhugi minn á súrdeigi. Mér líður hálf kjánalega að segja frá því, það virðast allir annaðhvort vera byrjaðir á fullu í súrdeiginu eða orðnir dauðþreyttir á því að sjá þetta á öllum miðlum. Mig hefur langað að gera súrdegi lengi og um áramótin strengdi ég ein heit. Að læra að gera súrdeigsbrauð. Ég hef svo haldið áfram að fresta því þar til fyrir rúmri viku þegar ég ákvað loksins að slá til og byrja að búa til súr.

Akkúrat viku seinna bakaði ég mitt fyrsta súrdeigsbrauð sem var svo dásamlega gott og fallegt. Í þessum töluðu orðum liggur brauðdeig í hefunarkörfum inni í ísskáp og ég skelli þeim í ofninn á eftir. Ég skil það loksins hvernig fólk getur fengið þetta á heilann. Þegar ég byrjaði að lesa mér til um þetta og skoða allskonar myndbönd fannst mér þetta líta nánast ógerlegt út. Endalaust vesen, súr, levain, “stretch and fold”, formótun, mótun, hefunarkörfur, steypujárnspottur.. Mér fannst nánast eins og allt þetta stúss gæti ekki verið þess virði. EN nú þegar ég hef bakað mitt fyrsta brauð og borðað það fatta ég þetta. Þetta var í fyrsta lagi ekki jafn mikið vesen og ég hélt. Það þarf vissulega að gera ýmislegt en það tekur alltaf lítinn tíma í einu og svo fær þetta að bíða. Í öðru lagi er þetta miklu betra (að mínu mati) en allt annað brauð. Ég get nefnilega ekki keypt nýbakað súrdeigsbrauð þar sem ég bý. Ég get því sagt að ég er mjög spennt fyrir þessu nýja áhugamáli mínu.

IMG_1593.jpg

En færsla dagsins snýst ekki um súrdeigsbrauð heldur þetta gómsæta mexíkóska lasagna. Í stað pasta nota ég tortilla pönnukökur og ofan á lasagnað ákvað ég að setja tortillaflögur sem gaf réttinum þetta góða “crunch”. Þegar það var komið úr ofninum toppaði ég það með lárperu, fljótlegu fersku tómatsalsa, fersku kóríander og vegan sýrðum rjóma. Þetta gaf réttinum dásamlegan ferskleika. Þetta er hinn fullkomni réttur til að bjóða uppá í matarboði en er líka frábær sem góður kvöldmatur!

IMG_1601.jpg

Mexíkóskt lasagna

Hráefni:

  • Olía til að steikja uppúr

  • 5-6 meðalstórar tortillapönnukökur

  • 1 pakki (ca 300 gr) vegan hakk (þarf ekki að vera nákvæmlega 300 en þeir eru yfirleitt í kringum það. Ég mæli mikið með hakkinu frá Anamma)

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1-1 1/2 paprika

  • 1-2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk cuminduft

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1 tsk laukduft

  • 2 krukkur salsasósa (ég nota þær frá Santa Maria)

  • 2 dl tómatpassata

  • 100 gr svartar baunir úr dós

  • 100 gr maísbaunir (ég mæli með frosnum maísbaununum frekar en þeim í dós)

  • 1 pakki vegan rjómaostur (ég setti helminginn í fyllinguna og restina ofan á áður en ég bakaði lasagnað). Mæli með Oatly

  • salt og pipar

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk

  • Tortillaflögur

Hugmyndir af hlutum til að toppa með eftir á:

  • Lárpera

  • Vegan sýrður rjómi. Mæli með Oatly

  • Ferskt tómatsalsa (ég gerði mjög einfalda útgáfu þar sem ég blandaði saman ferskum tómötum, rauðlauk, lime safa, kóríander og salti)

  • Ferskt kóríander

  • Lime safi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Hitið olíu á pönnu eða í potti.

  3. Bætið hakkinu út í. Vegan hakk má elda beint úr frystinum og þarf því ekki að láta þiðna. Steikið hakkið í nokkrar mínútur.

  4. Saxið rauðlaukinn og pressið hvítlaukinn og bætið út í. Steikið þar til laukurinn hefur mýskt svolítið.

  5. Bætið paprikunni út í og steikið í nokkrar mínútur.

  6. Bætið kryddum út í og hrærið saman við.

  7. Hellið salsaósu og tómatpassata út í og leyfið þessu að malla í sirka 10 mínútur.

  8. Skolið svörtu baunirnar í sigti undir vatni til að ná af þeim safanum úr dósinni. Bætið þeim út í fyllinguna ásamt maís og helmingnum af rjómaostinum. Það má vissulega setja hann allan út í en mér fannst mjög gott að spara helminginn og setja ofan á áður en ég setti réttinn í ofninn. Leyfið að malla í sirka 5 mínútur eða þar til rjómaosturinn hefur bráðnað vel í fyllingunni.

  9. Saltið og piprið eftir smekk

  10. Skerið niður tortillapönnukökurnar í ræmur eða eftir því sem passar best í ykkar eldfasta mót.

  11. Setjið fyllingu í botninn á forminu, raðið svo pönnukökum yfir og endurtakið þar til fyllingin er búin.

  12. Stráið örlítið af vegan osti yfir, raðið tortillaflögum yfir ostinn, því næst restinni af rjómaostinum (ég hitaði minn örlítið í litlum potti svo auðvelt væri að setja hann yfir), og á endanum aðeins meira af vegan osti.

  13. Setjið inní ofn og bakið í sirka 25 mínútur eða þar til osturinn ofan á er orðinn gylltur og fínn.

  14. Toppið með því sem ykkur lystir. Þið sjáið mínar hugmyndir hér að ofan, en mér finnst gera mikið fyrir réttinn að bæta þessu ferska yfir.

Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að ykkur líki uppskriftin vel!

Helga María

 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png