Gómsætt taco með heimagerðum tortilla pönnukökum

Heimagerðar tortilla kökur er sintaklega einfalt að gera heima.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af heimagerðum tortilla pönnukökum sem er tilvalið að bera fram með æðislegu “kjúklingalundunum” frá VFC. Einfaldur, hollur matur sem allir elska. Við eigum alltaf til þessa vöru í frysti til að geta græjað einfaldan kvöldmat á stuttu tíma þegar mikið er að gera. Að þessu sinni bárum við tacoið fram með sýrðum rjóma, fersku avókadó og tómötum, pikkluðum lauk og ferskum kóríander ásamt VFC “kjúklingalundum”. Uppskrift af pikkluðum rauðlauk má finna hér.

Gómsætt taco með VFC "kjúklingalundum" og einföldum heimagerðum tortilla pönnukökum

Gómsætt taco með VFC "kjúklingalundum" og einföldum heimagerðum tortilla pönnukökum
Fyrir: 3-4
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 25 MinEldunartími: 12 Min: 37 Min

Hráefni:

EInfaldar tortilla pönnukökur
Taco fylling með VFC "kjúklingalundum"

Aðferð:

Einfaldar tortilla pönnukökur
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hnoðið í höndunum þar til slétt kúla hefur myndast
  2. Leyfið deiginu að hvíla í 15 mínútur
  3. Skiptið í 8 litlar kúlur
  4. Fletjið í þunnar kringlóttar pönnukökur
  5. Hitið pönnuna í smá stund og dýfið eldhúsbréfi í smá olíu og strjúkið yfir pönnuna.
  6. Steikið hverja pönnuköku í sirka 40 sek til múnútu á hverri hlið eða þar til þær byrja aðeins að brúnast.
Taco fylling með VFC "kjúklingalundum"
  1. Hitið VFC lundirnar í 220°C heitum ofni í um 12 mínútur.
  2. Undirbúið hin hráefnin og raðið saman taco eftir því hvað hver og einn vill.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við VFC á íslandi -

Klassískt ceasar salat


Klassískt ceasar salat í vegan útgáfu með VFC “kjúklinga”lundum

Ótrúlega gott, einfalt salat með vegan ceasar dressingu. Ég elska að fá mér gott salat á sumrin en þetta er akkúrat fullkomið sumarsalat að mínu mati. “kjúklinga”lundirnar frá VFC passa fullkomlega í salati en þær eru með stökkum, bragðgóðum hjúp sem gefur salatinu extra “kröns”. Uppskriftin er fyrir eitt salat sem er nóg sem heil máltíð og svo er ekkert mál að margfalda eftir því hversu margir munu borða.


Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu

Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 22 Min: 32 Min

Hráefni:

Ceasar salat
Heimagerð vegan ceasar dressing

Aðferð:

Ceasar salat
  1. Byrjið á því að rista brauðteningana við 220°C á grillstillingu í ofni. Fylgist vel með og hristið þá aðeins til þegar þeir eru orðnir gullnir efst. Þetta tók sirka 6 mínútur á hvorri hlið hjá mér, 12 í heildina.
  2. Setjið VFC lundirnar í ofn á 200°C í 14 mínútur
  3. Útbúið sósuna.
  4. Skerið salatið niður, setjið út í brauðteninga og lundirnar. Blandið sósunni vel saman við og rífið parmesan yfir.
Heimagerð vegan ceasar salat
  1. Blandið öllum hráefnum nema vatninu saman í skál. Bætið örlitlu vatni út í þangað til þið fáið þá þykkt sem þið viljið. Smakkið til með salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi fersla er unnin í samstarfi við VFC -

Ítölsk samloka með grænu pestói

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af svokallaðri “pizzasamloku” sem er ótrúlega einfalt að gera frá grunni og er ómótstæðilega gómsæt. Samlokan er með ítölskum innblæstri, einföldu áleggi sem leikur við bragðlaukana.

Þessi skemmtilega samloka hefur verið mjög vinsæl á samfélagsmiðlum á síðustu misserum og langaði mig því að prófa að gera mína eigin og gera hana á vegan máta. Það er alls ekkert mál með græna pestóinu frá sacla og góðum vegan ostum.

Í samlokuna setti ég vegan rjómaost, grænt pestó frá Sacla Italia sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, klettasalat, tómata, pikklaðan rauðlauk, vegan parmesan og balsamik edik. Græna pestóið er bragðmikið og passar fullkomlega með ferskum tómötunum, klettasalatinu og parmesaninum. Rjómaosturinn gefur samlokunni rjómakenndan grunn. Það má þó að sjálfsögðu leika sér að vild með fyllingu í samlokuna og nota hvað sem leynist í skápunum heima.

Fyrir ekki svo löngu keypti ég mér pizzastál en það hefur verið ein bestu kaup sem ég hef gert lengi og hefur sett pizzabaksturinn á heimilinu upp á nýjar hæðir. Það gerir heimagerðar pizzur svo ótrúlega góðar og baksturinn svo einfaldan. Þessa samloku þarf til dæmis ekki að baka nema í sirka 6-7 mínútur og verður botnin stökkur að utan og mjúkur að innan.

Ítölsk pestó samloka

Ítölsk pestó samloka
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 Min: 1 H & 30 M: 1 H & 40 M
Dásamleg, einföld ítölsk samloka með grænu pestói. Skemmtileg loka til að bjóða uppá í matarboðum eða hvers konar hittingum eða til að brjóta upp á hversdagslegan kvöldmat.

Hráefni:

Pizzadeig f/ 1 samloku
Ítölsk pestó samloka
Pikklaður rauðlaukur

Aðferð:

Pizzadeig
  1. Hrærið þurrgerinu og sykrinum saman við volgt vatnið
  2. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hnoðið saman í hrærívél eða höndunum
  3. Gerið kúlu úr deiginu og leyfið því að hefast í 40-60 mínútur.
  4. Slátið kúluna niður og hnoðið aðeins. Rúllið aftur í kúlu og leyfið því að hefast aftur í 15 mínútur. (Ef þið gerið meira en eina samloku í einu þá er það hér sem þið skiptið deiginu í jafn margar kúlur og samlokurnar eiga að vera og leyfið þeim síðan að hefast í 15 mínútur)
  5. Notið hendurnar til að "fletja" út deigið með því að þrýsta því út í kantana og í hringi og móta það þannig í hringlaga deig (hægt að sjá á instagram hjá okkur myndband)
  6. Setjið örlítið af ólífuolíu yfir botnin og brjótið hann saman
  7. Ég baka deigið á pizzastein/pizzastáli og þá þarf það einungis um 6-7 mínútur í ofninum. Ef deigið er bakað á venjulegri plötu verið búin að forhita ofninn í 220°C og bakið síðan bökuna í 18-20 mínútur eða þar til hún verður fallega gyllt að ofan.
Ítölsk pestó samloka
  1. Smyrjir vel af rjómaosti og grænu pestói inn í brauðið. Setjið restinni af hráefnunum í því magni sem hver og einn vill í samlokuna. Berið fram.
  1. Skerið laukinn niður í þunna strimla. Ekki saxa hann. Ég sker hann í tvennt og svo í strimla.
  2. Blandið sykri, vatni og ediki saman í pott og látið hitna þannig að sykurinn leysist upp.
  3. Setjið laukinn í hreina krukku og hellið vökvanum yfir.
  4. Látið standa í klukkustund.
  5. Laukurinn geymist í allt að 2 vikur í ísskáp.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla á Íslandi -

 
 

Kalt kínóasalat með hnetusmjörssósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að virkilega fljótlegu og einföldu köldu kínóasalati með hnetusmjörssósu. Salatið er fullkomið sem bæði kvöldmatur og hádegismatur og hentar vel í nestisboxið þar sem það er borið fram kallt. Það er stútfullt af góðu grænmeti og sósan er bragðmikil og góð og inniheldur hnetusmjör, sojasósu, hvítlauk, engifer, sesamolíu og hlynsíróp. Virkilega gott!

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Kikkoman og við notuðum sojasósuna frá þeim í sósuna. Sojasósan þeirra er okkar “go to” og við notum hana mikið í allskyns matargerð. Við erum því alltaf jafn spenntar fyrir því að vinna með þeim.

Hnetusmjörssósan er algjört lostæti og við elskum að nota hana í allskonar núðlurétti, salöt, tófúrétti og hrísgrjónarúllur. Fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir jarðhnetum er ekkert mál að nota annað hvort tahini eða möndlusmjör.

Grænmetið sem við notuðum í þetta skipti var paprika, edamamebaunir, gulrætur, rauðkál, vorlaukur og kóríander. Það má að sjálfsögðu leika sér endalaust með það og nota það sem manni lystir. Þetta salat er einnig tilvalið til að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum.

Við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin. Þetta er réttur sem við systur höfum verið með algjört æði fyrir í langan tíma. Endilega látið okkur vita í kommentunum hvað ykkur finnst!

Kínóa salat með hnetusmjörssósu

Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 20 Min: 30 Min

Hráefni:

  • 1 1/2 dl óeldað kínóa
  • 1/2 rauð paprika
  • 2 litlar gulrætur (eða 1 stór)
  • 2 vorlaukar
  • Sirka 1 dl af þunnt skornu rauðkáli
  • 1 dl edamame (passa að kaupa afhýddar)
  • fersk kóríander (magn eftir smekk, má sleppa)
  • Hnetusmjörssósa
Hnetusmjörssósa
  • 1 dl hnetusmjör
  • 1 dl vatn
  • 1/2 dl KIKKOMAN soya sósa
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 cm engiferrót
  • 1 msk sesam olía
  • 1 msk hlynsíróp
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða kínóað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Sjóðið edamame baunirnar í vatni í 4-5 mínútur og setjið til hliðar og leyfið að kólna.
  3. Skerið í þunna strimla gulrætur, papríku, rauðkál, vorlauk og kóríander.
  4. Útbúið sósuna.
  5. Blandið öllu saman í stóra skál.
Hnetusmjörssósa
  1. Byrjið á því að hræra saman vatninu og hnetusmjörinu en það tekur smá tíma að ná því sléttu.
  2. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.
  3. Smakkið til með salti og pipar, en einnig má bæta við smá soyasósu ef hver og einn vill.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Færslan er unnin í samstarfi við Kikkoman-

 
 

Fljótlegt kartöflusalat með rauðu pestói

Uppskrift dagsins er af kartöflusalati með rauðu pestói, radísum, vorlauk, ristuðum furuhnetum, sítrónusafa og sítrónuberki. Kartöflusalatið er einstaklega fljótlegt og passar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti með t.d. góðum grillmat.

Færsla dagsins er í samstarfi við Sacla á Íslandi og við notuðum rauða tómatpestóið þeirra í kartöflusalatið. Þessi uppskrift er jafn góð með rauðu og grænu pestói en við vorum í stuði fyrir það rauða í þetta sinn. Við elskum pestóin og sósurnar frá Sacla og erum alltaf jafn spenntar fyrirn því að fá að vinna með þeim.

Oft eru kartöflusalöt gerð úr soðnum kartöflum og majónesi, en við vildum breyta út af vananum og bökuðum kartöflurnar í ofni upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Eins slepptum við því alfarið að setja majónes í salatið og vildum hafa það aðeins léttara.

Í salatið settum við þunnt skornar radísur, vorlauk og ferska basiliku. Planið var að hafa klettasalat líka, en við gleymdum því. Ég get ímyndað mér að það komi mjög vel út í salatinu. Sítrónusafinn og börkurinn gefa salatinu mjög ferskt og gott bragð.

Ristuðu furuhneturnar gefa salatinu svo þetta extra “krisp.” Það má að sjálfsögðu skipta þeim út fyrir t.d. kasjúhnetur, valhnetur, graskers- eða sólblómafræ. Ég mæli þó mikið með að hafa eitthvað stökkt í salatinu.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin. Endilega skellið kommenti undir færsluna ef þið prófið.

-Veganistur

Kartöflusalat með rauðu pestói

Kartöflusalat með rauðu pestói
Höfundur: Helga María
Fljótlegt kartöflusalat með rauðu pestói, radísum, vorlauk, ristuðum furuhnetum, sítrónusafa og sítrónuberki. Kartöflusalatið er einstaklega fljótlegt og passar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti með t.d. góðum grillmat.

Hráefni:

  • 1 kg af íslenskum kartöflum
  • Olía að steikja upp úr
  • Salt og pipar
  • 3/4 krukka af rauðu eða grænu vegan pestó frá Sacla
  • 1 poki af radísum (ca 125 gr)
  • 1-2 vorlaukar
  • Fersk basilika eftir smekk
  • 1 msk sítrónusafi
  • Börkur af hálfri sítrónu
  • Ristaðar furuhnetur eftir smekk
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn i 220°c.
  2. Skerið kartöflurnar í tvennt, stráið olíu, salti og pipar yfir og bakið á ofnplötu í 30 mínútur eða þar til þær hafa fengið gylltan lit og eru mjúkar í gegn.
  3. Skerið niður vorlauk og basiliku og sneiðið radísurnar.
  4. Leyfið kartöflunum að kólna aðeins og setjið þær svo í stóra skál ásamt pestói, grænmetinu, sítrónusafa og rifnum sítrónuberki.
  5. Ristið furuhneturnar í nokkrar mínútur á pönnu og passið að þær brenni ekki.
  6. Toppið salatið með ólífuolíu, furuhnetum, salti og pipar. Smakkið til hvort þið viljið bæta einhverju við.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Sacla á Íslandi-

 
 

Hummus með krydduðu hakki

-Samstarf-

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að hummus með krydduðu steiktu hakki, tómötum, lauk, steinselju, ristuðum furuhnetum og ólífuolíu. Þennan rétt er tilvalið að bera fram með volgu pítubrauði, steiktu pönnubrauði eða vefjum. Fullkomið þegar þið viljið gera hummusinn ykkar aðeins matarmeiri.

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi og við notuðum að sjálfsögðu hakkið frá þeim í uppskriftina. Við notum vörurnar frá Anamma virkilega mikið og hakkið þeirra er að okkar mati það langbesta á veganmarkaðnum. Við erum því alltaf jafn stoltar af því að fá að vinna með þeim.

Við systur elskum að útbúa stóran skammt af hummus og nota á brauð og í matargerð. Það er til dæmis virkilega gott að gera pastasósu úr hummus, en sósan verður virkilega rjómakennd og góð. Eins gerir hann samlokur og vefjur seðjandi og góðar. Í uppskrift dagsins má auðvitað nota keyptan hummus, það er líka dásamlega gott, en við mælum auðvitað mikið með að útbúa hann sjálf því það er bæði betra að okkar mati og ódýrara.

Eins og ég sagði er þetta hin fullkomna leið til að gera hummusinn matarmeiri. Ég smakkaði svipaðan rétt á veitingastað erlendis fyrir mörgum árum og varð mjög hrifin. Mér finnst mjög gott að toppa hummus með allskonar góðgæti.

Ef þið viljið fleiri hugmyndir mæli ég með þessu kúskússallati með hummus og steiktum kjúklingabaunum.

Ofan á hakkið settum við tómata, lauk, tabascosósu, ristaðar furuhnetur, steinselju og slatta af ólífuolíu. Það er auðvitað hægt að toppa með öllu því sem ykkur þykir gott, eða bera fram með salati. Ég get líka ímyndað mér að það sé mjög gott að setja smá tahinisósu yfir allt saman.

Takk kærlega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin.

Veganistur

Hummus með steiktu hakki

Hummus með steiktu hakki
Fyrir: 4-6
Höfundur: Helga María
Dásamlegur hummus með krydduðu steiktu hakki, tómötum, lauk, steinselju, ristuðum furuhnetum og ólífuolíu. Þennan rétt er tilvalið að bera fram með volgu pítubrauði, steiktu pönnubrauði eða vefjum. Fullkomið þegar þið viljið gera hummusinn ykkar aðeins matarmeiri.

Hráefni:

Steikt hakk:
  • Olía að steikja upp úr
  • 1 poki hakk frá Anamma
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk malað kóríanderkrydd
  • 1 tsk malað broddkúmen
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk laukduft
  • 1/2 tsk kanill
  • Salt og pipar
  • 1/2-1 dl vatn
Hummus:
  • 3 dósir kjúklingabaunir skolaðar
  • 2 dl tahini (ég mæli með að kaupa ekta tahini frá t.d. Instanbul market. það er langbest að mínu mati)
  • 3 hvítlauksgeirar
  • Safi úr enni sítrónu
  • 1/2-1 tsk broddkúmen
  • Salt eftir smekk. Mér finnst gott að salta hummusinn vel
  • 2 klakar
  • ískalt vatn eftir þörfum. Mér finnst gott að hafa vatn með klökum og bæta við 1 msk í einu ef hummusinn er of þykkur. Það fer mikið eftir bæði tahini og merki á baununum hversu þykkur hann er.
  • Hlutir að toppa með: Steikta hakkið, tómatar, laukur, tabascosósa, fersk steinselja eða kóríander, ristaðar furuhnetur, ólífuolía.
  • Gott að bera fram með: Pítubrauði, djúpsteiktum pítuflögum, vefjum, steiktu pönnubrauði.

Aðferð:

Steikt hakk:
  1. Hitið olíu á pönnu.
  2. Bætið hakkinu út á og steikið í sirka 2 mínútur.
  3. Bætið pressuðum eða rifnum hvítlauk út á ásamt kryddunum og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.
  4. Bætið vatninu á pönnuna og steikið þar til það er gufað upp og hakkið orðið tilbúið.
Hummus:
  1. Skolið kjúklingabaunirnar og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefnunum. Bætið vatni við eftir þörfum á meðan matvinnsluvélin vinnur.
  2. Bætið við salti og kryddum eftir smekk.
  3. Smyrjið á fat og toppið með hakkinu og því sem ykkur langar í. Hugmyndir sjáiði hér að ofan.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Vegan jógúrtskál með heimagerðu granóla, marmelaði og ávöxtum

-Samstarf-

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að jógúrtskál með heimagerðu granóla, kókosjógúrt, mangó- og ástaraldinmarmelaði og ferskum ávöxtum. Þetta er tilvalinn morgunmatur og passar einnig vel sem millimál þar sem í skálinni, eða glasinu í þessu tilfelli, er gríðarlegt magn af gómsætum og næringarríkum hráefnum. Granólað inniheldur meðal annars haframjöl, hnetur, möndlusmjör og hlynsíróp og kókosjógúrtin er virkilega mettandi og góð. Marmelaðið og ávextirnir gefa síðan ferska og góða sætu.

Færsla dagsins er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi og í jógúrtskálina notaði ég mangó- og ástaraldinmarmelaðið þeirra. Eitt af því sem ég elska mest við St. Dalfour marmelaðið, fyrir utan bragðið að sjálfsögðu, er að það inniheldur ekta ávexti og engan hvítan sykur. Ég kaupi það miklu frekar en hefðbundna sultu því mér finnst það mun ferskara og betra. Þess vegna er ég svo stolt af því að fá að vinna með þeim.

Við borðum jú með augunum og þess vegna finnst mér skemmtilegt að bera einfaldan morgunverð sem þennan fram á fallegan og skemmtilegan hátt. Áttu von á gestum í brunch? Þá er fullkomið að útbúa litlar skálar eða glös af jógúrt, granóla, marmelaði og ávöxtum. Það er fullkomið til að gefa smá ferskleika á móti restinni af brunchinum, sem oft er svolítið djúsí.

Vantar þig fleiri hugmyndir fyrir brunchinn? Prófaðu þá eftirfarandi:

Döðlupestó og pestósnúðar

Gósmætt kjúklingabaunasalat

Bestu vegan vöfflurnar

Vegan pylsuhorn

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að þér líki uppskriftin. Endilega taggaðu okkur á Instagram og skrifaðu athugasemd hér undir ef þú prófar. Við elskum að heyra frá ykkur! <3

-Helga María

Vegan jógúrtskál með heimagerðu granóla, mangó- og ástaralaldinmarmelaði og ávöxtum

Vegan jógúrtskál með heimagerðu granóla, mangó- og ástaralaldinmarmelaði og ávöxtum
Höfundur: Helga María
Geggjuð jógúrtskál með heimagerðu granóla, kókosjógúrt, mangó- og ástaraldinmarmelaði og ferskum ávöxtum. Þetta er tilvalinn morgunmatur og passar einnig vel sem millimál þar sem í skálinni, eða glasinu í þessu tilfelli, er gríðarlegt magn af gómsætum og næringarríkum hráefnum.

Hráefni:

Jógúrtskál með granóla, marmelaði og ávöxtum
  • Kóksjógúrt
  • Granóla - heimagert eða keypt (uppskrift hér að neðan)
  • Mangó- og ástaraldinmarmelaði frá St. Dalfour
  • Ferskir ávextir eftir smekk. Ég notaði mangó, kiwi og ferskjur. Ég toppaði svo með ristuðum kókosflögum.
Heimagert granóla
  • 4 dl haframjöl
  • 3 dl hnetur að eigin vali (ég notaði möndlur, heslihnetur og pistasíuhnetur)
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1 dl niðurskornar döðlur
  • 2 kúfaðar msk kókosolía
  • 1 kúfuð matskeið möndlusmjör
  • 1,25 dl hlynsíróp
  • smá salt

Aðferð:

Jógúrtskál með granóla, marmelaði og ávöxtum
  1. Berið annaðhvort fram í skál eða gerið eins og ég og setjið lög af öllu í skál eða glas og toppið með ávöxtum.
Granóla
  1. Hitið ofninn í 150°c
  2. Skerið hneturnar niður og setjið á skál með haframjöli og kókosmjöli.
  3. Setjið kókosolíu, möndlusmjör, hlynsíróp og smá salt í pott og hitið og hrærið í þar til það hefur bráðnað saman.
  4. Bætið út í skálina og hrærið saman við þurrefnin með sleif eða sleikju.
  5. Skerið döðlurnar niður og hrærið saman við.
  6. Bakið í 15 mínútur og hrærið þá varlega saman til að viðhalda "klumpum" í granólanu.
  7. Bakið í 5-10 mínútur í viðbót og takið svo út og látið kólna.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Uppskriftin er unnin í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

 
 

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af ótrúlega sumarlegu pastasalati. Þetta salat er virkilega bragðmikið og hentar fullkomlega á sumardegi, hvort sem það er í hádeginu, kvöldmat eða sem millimál. Salatið geymist einnig vel í kæli og er því tilvalið að eiga það til að grípa með sér.

Í salatinu eru alls konar hráefni sem saman gera það einstaklega bragðgott. Ég ákvað að nota stökka bacon bita en þeir eru bragðmiklir og innihalda vel af próteini. Síðan setti ég fetaost til að fá smá “creamy” áferð og milt bragð á móti beikon bitunum. Ferskjurnar bæta síðan við sætu og toppaði ég það síðan með ótrúlega bragðgóðri salat dressingu frá hagkaup sem er slgjört must.

Ég elska svona rétti sem hægt er að gera mikið af í einu og eiga afgang í nesti daginn eftir en þetta salat er einnig alveg fullkomið til að eiga í ísskápnum til að grípa í. Það geymist mjög vel og er gott í tvo daga í ísskáp eftir að það er búið til. Þetta er hinn fullkomni sumarréttur sem tekur enga stund að græja.

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu
Fyrir: 4
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 HourEldunartími: 12 Hour: 22 Hour
Virkilega sumarlegt og einfalt pastasalat með stökkum "beikon" bitum, ferskjum, vegan fetaosti, fersku grænmeti og hvítlauks vinagrette dressingu.

Hráefni:

  • 300 gr pastaslaufur
  • 150 gr vegan bac*n bits frá oumph
  • sirka 15 gr af vegan smjöri
  • 1 pakki vaxa salatblanda
  • 1 lítill kassi kirsuberjatómatar
  • 1/3 gúrka
  • 1/3 violife fetaosta kubbur
  • 1/2 rauðlaukur
  • 2 þroskaðar ferskjur
  • 1 flaska hvítlauks vinagrette dressing frá stonewall kitchen

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pastað eftir leiðbeiningunum á pakkningunum. Kælið pastað vel með köldu vatni þegar það er alveg soðið.
  2. Steikið bac*n bitana upp úr vegan smjöri þar til þeir verða smá stökkir. Setjið til hliðar.
  3. Saxið salatið niður. Skerið gúrkuna, ferskjurnar og fetaostin í kubba. Skerið tómatana og tvennt og saxið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar.
  4. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið. Hellið sósunni yfir og hrærið vel saman við.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin þar -

 
 

Vegan skonsur með smjöri og sítrusmarmelaði

-Samstarf-

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af nýbökuðum skonsum (e. scones) bornum fram með smjöri og sítrusumarmelaði. Skonsurnar eru virkilega einfaldar og fljótlegar en það tekur innan við 30 mínútur að útbúa þær og þær innihalda 5 hráefni sem flestir eiga alltaf til heima. Fullkomnar að bera fram sem morgunmat um helgar.

Skonsur eru mjög vinsælar hérna í Svíþjóð og einmitt oft bakaðar um helgar. Íslenska nafnið gæti eflaust ruglað einhvern þar sem við þekkjum skonsur sem þykkar pönnukökur. Þessar skonsur minna þó meira á brauð og er hægt að leika sér endalaust með deigið. Það er bæði hægt að hafa þær saltar eins og ég gerði núna eða bæta smá sykri í deigið og jafnvel súkkulaði. Eins má nota jógurt í staðinn fyrir mjólk. Ég hef smakkað sætar scones og þær voru alls ekki síðri.

Eins og ég sagði tekur enga stund að útbúa skonsur og í rauninni er best að hræra og hnoða deigið alls ekki of mikið. Þegar mjólkinni hefur verið bætt út í er best að hræra henni saman við þurrefnin hratt í mjög stutta stund og færa deigið svo yfir á eldhúsborðið og hnoða það létt saman. Það þarf alls ekki að líta fullkomlega slétt út (sjá myndirnar að ofan).

Deiginu skipti ég í tvennt og flet út tvær kökur sirka 2-3 cm þykkar með höndunum. Ég sker svo hverja köku í fjóra bita með hníf og sting í þær með gaffli.

Úr koma þessar gómsætu skonsur sem eru langbestar bornar fram nýbakaðar og volgar. Fullkomnar á morgunverðarborðið um helgina.

Færsla dagsins er í samstarfi við St. Dalfour, en þegar ég smakkaði sítrónu- og límónumarmelaðið frá þeim var það fyrsta sem mér datt í hug að það væri örugglega fullkomið á nýbakaðar skonsur. Ég dreif mig inn í eldhús og hófst handa við að prófa og viti menn, ég hafði rétt fyrir mér. Marmelaðið er dásamlega gott og þar sem það inniheldur sítrónur og lime hefur það einstaklega ferskt bragð. Ég smurði góðu vegan smjöri undir og toppaði með marmelaðinu og það var algjör draumur.

Takk fyrir að lesa og ég vona að þér líki uppskriftin

-Helga María

Vegan skonsur

Vegan skonsur
Fyrir: 6-8
Höfundur: Veganistur
Einfaldar og fljótlegar skonsur sem tekur innan við 30 mínútur að útbúa. Þær innihalda 5 hráefni sem flestir eiga alltaf til heima. Fullkomnar að bera fram sem morgunmat um helgar.

Hráefni:

  • 5 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk sykur
  • 60 gr kallt smjörlíki
  • 2 dl vegan mjólk að eigin vali (ég notaði sojamjólk)
  • Hitið ofninn í 250°c undir og yfir hita.
  • Hrærið þurrefnunum saman í stórri skál
  • Skerið niður smjörlíkið og bætið útí og blandið saman við með fingrunum svo deigið verði eins og mylsna.
  • Hellið mjólkinni út í og hrærið hratt og stutt saman. Ekki hafa áhyggjur þó deigið sé klístrað.
  • Stráið hveiti á borð og færið deigið yfir á það. Hnoðið létt i stutta stund. Deilið hveitinu í 2 hluta og mótið kúlu úr hverjum hluta.
  • Setjið smjörpappír á ofnskúffu og fletjið deigið út með höndunum í kringlóttar kökur sirka 2-3 cm að þykkt.
  • Skerið 4 hluta úr deiginu. Það þarf ekki að skera alveg í gegn (sjá mynd að ofan) og stingið í kökuna með gaffli. Bakið í miðjum ofninum í 10-15 mínútur eða þar til þær hafa fengið örlítið gylltan lit.
  • Berið fram með því sem ykkur lystir.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur


-Uppskriftin er unnin í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

Þeyttur vegan fetaostur með fíkjusultu og ristuðum pekanhnetum

Í dag deili ég með ykkur uppskrift af hátíðlegum þeyttum vegan fetaosti toppuðum með fíkjusultu (eða marmelaði), ristuðum pekanhnetum og rósmarín. Þetta er hinn FULLKOMNI forréttur yfir hátíðirnar og passar einnig dásamlega í jólaboðið eða áramótapartýið. Það tekur enga stund að útbúa þessa dásemd og enn styttri tíma að úða henni í sig.

Ég geri reglulega þeyttan fetaost og yfirleitt hef ég þeytt hann með sýrðum rjóma og notað sem meðlæti með mat. Í þetta sinn vildi ég gera hann aðeins hátíðlegri og jólalegri. Ég þeytti hann því með rjómaosti og eftir að hafa smakkað gómsætt fíkjumarmelaði um daginn vissi ég að það myndi passa fullkomlega með fetaostinum. Pekanhneturnar ofan á gerði ég með því að rista þær á pönnu upp úr ólífuolíu, hlynsírópi, sjávarsalti og fersku rósmarín. Lyktin sem fyllti eldhúsið á meðan ég ristaði hneturnar var ólýsanleg.

Toppurinn yfir i-ið var svo dill og graslaukssnakkið frá Finn crisp, en færsla dagsins er í samstarfi við Finn crisp á Íslandi. Ég er bókstaflega háð þessu snakki og samsetningin af þeytta fetaostinum og snakkinu er dásamleg. Ég á alltaf til poka af snakkinu uppi í skáp vegna þess að það slær alltaf jafn mikið í gegn þegar ég býð vinum uppá það með góðum ostum og sultu.

Ef þú vissir það ekki nú þegar er síðan okkar full af gómsætum uppskriftum að hátíðaruppskriftum fyrir jólin, hvort sem það er fyrir jólabaksturinn, jólaboðið, aðfangadagskvöld eða gamlárspartíið. Ef það er eitthvað sem þér finnst vanta geturðu sent okkur skilaboð og við sjáum hvort við getum ekki reddað því!

Ýttu hér til að finna geggjaðar jólauppskriftir!

Takk kærlega fyrir að lesa og ég vona innilega að þér líki uppskriftin. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef það er eitthvað.

-Helga María

Þeyttur vegan fetaostur með fíkjusultu og pekanhnetum

Þeyttur vegan fetaostur með fíkjusultu og pekanhnetum
Höfundur: Helga María
Þeyttur vegan fetaostur toppaður með fíkjusultu (eða marmelaði), ristuðum pekanhnetum og rósmarín. Þetta er hinn fullkomni forréttur yfir hátíðirnar og passar einnig dásamlega í jólaboðið eða áramótapartýið. Það tekur enga stund að útbúa þessa dásemd og enn styttri tíma að úða henni í sig.

Hráefni:

  • 1 stykki vegan fetaostur (ca 200 gr)
  • 1 dolla vegan rjómaostur (ca 150-250 gr)
  • Smá vegan mjólk ef þarf til að mýkja ostinn
  • 1 dl pekanhnetur
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 msk hlynsíróp
  • 2 tsk ferskt rósmarín
  • Gróft sjávarsalt
  • fíkjumarmelaði eða fíkjusulta
  • 1/2-1 tsk balsamikedik (má sleppa)
  • 1-2 pokar dill og graslaukssnakk frá Finn Crisp

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja fetaostinn og rjómaostinn í matvinnsluvél og blanda. Hellið örlítilli mjólk út í ef blandan er of þykk.
  2. Færið fetaostablönduna í skál eða fat sem þið berið fram í.
  3. Skerið niður pekanhnetur og rósmarín og ristið á pönnu upp úr ólífuolíu, hlynsírópi og smá salti í nokkrar mínútur. Takið af hellunni þegar sírópið hefur þykknað og hneturnar orðnar svolítið ristaðar. Það á ekki að taka langan tíma.
  4. Toppið fetaostinn með fíkjumarmelaðinu og bætið svo pekanhnetunum yfir. Setjið balsamikedik yfir og svo nokkra dropa af ólífuolíu og sírópi. Ég bætti svo við smá rósmarín og grófu salti til að skreyta.
  5. Berið fram með dill og graslaukssnakkinu frá Finn Crisp.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

-Þessi færsla er í samstarfi við Finn Crisp á Íslandi-

 
 

Einföld og fljótleg kúrbítsbuff með kaldri sósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að einföldum og fljótlegum kúrbítsbuffum með indverskum kryddum bornum fram með kaldri sósu. Buffin eru hinn fullkomni hversdagsmatur þar sem það tekur enga stund að útbúa þau. Aðal uppistaðan er zucchini og kjúklingabaunahveiti sem geriri þau stútfull af góðri næringu!

Ég hef verið í miklu kúrbítsstuði síðustu mánuði og finnst gott að nota þau í allskonar matargerð og bakstur. Margir fatta ekki hversu mikið hægt er að gera við zucchini en ég nota það í súpur, pottrétti, buff, ríf það út í hafragraut og kökudeig og elska að skera það niður þunnt og nota sem álegg á pizzu. Möguleikarnir eru virkilega endalausir!

Mér finnst virkilega gott að útbúa allskonar buff heima, hvort sem það eru grænmetisbuff, vegan hakkabuff eða baunabuff. Ég hef gert þessi buff á allskonar hátt. Stundum bæti ég við rifnum gulrótum, kartöflum eða hvítkáli. Ég nota í raun það sem ég á til heima að hverju sinni. Í þetta sinn vildi ég hafa þau frekar einföld en var í stuði til að setja þau í indverskan búning. Ég notaði engifer, túrmerík, garam masala, kóríanderkrydd, kúmmín, frosið kóríander og chili. Útkoman varð dásamleg.

Buffin steiki ég á pönnu upp úr smá olíu en það er auðvitað hægt að baka þau í ofni eða air fryer líka. Ef þið bakið þau mæli ég með því að bæta örlítilli ólífuolíu út í deigið. Ég bar buffin fram með gómsætri kaldri sósu sem ég gerði úr meðal annars vegan sýrðum rjóma, hvítlauk, frosnu kóríander og sítrónusafa. Sósan passar fullkomlega með buffunum að mínu mati. Ég bar einnig fram mangó chutney með en steingleymdi að hafa það með á myndunum því miður, en það kom virkilega vel út með buffunum líka.

Einföld kúrbítsbuff með kaldri sósu

Einföld kúrbítsbuff með kaldri sósu
Fyrir: 2-3
Höfundur: Helga María
Í dag deilum við með ykkur uppskrift að einföldum og fljótlegum kúrbítsbuffum með indverskum kryddum bornum fram með kaldri sósu. Buffin eru hinn fullkomni hversdagsmatur þar sem það tekur enga stund að útbúa þau. Aðal uppistaðan er zucchini og kjúklingabaunahveiti sem geriri þau stútfull af góðri næringu!

Hráefni:

Kúrbítsbuff
  • 100 gr kjúklingabaunahveiti
  • 20 gr hrísgrjónahveiti
  • 400 gr rifinn kúrbítur
  • 2 vorlaukar
  • 1 msk rifið engifer
  • 2 tsk garam masala
  • 1 tsk túrmerík
  • 1 tsk kúmmín
  • 1 tsk kóríanderkrydd
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 msk frosið kóríander
  • chiliflögur
  • salt og pipar
Sósan:
  • 2 dl vegan sýrður rjómi
  • 2 rifnir eða pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2 tsk frosið kóríander
  • 1 tsk laukduft
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 2 tsk ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

Kúrbítsbuff:
  1. Blandið kjúklingabaunahveiti, hrísgrjónahveiti, kryddum, lyftidufti, salti og pipar í skál.
  2. Rífið niður kúrbít, saxið vorlauk, rífið engifer og bætið út í skálina ásamt frystu kóríander og hrærið saman svo úr verði deig. Ég nota hendurnar við að hræra þessu saman.
  3. Hitið olíu á pönnu, búið til buff og steikið þar til þau fá gylltan lit.
Sósan:
  1. Blandið öllu saman í skál og berið fram með buffunum. Það er mjög gott að gera sósuna snemma svo hún geti fengið að standa aðeins í ísskápnum.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar þér uppskriftin!

-Helga María <3

Einföld og fljótleg bláberjabaka

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðri og einfaldri bláberjaböku sem er fullkomin fyrir alla fjölskylduna. Þetta er hinn fullkomni eftirréttur að gera þegar þú vilt gera eitthvað sætt og gott sem tekur stutta stund og þarfnast lítillar sem engrar fyrirhafnar. Ég mæli mikið með að gera þessa gómsætu bláberjaböku úr nýtíndum bláberjum, það er extra gott.

Færsla dagsins er í samstarfi við Til hamingju. Við systur elskum vörurnar frá þeim og skáparnir okkar eru fullir af allskonar þurrvörum frá þeim sem gott er að nota í bakstur eða matargerð. Við erum því einstaklega stoltar yfir því að fá að vinna með þeim.

Þessi uppskrift er ein af þeim sem hægt er að leika sér með. Það má skipta möndlunum út fyrir aðrar hnetur, til dæmis heslihnetur, eða fræ. Frystirinn minn er fullur af gómsætum bláberjum sem ég tíndi í skóginum síðustu vikur og þess vegna fannst mér tilvalið að nota þau í uppskriftina. Það má þó skipta þeim út fyrir til dæmis epli, nektarínur eða önnur ber.

Í uppskriftina nota ég engan hvítan sykur, mér finnst passa betur að setja hlynsíróp. Ég hef líka notað einungis döðlur sem sætu og líka blandað döðlum og smávegis af hlynsírópi. Allt smakkaði það ótrúlega vel, en mér finnst ég fá sem besta áferð með því að nota hlynsírópið.

Þegar ég sagði að uppskriftin væri einföld var ég alls ekki að grínast. Hitið ofninn í 180°c, Blandið í skál haframjöli, muldum möndlum, kókosmjöli, bræddu smjörlíki eða kókosolíu, hlynsírópi, smá salti og kanil. Hellið svo bláberjum í eldfast mót og hrærið maíssterkju og örlitlu hlynsírópi saman við. Toppið með haframjölsblöndunni og bakið í ofni í sirka hálftíma. TILBÚIÐ.

Toppið með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma. Ég get ímyndað mér að vegan vanillusósa sé líka virkilega góð með. Borðið sem eftirrétt, millimál, morgunmat jafnvel.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi líkar þér uppskriftin! <3

-Helga María

Einstaklega fljótleg og góð vegan bláberjabaka

Einstaklega fljótleg og góð vegan bláberjabaka
Fyrir: 6
Höfundur: Helga María
Þessi gómsæta vegan bláberjabaka er hinn fullkomni einfaldi eftirréttur. Það tekur enga stund að útbúa hana og hún er dásamlega góð borin fram með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma.

Hráefni:

  • 200 gr haframjöl frá Til hamingju
  • 50 gr kókosmjöl frá Til hamingju
  • 50 gr möndlur frá Til hamingju
  • 1 tsk kanill
  • Smá salt
  • 150 gr vegan smjörlíki
  • 1/2 dl hlynsíróp plús 1 tsk til að setja út í berin
  • 400 gr bláber - frosin eða fersk. Ég notaði frosin ber sem ég tíndi sjálf
  • 1 msk maíssterkja
  • Vegan vanilluís eða vegan þeytirjómi til að bera fram með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c undir og yfir hita.
  2. Blandið saman haframjöli, kókósmjöli, muldum möndlum (ég muldi mínar í matvinnsluvél en það er hægt að hakka þær smátt ef þið eigið ekki svoleiðis vél), kanil og salti í skál.
  3. Bætið við bræddu smjörlíki og hlynsírópi og hrærið saman við.
  4. Setjið bláberin í eldfast mót. Bætið saman við maíssterkju og hlynsírópi og hrærið svo það þekji berin vel.
  5. Stráið haframjölsblöndunni yfir og bakið í ofninum í sirka 30 mínútur eða þar til bakan fær gylltan og fínan lit.
  6. Berið fram með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur
 
 

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Til hamingju-

Falafel úr chana dal baunum

Síðan ég varð ólétt hef ég verið mikið að prófa mig áfram með fleiri baunarétti og svona aðeins “hollari” fæðu. Ég myndi segja að mataræðið mitt sé nú alveg frekar hollt yfir höfuð en ég á það til að elda mikið af soyakjöti og plana flestar máltíðir í kringum slík hráefni. Ég hugsa að partur af því sé til komið vegna þess að fyrst þegar við systur urðum vegan var lítið til að slíkum vörum og samanstóð mataræðið okkar eingöngu af grænmeti, ávöxtum, baunum, hnetum og fræjum. Þar af leiðandi opnaðist alveg nýr heimur fyir mér þegar vegan kjöt fór að vera í boði.

En eftir að ég varð ólétt hef ég aðeins verið að reyna að fara til baka og gera fleiri rétti úr minna unnum vörum og hef því verið að koma baunum meira og meira inn í mataræðið mitt aftur þar sem þær eru alveg stútfullar af góðri næringu, próteini, trefjum og alls kona góðu. Ég er þó alls ekki að segja að vegan “kjöt” sé óhollt og borða ég það yfirleitt eitthvað á hverjum degi líka.

Mér hefur fundist mjög gaman að leika mér með allskonar baunir síðustu mánuði og þá sérstaklega baunirnar frá Oddpods en við erum búnar að vera í samstarfi með þeim síðan í sumar. Baunirnar eru svo frábærar þar sem þær er hægt að nota á svo marga vegu og er hægt að leika sér með nánast hvaða baunir sem er í alls konar mismunandi réttum. Það sem mér finnst vera mikill plús við þetta merki er að það er hægt að fá baunir líkt og brúnar linsur og chana dal baunirnar sem ég nota í þessari uppskrift forsoðnar, en það hefur ekki verið auðvelt að nálgast slíkt hérna heima. Þessar baunir þarf yfirleitt að leggja í bleyti og sjóða sjálfur. Oddpods baunirnar koma hins vegar tilbúnar til neyslu beint úr pokanum og eru þær soðnar upp úr vatni og grænmetiskrafti sem gerir þær einstaklega bragðgóðar.

Nú er ég í vaktavinnu og er því oft heima í hádeginu hina og þessa daga og því finnst mér nauðsynlegt að kunna að gera góða, fljótlega rétti í hádeginu þegar ég á t.d. ekki afganga frá því kvöldinu áður eða eitthvað slíkt. Auðveldar grænmetisbollur sem taka enga stund eru alveg fullkomnar í svona fljótlega rétti og er þessi uppskrift alveg einstaklega góð þar sem hún er SVO auðveld og tekur innan við 15 mínútur að græja. Þær má einnig nota á svo marga vegu, t.d. með góðu salati, í pítubrauði eða í vefjur. Það er líka svo frábært að það er hægt að nota hvaða baunir sem er í hana og því alltaf hægt að grípa í þessa uppskrift sama hvaða baunir eru til. Í þetta skipti ætla ég að deila með ykkur uppskrift með Chana dal baununum frá Oddpods en það eru gular “split peas” líkt og notað er í baunasúpu.

Hráefni:

  • 1 poki Chana dal baunir frá Oddpods

  • 1 hvítlauksrif

  • 1 msk ferskt kóríander

  • 1 msk ferksur graslaukur

  • 1 tsk malaður kóríander

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk kúminduft

  • 2-3 msk ferskur sítrónusafi

  • salt

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til fínt duft. Tekur einungis um 2-3 mínútur í góðum blandara.

  2. Mótið í bollur, buff eða það sem hentar hverju sinni.

  3. Steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða bakið í ofni í 12-15 mínútur við 200°C.

  4. Berið fram með tzaziki sósu og salati eða í pítúbrauði, vefju eða sem borgari.

Tzatziki sósa

  • 1 bolli hreint jógúrt (mín uppáhalds eru Oatly Turkisk havregurt eða hreina sojade)

  • 2 msk rifin gúrka

  • 1/2 hvítlauksrif

  • salt

  • 1 msk ferskur sítrónusafi

  • 1 msk niðursaxað ferskt dill

Aðferð:

  1. Rífið gúrkuna niður og pressið hvítlaukinn eða saxið bæði mjög smátt. Saxið dillið.

  2. Blandið öllum hráefnum saman í skál og smakkið til með salti.

-Njótið vel og endilega kíkið á instagram hjá okkur en þar er stutt myndband af því hvernig ég geri bollurnar.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi -

 
 

Quesadilla með brúnum linsum og nýrnabaunum

IMG_9550.jpg

Í þessari viku deilum við með ykkur frábærri uppskrift af quesadilla sem tekur sirka 10 mínútur að útbúa. Við fengum í hendurnar nýlega baunir frá nýju merki sem heitir Oddpods sem ég notaði í uppskriftina en þær eru virkilega góðar. Baunirnar koma ólíkt flestum forsoðnum baunum ekki í niðursuðu krukku heldur í fallegum pokum og þær eru tilbúnar til matar beint úr pokanum. Þar af leiðandi eru þær ekki geymdar í vökva og halda því næringarefnum betur og innihalda engin aukaefni.

IMG_9553.jpg

Þessi réttur er alveg lygilega góður miðað við hvað hann er einfaldur og fljótlegur. Það tók mig um 10 mínútur frá því ég byrjaði þar til þetta var komið á borðið. Ég notaði brúnu linsurnar og nýrnabaunirnar í réttin en það má í rauninni nota hvaða baunir sem er en OddPods bíður einnig upp á kjúklingabuanir, gular linsur og “chana dal” baunir. Baunirnar frá OddPods má nálgast í Nettó.

Hráefni

  • 1 pakki brúnar linsur frá OddPods

  • 1 pakki nýrnabaunir frá OddPods

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1/2 krukka salsasósa

  • 1/4 rauð paprika

  • mexíkósk kryddblanda eða kryddin hér að neðan

    • 1/2 tsk cumin

    • 1/2 tsk paprika

    • 1/2 tsk laukduft

    • 1 tsk blandaðar jurtir

    • salt

  • safi úr 1/2 lime

  • Vegan ostur

  • 1 pakki tortilla pönnukökur

Aðferð:

  1. Setjið baunirnar í skál og stappið þær aðeins með gaffli.

  2. Saxið grænmetið smátt niður og blandið saman við baunirnar ásamt salsasósunni og kryddunum saman við.

  3. Setjið smá ost á hverja pönnuköku of smyrjið fyllingu á helmingin. Brjótið pönnukökurnar saman og grillið í panini grillið eða steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur á pönnu.

Berið fram með sýrðum rjóma og avocado salati.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi hjá Danól heildsölu -

1592222828650.jpg

Mexíkóskt lasagna

IMG_1608.jpg

Hæ!

Ég hef hlakkað lengi til að deila með ykkur uppskriftinni af þessu gómsæta mexíkóska lasagna. Þetta er einn af þessum réttum sem er virkilega einfalt að útbúa en smakkast á sama tíma svakalega vel. Það er eitt það besta sem ég veit, að elda einfaldan mat sem samt smakkast ótrúlega vel.

Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í þessa uppskrift. Við höfum unnið svolítið með Hagkaup síðustu mánuði og við erum alveg ótrúlega ánægðar með það. Úrvalið hjá þeim af vegan mat er gríðarlega flott og alltaf jafn gaman að sjá eitthvað nýtt og spennandi hjá þeim að prófa.

IMG_1568.jpg

Nú er mánudagur og ný vika að hefjast en eins og hjá mörgum öðrum hafa dagarnir svolítið runnið í eitt síðasta mánuðinn. Það hefur því ekki verið jafn auðvelt að skilja helgina frá skólavikunni. Við Siggi höfum þó reynt að halda okkur við okkar rútínu yfir vikuna og gera eitthvað svolítið öðruvísi um helgar. Við pössum okkur t.d. á því að gera okkur helgarbröns eins og við erum vön og kaupum vel inn fyrir vikuna af mat svo auðvelt sé að gera góðan matseðil. Ég viðurkenni að þetta ástand hefur haft áhrif á mig og ég hef stundum orðið kvíðin yfir þessu öllu saman. Mér hefur því þótt mikilvægt að hafa matarræðið og svefninn í góðu lagi og hef fundið að það gerir gæfumun.

IMG_1580.jpg

Eitt af því sem hefur haldið geðheilsunni minni í lagi síðustu vikur er nýi áhugi minn á súrdeigi. Mér líður hálf kjánalega að segja frá því, það virðast allir annaðhvort vera byrjaðir á fullu í súrdeiginu eða orðnir dauðþreyttir á því að sjá þetta á öllum miðlum. Mig hefur langað að gera súrdegi lengi og um áramótin strengdi ég ein heit. Að læra að gera súrdeigsbrauð. Ég hef svo haldið áfram að fresta því þar til fyrir rúmri viku þegar ég ákvað loksins að slá til og byrja að búa til súr.

Akkúrat viku seinna bakaði ég mitt fyrsta súrdeigsbrauð sem var svo dásamlega gott og fallegt. Í þessum töluðu orðum liggur brauðdeig í hefunarkörfum inni í ísskáp og ég skelli þeim í ofninn á eftir. Ég skil það loksins hvernig fólk getur fengið þetta á heilann. Þegar ég byrjaði að lesa mér til um þetta og skoða allskonar myndbönd fannst mér þetta líta nánast ógerlegt út. Endalaust vesen, súr, levain, “stretch and fold”, formótun, mótun, hefunarkörfur, steypujárnspottur.. Mér fannst nánast eins og allt þetta stúss gæti ekki verið þess virði. EN nú þegar ég hef bakað mitt fyrsta brauð og borðað það fatta ég þetta. Þetta var í fyrsta lagi ekki jafn mikið vesen og ég hélt. Það þarf vissulega að gera ýmislegt en það tekur alltaf lítinn tíma í einu og svo fær þetta að bíða. Í öðru lagi er þetta miklu betra (að mínu mati) en allt annað brauð. Ég get nefnilega ekki keypt nýbakað súrdeigsbrauð þar sem ég bý. Ég get því sagt að ég er mjög spennt fyrir þessu nýja áhugamáli mínu.

IMG_1593.jpg

En færsla dagsins snýst ekki um súrdeigsbrauð heldur þetta gómsæta mexíkóska lasagna. Í stað pasta nota ég tortilla pönnukökur og ofan á lasagnað ákvað ég að setja tortillaflögur sem gaf réttinum þetta góða “crunch”. Þegar það var komið úr ofninum toppaði ég það með lárperu, fljótlegu fersku tómatsalsa, fersku kóríander og vegan sýrðum rjóma. Þetta gaf réttinum dásamlegan ferskleika. Þetta er hinn fullkomni réttur til að bjóða uppá í matarboði en er líka frábær sem góður kvöldmatur!

IMG_1601.jpg

Mexíkóskt lasagna

Hráefni:

  • Olía til að steikja uppúr

  • 5-6 meðalstórar tortillapönnukökur

  • 1 pakki (ca 300 gr) vegan hakk (þarf ekki að vera nákvæmlega 300 en þeir eru yfirleitt í kringum það. Ég mæli mikið með hakkinu frá Anamma)

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1-1 1/2 paprika

  • 1-2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk cuminduft

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1 tsk laukduft

  • 2 krukkur salsasósa (ég nota þær frá Santa Maria)

  • 2 dl tómatpassata

  • 100 gr svartar baunir úr dós

  • 100 gr maísbaunir (ég mæli með frosnum maísbaununum frekar en þeim í dós)

  • 1 pakki vegan rjómaostur (ég setti helminginn í fyllinguna og restina ofan á áður en ég bakaði lasagnað). Mæli með Oatly

  • salt og pipar

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk

  • Tortillaflögur

Hugmyndir af hlutum til að toppa með eftir á:

  • Lárpera

  • Vegan sýrður rjómi. Mæli með Oatly

  • Ferskt tómatsalsa (ég gerði mjög einfalda útgáfu þar sem ég blandaði saman ferskum tómötum, rauðlauk, lime safa, kóríander og salti)

  • Ferskt kóríander

  • Lime safi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Hitið olíu á pönnu eða í potti.

  3. Bætið hakkinu út í. Vegan hakk má elda beint úr frystinum og þarf því ekki að láta þiðna. Steikið hakkið í nokkrar mínútur.

  4. Saxið rauðlaukinn og pressið hvítlaukinn og bætið út í. Steikið þar til laukurinn hefur mýskt svolítið.

  5. Bætið paprikunni út í og steikið í nokkrar mínútur.

  6. Bætið kryddum út í og hrærið saman við.

  7. Hellið salsaósu og tómatpassata út í og leyfið þessu að malla í sirka 10 mínútur.

  8. Skolið svörtu baunirnar í sigti undir vatni til að ná af þeim safanum úr dósinni. Bætið þeim út í fyllinguna ásamt maís og helmingnum af rjómaostinum. Það má vissulega setja hann allan út í en mér fannst mjög gott að spara helminginn og setja ofan á áður en ég setti réttinn í ofninn. Leyfið að malla í sirka 5 mínútur eða þar til rjómaosturinn hefur bráðnað vel í fyllingunni.

  9. Saltið og piprið eftir smekk

  10. Skerið niður tortillapönnukökurnar í ræmur eða eftir því sem passar best í ykkar eldfasta mót.

  11. Setjið fyllingu í botninn á forminu, raðið svo pönnukökum yfir og endurtakið þar til fyllingin er búin.

  12. Stráið örlítið af vegan osti yfir, raðið tortillaflögum yfir ostinn, því næst restinni af rjómaostinum (ég hitaði minn örlítið í litlum potti svo auðvelt væri að setja hann yfir), og á endanum aðeins meira af vegan osti.

  13. Setjið inní ofn og bakið í sirka 25 mínútur eða þar til osturinn ofan á er orðinn gylltur og fínn.

  14. Toppið með því sem ykkur lystir. Þið sjáið mínar hugmyndir hér að ofan, en mér finnst gera mikið fyrir réttinn að bæta þessu ferska yfir.

Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að ykkur líki uppskriftin vel!

Helga María

 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

Vegan grýta

IMG_2083.jpg
IMG_2122.jpg

Grýta er einn mesti nostalgíumatur sem ég veit um en það var mjög oft í matinn heima hjá mér þegar ég var barn. Rétturinn er virkilega einfaldur en á sama tíma ótrúlega góður sem gerir hann að fullkominni máltíð fyrir köld vetrarkvöld eftir langan dag þegar metnaðurinn er kannski ekki sá allra mesti. Stundum þarf maður virkilega á því að halda að geta bara hent saman hráefnum á pönnu og ekki hugsað neitt sérstaklega um það. 

Ég viðurkenni að grýta var ekki réttur sem að ég hélt að ég myndi borða eftir að ég varð vegan. Ég var þó ekki búin að vera vegan ýkja lengi, þó það hafi alveg verið komið rúmlega eitt ár, þegar ég komst að því að lang flest grýtuduft er vegan. Þá var reyndar ekki mikið um gott vegan hakk á markaðnum og ég hugsaði því ekki oft um að nýta mér slíkt duft. Nú er vegan hakk hins vegar auðfundið í lang flestum búðum og er það líka bara ótrúlega gott. Vegan hakk er eitt af mínu uppáhalds kjötlíki þar sem hakk er notað mikið í góða bragðmikla rétti sem oftast er auðvelt að gera vegan einfaldlega með því að skipta því út fyrir vegan hakk.

IMG_2308.jpg

Hægt er að gera nokkrar útgáfur af þessum rétt. Hann er hægt að gera á mjög einfaldan máta þar sem í raun þarf bara hakk og grýtuduftið, en einnig er hægt að leika sér með hann og bæta alls kynns góðum hráefnum út í. 

Hráefni:

  • Mexíkósk grýta frá Toro

  • 1 poki vegan hakk frá Halsans kök

Það sem mér finnst gott að setja út í:

  • 1 dós nýrnabaunir

  • 1 dl graskersfræ

  • frosnar harricot baunir

Aðferð:

  1. Steikið hakkið á pönnu upp úr smá vatni eða olíu.

  2. Bætið grýtuduftinu út í ásamt vatni eins og nauðsynlegt er samkvæmt pakkanum.

  3. Bætið nýrnabaunum, graskersfræjum og strangjabaunum saman við ef nota á slík hráefni.

  4. Leyfið réttinum að sjóða eins og pakkningarnar segja til um.

Rétturinn stendur vel einn og sér en uppáhalds meðlætið mitt með honum er kartöflumús og sýrður rjómi frá Oatly.

-Júlía Sif

Vefjur með falafel, hummus og chili-mæjó

IMG_9277-2.jpg
IMG_9227-2.jpg

Nú er janúar að líða undir lok sem þýðir að Veganúar fer að klárast. Okkur hefur þótt virkilega gaman að sjá hversu margir eru að taka þátt í ár og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að halda áfram. Eins þætti okkur gaman að heyra hvernig ykkur hefur gengið í Veganúar og hvaða matur ykkur hefur þótt standa fram úr. 

IMG_9252-2.jpg
IMG_9260.jpg

Þessi færsla er sú síðasta í samstarfi okkar við Krónuna í Veganúar en okkur fannst tilvalið að enda á falafel vefjum sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Falafel eru bollur gerðar úr kjúlingabaunum og allskyns kryddum. Bollurnar eiga uppruna sinn að rekja til Egyptalands og eru yfirleitt borðaðar í pítubrauði eða vefjum. Okkur þykir best að borða falafel í vefju, með hummus, grænmeti og sterkri sósu. 

IMG_9275-3.jpg
IMG_9287.jpg

Hér er listinn yfir hráefnin. Það er svolítið erfitt að lista niður hlutföll því það er misjafnt hvað fólk vill setja mikið í vefjurnar sínar og hvort fólk borðar fleiri en eina vefju. 

  • Vefjur - Við mælum með þeim frá Planet Deli og Banderos

  • Falafelbollur frá Hälsans Kök - Pakkinn er 300g og miðast við þrjá fullorðna

  • Hummus frá Tribe 

  • Salat að eigin vali

  • Rauðlaukur (má sleppa)

  • Kirsuberjatómatar (má sleppa)

  • Sriracha mæjó frá Flying goose

  1.  Eldið falafelbollurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Það er bæði hægt að steikja þær á pönnu eða í bakaraofni og við mælum með því síðarnefnda. 

  2. Hitið vefjurnar í nokkrar sekúndur í ofninum eða í örbylgjuofni

  3. Smyrjið vefjuna með hummus, raðið falafelbollunum og því grænmeti sem ykkur lystir ofan á og endið svo á sriracha mæjóinu. Það er virkilega bragðgott en heldur sterkt svo við mælum með að setja ekki of mikið til að byrja með. 

  4. Rúllið vefjurnar upp og njótið!

Veganistur

 

krónan.png

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Kjúklingabaunakarrý

IMG_2023.jpg

Baunir eru dæmi um mat sem ég kunni alls ekki að meta áður en ég varð vegan. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að ég ólst ekki upp við að borða þær, að undanskildum þessum hefðbundnu grænu og gulu baunum sem flestir þekkja. Þegar ég gerðist grænkeri fór ég fljótt að læra að elda baunir og fyrir mér opnaðist nýr heimur. Í dag eru þær í algjöru uppáhaldi hjá mér. 

IMG_1867.jpg

Baunir eru virkilega hollar. Þær innihalda prótín, mikið af trefjum og alls kynns fleirum góðum næringarefnum. Eins finnst varla ódýrari matur í heiminum í dag og henta því vel námsmönnum eins og mér. hægt er að kaupa þurrar baunir og sjóða í stórum skömmtum og frysta t.d, en þær fást einnig tilbúnar í dós og þarfnast þá nánast engrar fyrirhafnar.  Ég viðurkenni að ég mætti vera duglegri að sjóða mínar eigin baunir en það er bara svo ótrúlega auðvelt að kaupa þær tilbúnar í dós.

IMG_1882.jpg
IMG_1926.jpg

Síðustu ár hafa baunir verið virkilega stór partur af mínu mataræði og má segja að ég eldi einhverskonar baunir á hverjum degi. Það eru til ótrúlega margar tegundir af þeim sem allar hafa sína eiginleika og því eru möguleikarnir miklir. Kjúklingabaunir verða oftar en ekki fyrir valinu því þær eru fullkomnar í allskyns rétti, hvort sem það er hummus, falafelbollur, kryddaðar og ristaðar í ofni eða á pönnu, út á salöt eða í pottrétti. 

IMG_1958.jpg

Í þessari viku ákváðum við systur í samstarfi við Krónuna að deila með ykkur einni af okkar einföldustu baunauppskrift. Ég held að það sé einhverskonar karrýpottréttur á matseðlinum okkar í hverri einustu viku en það er vegna þess hversu einfalt og þægilegt er að gera slíka rétti. Það er einnig hægt að gera þennan rétt svo ótrúlega fjölbreyttan að maður fær aldrei leið á honum. Sú útgáfa sem við deilum með ykkur í þessari viku er sú allra einfaldasta en það þarf einungis fjögur hráefni í réttinn, og gengur hann fullkomlega sem máltíð einn og sér en einnig er hægt að hafa alls kyns gott meðlæti með honum.

IMG_1995.jpg

Hráefni:

Aðferð:

  1. saxið laukinn og steikið upp úr örlitlu vatni þar til mjúkur. 

  2. Setjið madras maukið út í, 1/4 ef þið viljið hafa réttinn mildan og meira fyrir sterkari útgáfu.

  3. Hellið vatninu af baununum og bætið þeim útí ásamt kókosmjólkinni og sjóðið í 10 til 15 mínútur

Réttinn má bera fram einan og sér en hann er einnig virkilega góður með hrísgrjónum ,salati og auðveldu pönnubrauði. HÉR er uppskrift af virkilega einföldu brauði.

-Veganistur

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar.

Heimagerð Pizza

IMG_2187.jpg

Þegar ég segi fólki að einn af mínum uppáhaldsmat sé pizza, verður það oft mjög hissa eða finnst það hljóma mjög óspennandi. Það sér þá oft fyrir sér einhverja hollustupizzu með engu á nema sósu og spínati. Föstudagspizzan okkar lítur hins vegar alls ekki þannig út, þar sem það er orðið ótrúlega auðvelt að fá fullt af alls konar góðum ostum og áleggi svo pizzan verður virkilega bragðgóð og ekki síðri en venjulegar pizzur. Það kemur fólki einnig oft á óvart að pizzadeig líkt og flest brauð er nánast alltaf vegan og því ekkert mál að bæði panta pizzu og fá tilbúið pizzadeig út í búð sem er vegan. Pizzasósa er annað sem er eiginlega alltaf vegan og þetta er því ekkert flóknara en svo að kaupa pizzadeig og álegg og skella því í ofninn.

Webp.net-gifmaker.gif

Við systur ákváðum því í samstarfi við Krónuna að sýna ykkur hvernig við gerum okkar uppáhalds heimagerðu pizzur. Við vildum hafa pizzurnar eins auðveldar og hægt er og notuðumst því við keypt pizzadeig og tilbúna pizzasósu, en það gerum við til að sýna fram á að vegan matargerð geti verið virkilega auðveld og ekki svo frábrugðin annarri matargerð. Við ákvaðum að gera þetta í samstarfi við Krónuna þar sem þau hafa mikið og fjölbreytt úrval af vegan ostum og ættu því allir að geta fundið ost við sitt hæfi. Við settum saman tvær pizzur, eina sem er mjög auðveld og þarf ekki mikið af hráefni og síðan eina örlítið flóknari útgáfu. Það sem okkur finnst hins vegar best við pizzur er að það er hægt að setja nánast allt sem að hugurinn girnist á þær og því oft til eitthvað sniðugt í ísskápnum til að skella á pizzadeig. 

IMG_2216.jpg
IMG_2361.jpg

Auðveld útgáfa:

Aðferð:

  1. Rúllið deiginu út á plötu og dreifið pizzasósunni yfir

  2. Okkur finnst best að setja ostin næst og hitt áleggið síðan þar ofan á, þó er gott að geyma smá ost til að setja síðast en það er ekki nauðsynlegt

  3. Gott er að leyfa Oumphinu aðeins að þiðna og skera það niður áður en því er dreift yfir

  4. Bakið pizzuna í u.þ.b. 20 mínutur við 200°C

Fyrir flóknari útgáfu bætið ofan á:

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Vegan hakk og spaghettí

IMG_9011-2.jpg

Í janúar ætlum við, í samstarfi við Krónuna, að útbúa fjóra gríðarlega einfalda rétti sem tekur einungis nokkrar mínútur að elda. Réttirnir munu henta öllum, hvort sem þeir eru að taka sín fyrstu skref í lífsstílnum eða löngu orðnir sjóaðir. Réttirnir eru fullkomnir fyrir þá sem eru á síðasta snúningi með að kaupa í matinn eða einfaldlega nenna ekki að hafa mikið fyrir kvöldmatnum eftir langan vinnu- eða skóladag. Þó eru þeir líka tilvaldir fyrir þá sem elska að elda og munu réttirnir allir bjóða upp á að hægt sé að bæta við því sem manni þykir gott ef maður er í stuði til að eyða meiri tíma í eldamennskuna. Réttirnir munu passa fyrir alla fjölskylduna og líka fyrir þá sem eru svolítið efins varðandi vegan mat. 

Mér fannst viðeigandi að byrja á þeirri máltíð sem ég geri hvað oftast þegar ég vil elda eitthvað sem er fljótlegt en á sama tíma bragðgott og saðsamt. Hakk og spaghettí hefur alla tíð verið í uppáhaldi hjá mér og enn frekar eftir að ég varð vegan. Sojahakkið frá Hälsans Kök er ótrúlega gott og hentar mjög vel í þennan rétt. Ég er ekki viss um að margir myndu taka eftir því að um vegan hakk sé að ræða þegar þeir borða það í réttum eins og þessum. 

IMG_9094-2.jpg

Það er að sjálfsögðu misjafnt hvaða grænmeti fólk notar í hakk og spaghettí en í þetta skiptið vildi ég hafa þetta virkilega einfalt og notaði frosnar grænar baunir og svartar ólífur. Mér finnst ólífurnar eiginlega þarfar í réttinn en vissulega þykja ekki öllum ólífur góðar og vilja því nota eitthvað annað. Ég myndi þá mæla með sveppum og gulrótum. 

IMG_9078-3.jpg
IMG_9090.jpg

Ég útbjó hvítlauksbrauð og hemp-parmesan sem meðlæti en fyrir þá sem hafa ekki tíma eða nenna ekki að útbúa meðlæti er t.d mjög gott að hafa bara baguette og vegan smjör. Þó er alls ekki þörf á því að hafa meðlæti þar sem rétturinn er saðsamur og bragðgóður einn og sér. 

IMG_9103-2.jpg

Hakk og spaghettí - fyrir 4

  • 400g Spaghettí frá Gestus

  • 1 poki hakk frá Hälsans Kök

  • Olía til steikingar

  • 1 krukka pastasósa frá Gestus

  • 1 dl frosnar grænar baunir (má sleppa)

  • 1 dl svartar ólívur skornar í sneiðar (má sleppa)

Aðferð

1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Gott er að setja örlítið salt í pottinn og nokkra dropa af olíu

2. Hitið olíu á pönnu og steikið hakkið í sirka fjórar mínútur

3. Bætið grænu baununum, ólívunum og pastasósunni á pönnuna og leyfið því að malla í sirka sjö mínútur

4. Smakkið til með salti og pipar

Hérna eru svo uppskriftir af:
Hvítlauksbrauði
Hemp-parmesan

-Veganistur

krónan.png

-Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar-