Klassísk súkkulaðiterta

Súkkulaðikökur eru í miklu uppáhaldi hjá flestum. Þegar við gerðumst vegan urðu vinir og ættingar oftar en ekki stressaðir að fá okkur í afmælis- og matarboð. Þeim fannst tilhugsunin um að baka vegan köku yfirþyrmandi og ómöguleg. ,,Getið þið ekki bakað sjálfar bara, ég kann ekkert að baka svona vegan kökur" heyrðum við í hvert einasta skipti. Ástæðan fyrir því að fólk hræðist bakstur á vegan kökum er yfirleitt sá algengi misskilningur að vegan kökur innihaldi þrjátíu hráefni og að það taki marga klukkutíma að búa þær til. Það gæti hreinlega ekki verið meira fjarri sanni.

Kakan okkar er gríðarlega einföld og virkar bæði sem hefðbundin súkkulaðikaka og einnig sem dýrindis bollakökur. Þeir sem hafa smakkað hjá okkur kökuna eru yfirleitt steinhissa á því hvað hún er bragðgóð. ,,Vá þetta bragðast nú bara nákvæmlega eins og súkkulaðikakan sem ég er vön að gera."
Ástæðan er einmitt sá algengi misskilningur að vegan matur og kökur séu alltaf öðruvísi og verri á bragðið en annar matur. Aftur gæti það ekki verið meira fjarri sanni. 

Þessi uppskrift er ein af fyrstu vegan kökuuppskriftum sem við systur þróuðum og birti Helga hana fyrst fyrir mörgum árum á gömu bloggi sem hún var með. Hún varð strax lang vinsælasta uppskriftin á síðunni og var birt meðal annars á vefsíðu Kvennablaðsins. Fljótlega fór það að spyrjast út að til væri uppskrift af vegan súkkulaðiköku sem innihéldi færri en tíu hráefni og ekki bara það, að hún innihéldi einungis hráefni sem allir þekkja og flestir eiga til inni í skáp. Skyndilega hætti fólkið í kringum okkur að vera hrætt við að fá okkur í afmælisveislur. Í dag nota flestir okkar vina og fjölskyldumeðlima þessa uppskrift þegar þeir baka súkkulaðikökur þar sem þeim finnst ótrúlega þægilegt að geta boðið upp á köku sem hentar vegan fólki og er laus við flesta ofnæmisvalda.

Það er ekki einungis kakan sem slær í gegn heldur skiptir smjörkremið miklu máli líka. Það er nefnilega ekkert mál að útbúa vegan smjörkrem og það myndi enginn þekkja það í sundur frá öðru kremi. Það fæst gríðarlega gott vegan smjör í flestum búðum í dag og einnig er smjörlíki nánast alltaf vegan. Við notumst þó mest við smjörlíki í kremið þar sem það heldur vel stífleika og gerir smjörkremið fallegt og þægilegt að vinna með.

Þriðji algengi misskilningurinn hvað varðar vegan bakstur er sá að vegan kökur séu hollustukökur. Fólk setur oft upp svip þegar við segjumst ætla að baka köku því það sér fyrir sér harða hráfæðiköku úr hnetum og döðlum.  Flestir verða yfirleitt hissa yfir því hvað kökurnar eru mjúkar, sætar og gómsætar en verður þó yfirleitt mög hissa þegar það fær þau svör að kakan sé ekki endilega holl. Það er nefnilega ennþá mjög margir sem setja enn samansem merki á milli vegan og hollustu.

Svo ef þið eruð að leita ykkur að uppskrift af hollri köku er þessi uppskrift ekki fyrir ykkur. Hér er á ferð klassísk súkkulaðikaka úr hveiti og sykri og uppistaða kremsins er smjörlíki og flórsykur. 

Júlía nýtur þess mikið að útbúa fallegar kökur og hefur frá því að hún var lítil haft mjög gaman af því að skreyta kökur fallega og fylgja nýjustu “trendunum” í kökuskreytingum. Þeir sem hafa fylgst með blogginu í einhvern tíma muna líklegast vel eftir rósaköku myndunum sem voru áður við þessa uppskrift en var það mikið “trend” í kökuskreytingum þegar við útbjuggum hana fyrst. Nú hefur þó margt breyst og er mikið í tísku núna að gera háar fallegar kökur með súkkulaði sem lekur niður með hliðunum. Okkur fannst því nauðsynlegt að nýta tækifærið og uppfæra þessa vinsælu uppskrift með nýjum fallegum myndum.

Við bættum við súkkulaði ganache sem við notuðum sem fyllingu á milli kökubotnanna og til að láta leka fallega niður með hliðum kökunnar. Það þarf þó alls ekki að hafa það með og er kakan virkilega góð með smjörkreminu einu og sér. Við mælum þó með að allir prófi að setja ganache á milli með kreminu því það tekur kökuna alveg á næsta stig. Uppskriftin af því er að sjálfsögðu hér að neðan.

IMG_0212.jpg

Súkkulaðikökubotnar með smjörkremi og ganache

Súkkulaðikökubotnar með smjörkremi og ganache
Höfundur: Veganistur
( 0 reviews )
Undirbúningstími: 20 MinEldunartími: 30 Min: 50 Min
Klassísku súkkulaðikökubotnarnir hafa verið ein vinsælasta uppskriftin okkar frá upphafi. Þessi uppskrift er fullkomin í afmæliskökuna, sem skúffukaka eða í muffinsform.

Hráefni:

Súkkulaðikökubotnar
  • 3 bollar hveiti
  • 2 bollar Dan sukker sykur
  • 1/2 bolli kakó
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 2 bollar vatn (eða 2 bollar kallt kaffi)
  • 2/3 bolli bragðlaus olía - við notuðum sólblómaolíu
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 msk eplaedik
Einfalt súkkulaðismjörkrem
  • 400g smjörlíki eða vegan smjör við stofuhita
  • 500g Dan sukker flórsykur
  • 1/2 dl kælt, sterkt uppáhelt kaffi
  • 1 msk kakó
  • 1 tsk vanilludropar
  • 50g suðusúkkulaðisúkkulaði
Súkkulaði ganache
  • 50 gr suðusúkkulaði eða það súkkulaði sem hver og einn kýs að nota.
  • 50 gr vegan þeytirjómi

Aðferð:

Súkkulaðikökubotnar
  1. Hitið ofninn í 175°c með blæstri
  2. Blandið þurrefnum saman í skál
  3. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið þar til engir kekkir eru í deiginu
  4. Smyrjið tvö kökuform og skiptið deiginu jafnt í þau. Þessi uppskrift passar akkurat í tvö 20-24 cm hringlaga kökuform eða þrjú 15 cm kökuform. Það er þó einnig hægt að baka kökuna í eldföstu móti, lítilli skúffu eða sem bollakökur.
  5. Bakið í 20-30 mínútur eða þar til tannstöngull eða grillpinni kemur hreinn út þegar honum er stungið í botnana.
Einfalt súkkulaðismjörkrem
  1. Þeytið smjörið í hrærivél eða með rafmagnsþeytara þar til það er vel mjúkt og loftkennt.
  2. Bætið öllum hráefnum nema súkkulaðinu útí og hrærið vel saman.
  3. Bræðið súkkulaðið og hellið því útí og hrærið á meðan á litlum hraða.
  4. Leyfið kökubotnunum að kólna alveg áður en kreminu er smurt á.
  5. Ath. Ef gera á þriggja hæða köku og skreyta hana þarf að gera eina og hálfa uppskrift af kreminu. Okkur þykir gott að gera tvöfalda uppskrift og ef það er afgangur þá frystum við það og notum seinna.
Súkkulaði ganache
  1. Brjótið súkkulaðið niður og skerið það í litla bita og setjið í skál sem má fara í örbylgjuofn.
  2. Vigtið rjómann og hellið honum út í skálina. Það er ekki sniðugt að slumpa þessa uppskrift þar sem við viljum fá ákveðna áferð á súkkulaðið svo hægt sé að vinna með það.
  3. Setjið súkkulaðið og rjóman í örbylgjuofn og hitið í 20 sekúndur. Takið út og hrærið til í skálinni. Setjið súkkulaði blönduna aftur í örbylgjuofn í 10 sekúndur í einu þar til súkkulaðið er alveg bráðnað. Það er best að hræra mjög vel í skálinni á milli þess sem blandan er hituð, helst með litlum sósupísk eða gaffli.
  4. Ef nota á ganache a milli botnanna er best að setja fyrst vel af smjörkremi á neðri botninn, dreifa vel úr því og búa síðan til holu í kremið í miðjunni. Ganache’ið þarf að fá að kólna aðeins og er honum síðan hellt í holuna og næsti botn settur yfir.
  5. Til að láta það lekur niður með hliðum kökunnar er mikilvægt að kæla kökuna tilbúna í allavega 30 mínútur áður. Leyfið einnig ganache’inum að kólna aðeins og prófið að láta það leka niður hliðina á glasi t.d. áður en þið byrjið á kökunni. Súkkulaði ganache’ið á að leka hægt og rólega niður glasið þegar það er tilbúið. Ef það lekur hratt í mjög mjórri bunu er það enn of heitt.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin við Nathan og Olsen -

download.png

Fljótlegt spagetti bolognese

IMG_9628.jpg

Í dag deilum við með ykkur einfaldri og ótrúlega góðri uppskrift af spagetti bolognese. Þessa uppskrift er tilvalið að gera þegar þið hafið ekki mikinn tíma og viljið gera fljótlegan, en á sama tíma bragðgóðan og næringarríkan kvöldmat. Það er einhvernveginn alltaf það fyrsta sem okkur systrum dettur í hug að gera þegar við viljum eitthvað gott sem ekki tekur of langan tíma; pasta, allskonar gott á pönnu og góð sósa. Getur ekki klikkað.

IMG_9569.jpg
IMG_9607.jpg

Færsla dagsins er í samstarfi við Sacla og við notuðum bolognese sósuna frá þeim í réttin. Sósan er dásamlega góð og svo hentug í góða pastarétti. Sósan inniheldur baunaprótein (e. pea protein) og allskonar krydd og þarf því lítið annað að gera en að skella henni á pönnuna með restinni af hráefnunum. Ekkert smá hentugt!

IMG_9634.jpg

Spagetti Bolognese (fyrir 4)

Hráefni:

  • 300 gr spagetti

  • 4 msk olífuolía

  • 2 msk salt

  • 1 bolli niðurskorið brokkolí

  • ⅕ bolli niðurskornar gulrætur (2-3 litlar)

  • ½ laukur

  • 2 hvítlauksrif

  • 1 dl þurrar brúnar linsubaunir (eða ein dós niðursoðnar)

  • 1 krukka vegan bolognese sósa frá Sacla Italia

  • ½ bolli pasta vantið (vatnið sem spagettíið var soðið í)

Aðferð:

  1. Ef notast er við þurrar linsubaunir er best að byrja á því að sjóða linsurnar í vatni í um 30 mínútur.

  2. Setjið vel af vatni í stóran pott ásamt 2 msk af olíu og saltinu og leyfið suðunni að koma upp.

  3. Skerið niður allt grænmeti og steikið upp úr restinni af olíunni þar til það fer að mýkjast.

  4. Bætið linsubaununum út á pönnuna ásamt ½ bolla af pastavatni og leyfið suðunni að koma upp. Smakkið til og bætið við salti og pipar ef þarf.

  5. Hrærað spagettíinu út í þegar það er tilbúið og berið fram.

Takk fyrir að lesa og vonandi smakkast vel!

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi-

 
Sacla_HR.png
 

Tómat og ostapasta með Violife "feta"osti.

Fyrir um það bil ári síðan, þegar Covid var ný byrjað og ég lá heima í nokkrar vikur eftir aðgerð, “downloadaði” ég í fyrsta skipti Tik Tok forritinu. Ég var MJÖG fljót að þefa uppi alls konar matar og baksturs “aðganga” en ég get legið yfir skemmtilegum matarmyndböndunum á Tik Tok oft tímunum saman. Það hafa ótal matar “trend” sprottið upp á forritinu sem ég elska að fylgja og prófa að gera sjálf heima hjá mér.

Fyrir ekki svo löngu fór ég, og líklegast flestir sem eru á samfélagsmiðlum, að sjá endalaust af mjög auðveldri pastauppskrift á netinu sem samanstóð af tómötum, hvítlauk og fetaosti. Ég vissi strax að ég yrði að gera þessa uppskrift vegan með violife greek white block ostinum þar sem ég hef mjög góða reynslu af honum. Ég prófaði að gera vegan útgáfu af pastanu fyir u.þ.b. mánuði síðan og er þetta ein sú auðveldasta uppskrift sem ég veit um.

Pastað kom ótrúlega vel út með vegan ostinum og eftir að ég deildi með ykkur myndbandi af því á Instagram fékk ég fullt af spurningum út í uppskriftina svo ég ákvað að koma henni hérna inn fyrir ykkur. Ég hef eldað þennan rétt margoft síðustu vikurnar og mér finnst þetta vera fullkomin réttur þegar ég veit ekki hvað ég á að hafa í matinn eða nenni ekki að elda. Ég einfaldlega hendi pasta í pott, restinni af hráefnunum inn í ofn og blanda þessu síðan saman hálftíma seinna. Alveg fullkomið þegar það er mikið að gera.

IMG_0183.jpg

Hréfni (fyrir 4):

  • 300 gr pasta

  • 4 msk olífuolía

  • u.þ.b. 300 gr af kirsuberjatómötum eða öðrum litlum tómötum

  • 1 pakki violife greek white block

  • 3 hvítlauksrif

  • 1 msk óregano eða aðrar ítalskar jurtir

  • Smá fersk basilíka (má sleppa)

  • Vel af salti

Aðferð:

  1. Setjið ólífuolíu, tómatana í hvítlauksrifin í eldfast mót eða pönnu sem má fara í ofn. Ég hef hvítlauksrifin heil með hýðinu á. Hrærið tómatana saman við olíuna og myndið síðan gat í miðju mótinu fyrir ostin. Leggið heilan ost í mitt formið og hellið örlítið af olíu yfir hann. Stráið saltinu og óreganóinu yfir ostinn og tómatana.

  2. Bakið í 200°C heitum ofni í 25-30 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og tómatarnir orðnir vel grillaðir að ofan.

  3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum á meðan að tómatarnir og osturinn eru í ofninum.

  4. Takið ostinn úr ofninum, pressið hvílauksrifin úr hýðinu og takið það frá. Stappið tómatana og hvítlaukinn vel saman við gríska ostinn og hellið síðan pastanum út í og blandið vel saman. Rífið nokkur basilíkulauf yfir og bætið við smá salti ef ykkur finnst það þurfa.

IMG_0179.jpg

-Njótið vel og takk fyrir að lesa. <3

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á íslandi

 
violife-logo-1.png
 

Pítsa með rauðu pestó og ceasar dressingu.

Pítsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og líkt og hjá mörgum hef ég oftar en ekki pítsu í matinn á föstudagskvöldum. Eftir að ég varð vegan fór ég að prófa mjög mikið af msimunandi hráefnum ofan á pítsur og elska ég að finna nýjar samsetningar sem koma vel út. Þegar ég bjó í Danmörku kynntist ég því að setja grænt salat og salatdressingar ofan á pítsur og það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér núna síðustu mánuði.

Ég hef mikið verið að nota salat dressingarnar úr vegan línunni frá Sacla en þær eru ótrúlega ferskar og góðar og passa fullkomlega ofan á pítsur. Áður en ég fékk þær í hendurnar notaði ég oft majónessósur í þetta en ég fékk alltaf smá ógeð eftir nokkrar sneiðar þar sem majónessósur eru mikið feitari og þyngri að mínu mati. Þess vegna hef ég verið í skýjunum eftir að ég fékk Sacla sósurnar. Bæði Ceasar sósan sem ég nota í þessari uppskrift og Blue cheese sósan frá þeim passa fullkomlega ofan á pítsu. Ég nota venjulegt salat ofan á, frekar en klettasalat þar sem mér finnst það passa betur með salatdressingunum.

Hráfeni:

  • Pítsadeig (annað hvort heimagert eða keypt deig)

  • Rautt pestó úr vegan línu Sacla Italia

  • Rauðlaukur

  • Rauð eða gul papríka

  • Rifinn vegan ostur (ég nota alltaf origianl violife ostinn)

  • 3 msk olífuolía + örlítið salt

  • Grænt salat

  • sirka 1/2 flaska Ceasar sósa frá Sacla italia

Aðferð:

  1. Stillið ofnin á 220°C blástur

  2. Fletjið út pítsadeigið og smyrjið með vel af rauða pestóinu.

  3. Skerið rauðlaukinn og papríkuna í strimla og dreyfið á deigið. Dreyfið ostinum yfir, hellið ólífuolíunni yfir ostinn og stráið smá salti yfir.

  4. Bakið pítsuna í ofninum þar til osturinn bráðnar og deigið verður fallega gyllt í könntunum. Tekur sirka 12 mínútur.

  5. Skerið salatið niður og dreyfið yfir pítsuna þegar hún kemur út úr ofninum. Hellið sósunni yfir pítsuna, notið það magn sem hver og einn vill.

Takk fyrir að lesa og njótið vel.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi

 
sacla-logo.png
 

Mexíkóskar chorizo kjötbollur

Eins og flestir sem skoða bloggið okkar eða fylgjast með okkur á Instagram vita, þá elskum við systur mexíkóskan mat mjög mikið. Ég er líklega með einhvers konar mexíkóskan mat í kvöldmatinn í hverri viku og er ég alltaf að prófa að gera nýjar útfærslur á uppáhalds uppskriftunum mínum.

Ég er lengi búin að ætla að gera uppskrift af einhvers konar kjötbollum með svörtu doritosi og eftir að ég gerði ofnbakað nachos með chorizo pylsunum frá Anamma í fyrra datt mér í hug að þær myndu passa fullkomlega í kjötbollurnar.

Ég notaði því formbar hakkið frá Anamma, sem er lang besta hakkið til að gera bollur og borgara að mínu mati, ásamt chorizo pylsunum í bollurnar. Þessi tvenna kom virkilega vel út en pylsurnar eru mjög bragðmiklar og gera bollurnar extra bragðgóðar.

Þessi uppskrift er alls ekki flókin og má nota hana til að gera bollur, borgara eða sem einskonar “fyllingu” ofan á nachos eða í quesadilla. Ég bakaði mínar í ofni og bar þær fram með hrísgrjónum og guacamole en það er einnig mjög gott að steikja þær og nota í vefjur.

IMG_9884.jpg

Hráefni (fyrir 4-5) :

  • 350 gr formbar anamma hakk

  • 2 stk chorizo pylsur frá anamma

  • 1/2 rauðlaukur

  • 2 hvítlauksrif

  • 1/2 dl rifinn vegan ostur

  • 1/2 dl mulið svart doritos

  • 1/2 dl niðursaxað kóríander

  • 1 msk mexíkósk kryddblanda (t.d. taco krydd eða mexican fiesta

  • 1 tsk salt.

Aðferð:

  1. Leyfið Anamma hakkinu og chorizo pylsunum að þiðna áður en byrjað er að hræra restinni af hráefnunum saman við. Ég nota oftast örbylgjuofn til að þíða “kjötið”.

  2. Saxið niður rauðlaukinn og kóríanderinn, myljið svarta doritosið og pressið hvítlaukinn.

  3. Stappið chorizo pylsurnar með gaffli og hrærið saman við hakkið ásamt restinni af hráefnunum.

  4. Mótið bollur eða fjóra hamborgara úr hakkinu.

  5. Steikið bollurnar eða hamborgarana upp úr smá ólífuolíu í nokkrar mínútur á hverri hlið eða eldið þær í bakarofni í sirka 15 mínútur við 210°C.

  6. Ég hrærði 1 krukku af salsasósu saman við 1/2 dl af vatni, hellti yfir bollurnar og setti rifin vegan ost yfir. Þetta bakaði ég síðan í 15 mínútur í 210°C heitan ofn.

Það er fullkomið að bera þessar bollur fram með hrísgrjónum, guacamole og fersku salati eða með því meðlæti sem hver og einn kýs að nota.

Þessi uppskrift hentar fullkomlega í að gera mexíkóska hamborgara en ég setti quacamole, salsasósu, ferskt grænmeti, jalapeno og tortilla flögur á minn borgara.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi.

 
anamma_logo.png
 

Sítrónukaka með birkifræjum og rjómaostakremi

IMG_0099.jpg

LOKSINS er aðeins farið að birta til og vorið að koma, þó svo að það sé skítakuldi og smá snjór af og til. En þessi tími árs er í MIKLU uppáhaldi hjá mér, með meiri birtu og sól og sumarið einhvern vegin rétt handan við hornið.

Mér fannst því tilvalið að skella í eina sumarlega köku sem er að mínu mati fullkomin fyrir páskana líka. Hún er fallega gul og ótrúleqa fersk og góð á bragðið.

Ég hef mikið séð svona kökur á netinu og erlendis en ekki eins oft hérna á Íslandi og er því búin að vera að fullkomna vegan útgáfu af þessari köku. Það var þó smá bras að komast yfir birkifræ hér á andi en ég fann þau loksins í Krónunni. Það má þó alveg sleppa þeim í þessari uppskrift ef þau eru ekki til út í búð eða á heimilu fyrir. Ég mæli þó með að prófa að kaupa birkifræin og nota þau í kökuna en þau koma með skemmtilegt “twist” á áferðina og síðan eru þau fullkomin ofan á heimabakað brauð, þó svo að það sé annað mál.

kakan er í grunnin hin fullkomna vanillukaka og ef sleppt er sítrónunni og fræjunum er hægt að nota þessa uppskrift sem grunn í alls konar kökur. Í þessari útgáfu gefur sítrónusafinn og börkurinn ótrúlega ferkst og gott bragð og er kakan alveg ótrúlega sumarleg og góð. Hún passar að mínu mati líka fullkomlega með íslatte, ef við viljum missa okkur alveg í sumarfýlingnum.

IMG_0079.jpg

Sítrónubotnar með birki

  • 7,5 dl hveiti

  • 3 dl sykur

  • 3 tsk lyftiduft

  • 2 tsk matarsódi

  • 1 tsk salt

  • 5 1/2 dl plöntumjólk

  • 2 dl matarolía eða önnur bragðlaus olía

  • safi og börkur af 1 sítrónu

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 msk birkifræ

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 180 gráður.

  2. Byrjið á því að balnda saman í skál plöntu mjólkinni, sítrónusafanum og berkinum ásamt edikinu og leggið til hliðar.

  3. Hrærið þurrefnin saman í aðra skál, bætið síðan út í mjólkurblöndunni og olíunni og hrærið vel saman.

  4. Bætið birkifræunum saman við og hrærið aðeins.

  5. Skiptið í tvö 24 cm form eða þrjú 18 cm form og bakið í ofninum í 30 mínútur, eða þar til tannstöngull eða grillpinni kemur hreinn út þegar honum er stungið í einn botninn.

Rjómaostakrem með sítrónu (miðað við þriggja hæða köku)

  • 250 gr hreinn vegan rjómaostur (t.d. oatly)

  • 400 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 pakkar flórsykur. (ég vil hafa kremið mjög stíft til að skreyta með því en þá minnka sykurinn ef hver og einn vill)

  • safi úr 1/2 sítrónu

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta smjörlíkið vel eitt og sér í hrærivél eða með handþeytara.

  2. Bætið rjómaostinum út í og þeytið vel saman við smjörlíkið.

  3. Bætið flórsykri út í ásamt sítrónusafanum og þeytið vel.

  4. Skreytið kökuna eins og hver og einn vill.

-Njótið vel og takk fyrir að lesa <3

Vegan húðrútina með vörum frá dr.organic

Ég er búin að vera á leiðinni lengi að setja inn fleiri hversdagslegar færslur á bloggið þar sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt að skrifa þær og lesa slíkar færslur hjá öðrum. Ég er hins vegar alveg hræðilega léleg að muna eftir því að taka myndir yfir daginn og á þar með akkúrat núna fullt af myndum af hinu og þess frá sitt hvorum deginum en ekkert með nógu góðu samhengi… Þar sem að það er alltof langt síðan ég setti eitthvað annað en uppskriftir hérna inn ætla ég að þessu sinni að deila með ykkur húðrútínunni minni.

Við erum búnar að vera í samstarfi við dr.organic síðustu vikur og hef ég verið að prófa fullt af vöru frá þeim og er búin að finna nokkurn veginn út hvaða vörur henta mér best akkúrat núna. Ég er búin að vera mjög ánægð með þessar vörur og finnst alveg frábært hversu aðgengilegar þær eru sem og hvað þær eru á viðráðanlegu verði. En það finnst mér vera mjög mikilvægt þegar kemur að húðvörum.

Einnig eru nánast allar vörurnar þeirra vegan og eru þær mjög vel merktar á umbúðunum svo það er ekkert mál að vera fullviss um að varan sé 100% vegan.

Ég hef yfirleitt ekki verið nógu dugleg að sjá vel um húðina mína og finnst mjög margt sem við kemur húðvörum og farða oft frekar yfirþyrmandi. Það getur verið smá vinna að finna góðar vegan vörur sem eru aðgengilegar og á góðu verði og þess vegna hef ég verið extra ánægð með dr.organic vörurnar. Þar hef ég fundið allar þær vörur sem ég þarf, merktar vegan.

Ein af mínum uppáhalds vörum í línunni hefur verið Aloe Vera andlitshreinsirinn en hann hef ég notað kvölds og morgna til að þrífa andlitið. Ég nota hann einnig til þess að þrífa af farða og finnst hann virka vel í það og hreinsa farðan mjög auðveldlega af.

Þar á eftir hef ég notað þetta æðislega serum frá dr.organic en það er svo ótrúlega létt og ilmurinn af því virkilega góður. Serumið er stútfullt af C-vítamíni og er því algjör rakabomba fyrir andlitið en ég nota það yfirleitt á morgnanna undir rakakremið.

Morgun- og kvöldrútinan mín hefur því aðallega verið þessar þrjár vörur, það er:

  1. Hreinsa andlitið vel með Aloe Vera andlitshreinsinum

  2. Set organic guava serumið á húðina, nota alla morgna og stundum á kvöldin.

  3. Nota rakakrem á húðina, en ég hef verið að nota Vitamin E rakakremið alla daga. Á kvöldin set ég mjög vel af kreminu og sef með það.

Aðrar vörur sem ég hef notað hvað mest eru þær sem eru á þessum myndum. Vitamin E svitalyktareyðirinn er það fyrsta sem ég gat ekki lifað án eftir að ég prófaði hann en ég hef mjög miklar skoðanir á svitalyktaeyði, allt frá því hvort hann sé glær eða hvítur og upp í hvernig lykt er af honum. Þessi vara tikkaði í öll boxin hjá mér en hann er alveg gegnsær, virkar mjög vel og hefur ekki allt of sterka lykt.

Síðan er það vítamín E olían en hana hef ég verið að nota mikið á þurrkubletti en ég fékk þessa vöru í janúar og ég er vön að vera með þurrkubletti á andlitinu til dæmis á veturnar. Eftir að hafa notað olíuna í tvo daga voru þurrkublettirnir hins vegar alveg farnir. Þetta er því klárlega eins af mínum uppáhalds vörum og hef ég verið að nota hana á allan líkaman einu til tvisvar sinnum í mánuði eða þegar mér finnst húðin mín þurfa á smá extra raka að halda.

dr.organic vörurnar fást á eftirfarandi stöðum:

  • Apótek

  • Heilsubúðir

  • Krónan

  • Hagkaup

  • Fjarðarkaup

  • Heimkaup.is

-Njótið vel og vonandi nýtist þetta einhverjum

Knús, Júlía Sif

Þessi færsla er unnin í samstarfi við dr.organic á Íslandi.

Unknown.jpg

Döðlupestó og auðveldir pestó snúðar

Ég er alltaf mjög hrifin af fallegum ostabökkum þegar ég sé myndir af þeim og hefur mér lengi langað að prófa að gera svona bakka sjálf. Mér fannst því tilvalið að gera fallegan ostabakka með döðlupestó uppskrift sem ég er búin að vera að elska síðustu vikur. Þetta pestó er svo ótrúlega einfalt og það þarf engin sérstök tæki eins og matvinnsluvél eða slíkt til að útbúa það.

Ég ákvað kaupa alls konar vegan osta sem mér finnst góðir og hafa síðan ávexti, grænt pestó og ólífur líka. Þessi ostabakki kom ótrúlega vel út og mér finnst þetta vera fullkominn bakki til að bera fram í veislum eða bara þegar ég fæ vini í heimsókn.

Ég notaði nýja vegan chilli pestóið frá Sacla Italia sem er alveg einstaklega gott að mínu mati en það er þó smá sterkt svo það er ekkert mál að nota rauða pestóið eða til dæmi eggaldin pestóið frá þeim í staðinn til að gera það aðeins mildara.

IMG_9537.jpg
IMG_9546.jpg

Hráefni:

  • 1 dl svartar ólífur

  • 1 dl saxaðar döðlur

  • 1 dl kasjúhnetur

  • 1 dl söxuð fersk steinselja

  • 1 hvítlauksgeiri

  • Salt

  • Ein krukka chilli pestó frá Sacla Italia

Aðferð:

  1. Saxið gróflega niður ólífurnar, döðlurnar, kasjúhneturnar og ferska steinselju.

  2. Merjið hvítlaukinn og blandið öllum hráefnunum saman í skál.

Þetta perstó hentar fullkomlega með til dæmis góðu kexi, brauði eða bara nánast hverju sem er. Ég prófaði einnig að amyrjaum vel af pestóinu á smjördeigsplötur rúlla þeim upp í snúða og baka í ofni þar til þeir urðu fallega gylltir til að útbúa gómsæta smjördeigssnúða.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi.

 
logo Sacla.jpg
 

Ofnbakað gnocchi í pestórjómasósu

IMG_0022-2.jpg

Hæ kæru vinir. Vona að þið hafið það gott!

Í dag deili ég með ykkur uppskrift af ofnbökuðu gnocchi med grænkáli í gómsætri pestórjómasósu. Þetta er einn af þeim réttum sem er einfalt að útbúa en smakkast eins og á veitingastað. Hversu fullkomið?!

IMG_0001_1-4.jpg

Síðustu vikur hef ég fundið ástríðuna mína fyrir matargerð og bakstri koma aftur. Eftir nokkra mánuði þar sem ég nennti ekki einu sinni að hugsa um mat, og borðaði einungis til að næra mig, var ég orðin svolítið áhyggjufull. Ég var farin að velta því fyrir mér hvort ég myndi nokkurn tíman fá góða hugmynd aftur í eldhúsinu og hvort ég væri kannski alveg búin að missa áhugann á því að elda mat. Eftir áramótin hefur mér þó liðið mun betur og hef fundið hvernig hugmyndirnar byrja að koma til mín aftur. Það hefur verið yndisleg tilfinning að finna hvernig ég sprett fram úr rúminu til að skrifa niður hugmynd af réttium sem mig langar að prófa.

Þessi réttur var einmitt dæmi um það. Ég lá í rúminu eitthvað kvöldið og þegar ég var í þann mund að sofna sá ég fyrir mér pönnu fulla af gnocchi í rjómakenndri pestósósu. Ég hljóp framúr og skrifaði niður á blað; “Gnocchi, pestó - heimagert, rjómi, hvítvín, sítrónusafi, grænkál eða spínat eða eitthvað svoleiðis”. Daginn eftir keypti ég svo hráefnin í réttinn og prófaði, og útkoman var dásamlega góð.

IMG_0012-4.jpg

Ég komst að því fyrir ekki svo löngu að hægt er að kaupa vegan ferskt gnocchi og ég hoppaði hæð mína af gleði. Á sama tíma og ég elska að útbúa mitt eigið (uppskrift HÉR) þá er það tilbúna alveg ótrúlega gott og einfaldar eldamennskuna til muna. Ég kaupi gnocchi frá Rana og það er 100% vegan. Mörg önnur merki innihalda egg og mjólk svo það er mikilvægt að lesa á pakkninguna til að vera viss. Gnocchi frá Rana fæst í Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Melabúðinni!

IMG_0016-4.jpg

Ofnbakað gnocchi í pestórjómasósu

Hráefni:

  • 500 gr gnocchi, heimagert eða keypt tilbúið

  • olía til að steikja upp úr

  • 1 meðalstór gulur laukur

  • 1 hvítlauksgeiri

  • 150 gr grænkál eða spínat

  • 1.5 tsk oregano

  • 250 ml vegan matreiðslurjómi. Oatly er minn uppáhalds

  • 1.5 dl þurrt hvítvín

  • 1 dl vatn

  • safi og börkur af hálfri sítrónu

  • 1/2 dl heimagert grænt pestó - uppskrift hér að neðan (Hægt að nota tilbúið úr búð líka og við mælum mikið með pestóinu frá Sacla)

  • chiliflögur eftir smekk

  • rifinn vegan ostur til að toppa með

  • gott brauð að bera fram með. Ég bar réttinn fram með baguettebrauði

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.

  2. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita.

  3. Skerið niður laukinn og pressið hvítlaukinn og steikið þar til hann fær smá lit.

  4. Bætið gnocchi út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur.

  5. Bætið oregano og grænkáli út á og steikið þar til grænkálið hefur mýkst og minnkað aðeins.

  6. Hækkið hitann og bætið hvítvíninu útí og eldið í sirka 3-5 mínútur.

  7. Bætið pestó, rjóma, vatni, sítrónusafa, sítrónuberki og chiliflögum út á og lækkið hitann aftur niður í miðlungshita. Blandið saman og takið af hellunni.

  8. Færið yfir í eldfastmót, nema þið notið pönnu sem hægt er að setja beint inní ofn. Stráið rifnum vegan osti yfir og setjið í ofninn þar til osturinn hefur bráðnað og fengið gylltan lit.

Pestó

Hráefni:

  • 50 gr fersk basilika

  • 1/2 dl furuhnetur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1/2 dl ólífuolía

  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Blandið öllu fyrir utan olíunni saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

  2. Hrærið olíunni saman við.

Takk fyrir að lesa og njótið!

-Helga María

Kanilsnúðar með eplum og rjómaostakremi

IMG_2371-4.jpg

Hæ! :)

Ég vona að þið hafið það gott. Hérna í Piteå er allt á kafi í snjó og kuldinn yfirleitt í kringum mínus 10 gráður. Ég nýt vetrarins í botn og finnst snjórinn gera allt svo fallegt. Á köldum vetrardögum sem þessum finnst mér fátt betra en að baka eitthvað gott og bjóða vinum í kaffi. Ég bý á stúdentagörðum svo vinirnir búa allir annað hvort í sama húsi eða í húsunum í kring, svo hjá mér er yfirleitt opið hús og eitthvað bakkelsi í boði.

Uppskrift dagsins er einmitt tilvalið að baka þegar von er á gestum í kaffi. Þessir kanilsnúðar eru ekki bara kanilsnúðar, heldur eru epli í fyllingunni og ofan á er svo rjómaostakrem og ristaðar möndlur. Ég held ég hafi sjaldan bakað eitthvað jafn gott.

IMG_0002-9.jpg

Ég hef ekki gert bloggfærslu síðan í sumar. Lífið mitt tók miklum breytingum í byrjun haustsins og ég þurfti að taka mér smá pásu í kjölfarið. Nú er ég þó virkilega spennt að koma til baka og fannst tilvalið að byrja á þessum dúnmjúku snúðum, þeir eru algjört sælgæti. Ég bauð vinum mínum, Hans og Malin. uppá kaffi og snúða um helgina. Þau gáfu þeim heldur betur góð meðmæli; “Helga, þessir snúðar eru betri en kynlíf” sagði Malin og Hans bætti við “Já, Helgaaaa, þetta eru bestu snúðar sem ég hef nokkurntíman smakkað!!” Það er ekkert annað hehe.

IMG_0004-6.jpg

Ég get ekki lofað ykkur að snúðarnir séu betri en kynlíf en góðir eru þeir!

IMG_0008-2.jpg

Í nokkrar vikur hefur mig langað að baka eitthvað gott með eplum. Það var svo einn morguninn sem mér datt í hug að útbúa kanilsnúða og hafa epli í fyllingunni og vissi ég vildi hafa möndlur með, annað hvort í fyllingunni eða ofan á. Ég ákvað á endanum að rista möndluflögur og strá ofan á eftir að þeir komu úr ofninum og útkoman var akkúrat eins og ég hafði vonað. Það er örugglega líka mjög gott að saxa niður möndlur og hafa í fyllingunni.

Ef ykkur þykja epli ekki góð er auðvitað ekkert mál að sleppa þeim. Það er líka hægt að nota hugmyndaflugið og gera einhverja nýja og spennandi fyllingu. Hvítt súkkulaði og appelsínufylling hljómar t.d. mjög vel finnst mér hehe.

IMG_0011-3.jpg

Ég held ég verði að sækja mér einn snúð úr frystinum og borða á meðan ég skrifa þessa færslu heh.

Rjómaostakremið er svo punkturinn yfir i-ið að mínu mati. Það gerir snúðana extra safaríka og góða. Já, ég skrifaði hér að ofan að þeir séu algjört sælgæti, ég meinti það bókstaflega. Gott bakkelsi er mitt uppáhalds nammi!

IMG_2363.jpg

Kanilsnúðar með eplum og rjómaostakremi

Snúðarnir:

  • 8-10 dl hveiti (byrjið á 8 og bætið svo við eftir þörfum)

  • 1 pakki þurrger

  • 1 og 1/2 dl sykur

  • örlítið salt

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

  • 1 tsk kardimommudropar

Aðferð:

  1. Bætið öllum þurrefnum í stóra skál

  2. Bræðið smjörlíki í potti og bætið mjólkinni saman við. Mjólkin þarf ekki að hitna mikið, heldur vera við líkamshita.

  3. Hellið blöndunni saman við þurrefnin ásamt kardimommudropum

  4. Bætið við meira hveiti ef þarf. Ég held ég hafi á endanum notað um 9 dl. Deigið má ekki vera of þurrt, þið eigið að geta stunduð hreinum fingri ofan í án þess að deig klessist við hann. Hnoðið deigið létt.

  5. Leyfið deiginu að hefast í klukkutíma í skál með viskustykki eða plastfilmu yfir.

  6. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út hvern helming fyrir sig. Smyrjið fyllingunni á, rúllið upp og skerið niður.

  7. Leggið snúðana í eldföst mót eða í tvær ofnskúffur, leggið plastfilmu eða viskustykki yfir og látið þá hefast aftur í klukkutíma.

  8. Hitið ofninn á meðan í 200°c. Minn ofn er ekki með blástur svo ég nota undir og yfir hita.

  9. Bakið snúðana í 12-15 mínútur.

  10. Pennslið snúðana með sykurlagi um leið og þið takið þá út. Sykurlagið er gert með því að blanda 1 dl sykri og 1 vatni saman svo að sykurinn leysist upp í vatninu.

  11. Smyrjið rjómaostakreminu yfir. Ég ristaði möndluflögur á pönnu og setti yfir líka. Mér fannst það koma mjög vel út.

Fylling:

  • 200 gr smjörlíki við stofuhita

  • 1 og 1/2 dl púðursykur

  • 1 msk flórsykur

  • 2 msk kanill plús aðeins meira til að strá yfir eplin

  • Epli eftir smekk. Ég skar niður 2 frekar lítil

Aðferð:

  1. þeytið allt saman (fyrir utan eplin)

  2. Skerið niður eplin

Rjómaostakrem:

  • 150 gr vegan rjómaostur (Ég notaði påmackan frá Oatly)

  • 100 gr smjörlíki

  • 250 - 300 gr flórsykur

  • 1 msk vanillusykur

Aðferð:

  1. Þeytið saman smjörlíki og rjómaost.

  2. Bætið saman við flórsykri og vanillusykri og þeytið þar til úr verður mjúkt krem.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið

Helga María

Buffalo pizza með Blue Ch**se dressingu frá Sacla Italia

IMG_9414-2.jpg

Pizzur eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér líkt og örugglega hjá mjög mörgum öðrum. Ég elska að prófa mig áfram með alls konar hráefni þar sem pizzur eru einn af þeim réttum sem hægt er leika sér endalaust með og hver og einn getur gert eftir sínu höfði. Vegan hráefnin sem eru í boði í dag í pizzagerð eru ekkert smá fjölbreytt og góð og því er ekkert mál að gera ótrúlega góðar vegan pizzur!

IMG_9424-2.jpg

Ein af mínum uppáhalds pizzum hefur lengi verið Buffalo pizzan á Íslensku Flatbökunni og þegar ég fékk í hendurnar þessa frábæru Blue Ch**se sósu frá Sacla Italia sem líkist einna helst gráðaostasósu vissi ég að ég þyrfti að prófa að gera buffalo pizzu heima. Ég er mjög mikið fyrir það að setja einhvers konar salat yfir pizzur hvort sem það er bara venjulegt iceberg eða klettasalat, og góða svona auka sósur yfir. Þessi sósa er fullkomin í slíkt, hvort sem að fólk vill buffalo pizzu eða einhvers konar öðruvísi pizzu með smá extra “gúrmi” yfir þá hentar hún fullkomlega.

IMG_9444-2.jpg
IMG_9448-2.jpg

Þessi pizza kemur ekkert smá vel út og er sósan alveg æðislega góð. Hún var rosalega auðvelt en ég keypti bara tilbúið deig út í búð til að gera eldamennskuna ennþá þægilegri en í dag geri ég alltaf sjaldnar og sjaldnar pizzadeig frá grunni heima þar sem það eru komin svo mikið af frábærum tilbúnum pizzadeigum í búðir sem eru bara svo góð. Við erum þó að sjálfsögðu með frábæra uppskrift af pizzadeigi hérna á síðunni sem má líka nýta í þessa uppskrift. Blue Ch**se sósan er það sem tekur pizzuna upp á annað stig en ég hef líka verið að prófa hana í alls konar rétti, t.d. einföld salöt og með buffalo blómkálsvængjum og get ég alveg 100% mælt með henni!

IMG_9467-2.jpg

Hráefni:

  • 100 ml pizzasósa

  • 2 msk vorlaukur

  • 100 gr soyjakjöt

  • 100 ml sterk buffalo sósa (buffalo hot sauce)

  • 1 dl vegan ostur

  • 1 bolli niðursaxað gott salat

  • ½ krukka blue cheese sósa frá Sacla Italia

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 220°C

  2. Fletjið pizzadeigið út og smyrjið það með pizzasósunni. Drefið síðan ostinum yfir sósuna.

  3. Blandið soyjakjötinu saman við buffalo sósuna og raðið yfir ostinn ásamt vorlauknum.

  4. Bakið pizzuna við 220°C í 12 mínútur eða þar til osturinn fer að bráðnar og skorpan verður fallega gyllt. Mér finnst gott að hella smá ólífuolíu eða hvítlauksolíu yfir pizzuna áður en ég baka hana en þannig finnst mér osturinn bráðna betur.

  5. Skerið salatið niður og dreifið yfir pizzuna þegar hún kemur úr ofninum og hellið síðan yfir vel af Blue Cheese sósunni frá Sacla Italia.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi.

 
Sacla_HR.png
 

Hollt og gott Enchilada úr korter í 4 kælinum í Krónunni │ Veganistur x Krónan │ AD

Hráefni:

  • 1 pakki kjúklingabaunasalat úr korter í 4 kælinum

  • 1 pakki fajitas grænmeti úr korter í 4 kælinum

  • 1 pakki hrísgrjón með sveppum úr korter í 4 kælinum

  • 1 krukka tómat og ólífusalsa úr korter í 4 kælinum eða venjuleg salsasósa

  • safi úr hálfu lime

  • 6-8 maís tortilla pönnukökur (má líka nota venjulegar tortillakökur)

  • 100-150 ml vegan rjómaostur

  • Avókadósalat

    • 2-3 avókadó

    • 2 stórir tómatar eða um 6 litlir

    • safi úr hálfu lime

    • salt og pipar

    • ferskt kóríander

Aðferð:

  1. Hitið ofninn við 200°C

  2. Blandið kjúklingabaunasalati, fajitas grænmeti og hrísgjrónum saman í skál ásamt salsanum, geymið 2-3 msk af salsa til að smyrja yfir réttinn í lokin.

  3. Smyrjið hverja tortilla köku með smá vegan rjómaosti, setjið fyllingu inn í, rúllið upp og raðið í eldfast mót.

  4. Smyrjið smá rjómaosti og salsa yfir hverja rúllu fyrir sig.

  5. Bakið í ofninum í 20 mínútur.

  6. Útbúið avókadó salatið með því að skera niður avókadó og tómata og hræra það saman með lime safanum, salti og pipar og sökuðu fersku kóríander.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna

KRONAN-merki.png

Veganistur X Krónan │ Einfaldur ofnréttur úr Korter í 4 kælinum í Krónunni │ AD

Hráefni:

  • 1 pakki svartbaunabuffborgari frá Korter í 4

  • 1 pakki Kartöflusalat frá Korter í 4

  • 1 pakki piparsósa frá Toro

  • Nokkrar gulrætur

  • 1-2 msk olía

  • Einfalt salat

    • Kál

    • Gúrka

    • Tómatar

    • Kryddjurtadressing frá Korter í 4

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Takið borgarana úr pakkanum, setjið þá í skál og blandið saman. Skiptið í fjóra hluta og mótið úr þeim fjórar pylsur.

  3. Hellið olíu í eldfast mót og leggið pylsurnar í mótið ásamt kartöflusalatinu og niðuskornum gulrótum. Stráið grófu salti yfir og setjið í ofninn í sirka 12 mínútur

  4. Útbúið sósuna á meðan eftir leiðbeiningum á pakkanum.

  5. Skerið niður salat, kál, gúrku og tómatata og setjið í skál. Hellið yfir kryddjurtadressingunni og blandið saman.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna.

 
KRONAN-merki.png
 

Anamma hátíðarsteik á tvo vegu

IMG_9274.jpg

Þegar ég var yngri var jólamaturinn heilagur fyrir mér. Það var alltaf það nákvæmlega sama í matinn á aðfangadag og því mátti alls ekki breyta. Eftir að ég varð vegan koma hins vegar varla jól nema ég sé með nýjan hátíðarrétt á boðstólnum. Á hverju ári hef ég prófað mig áfram með uppskriftir af alls konar steikum og er oft með fleiri en einn aðalrétt núna í jólamatinn.

Þetta árið er ég búin að vera að prófa mjög einfaldar uppskriftir sem henta einstaklega vel fyrir þá sem eru að byrja að fikra sig áfram í vegan matargerð og þá sem eru kannski að elda vegan mat fyrir vini eða ættingja en eru ekki vegan sjálf. Í þessar steikur þarf engin flókin hráefni og er matreiðslan sjálf einstaklega fljótleg og einföld. Ég gerði sömu steikina á tvo mismunandi vegu og komu þær báðar virkilega vel út. Steikunar henta einnig fullkomlega með hefðbundnu hátíðarmeðlæti sem er nú þegar á borðstólnum á flestum heimilum landsins.

Wellington steik (fyrir 4 til 5)

  • 6 stk Anamma hamborgarar

  • 4-5 kastaníu sveppir eða tveir portobello sveppir

  • 1-2 skarlott laukar eftir stærð

  • 2 stilkar ferskt tímían eða ferskt rósmarín

  • salt og pipar

  • 4 hvítlauksgeirar

  • 50 gr vegan smjör

  • 1-2 msk dijon sinnep

  • 1 rúlla tilbúið vegan smjördeig úr kæli eða frysti

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja sveppina, laukinn, 2 hvítlauksgeira og tímían eða rósmarín af einum stilk í blandara og blandið saman.

  2. Leyfið hamborgunum að þiðna og stappið þá saman og mótið í fallega steik.

  3. Bræðið vegan smjör á pönnu með restinni af hvítlauk og rósamríni eða tímían og steikið síðan hamborgarasteikina á öllum hliðum á pönnunni.

  4. Smyrjið sveppablöndunni á smjördeig, penslið steikina með dijon sinnepinu og rúllið steikinni inn í smjördeigið.

  5. Penslið steikina með smá plöntumjólk eða plöntu rjóma.

  6. Bakið við 200°C í 30 til 35 mínútur eða þar til hún verður fallega gylt að ofan.

Steik með púðursykurgljáa

  • 6 stk Anamma hamborgara

  • 1/2 dl púðursykur

  • 2 msk tómatsósa

  • 2 msk sætt sinnep

  • smá salt

  • 2 ananassneiðar úr dós

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C

  2. Leyfið hamborgunum að þiðna, stappið þá saman og mótið í langa fallega steik.

  3. Bræðið saman púðursykurinn, tómatsósu og sinnepið.

  4. Setjið vel af púðursykurgljáanum (sirka 2/3) á steikina og bakið í ofni í 15 mínútur.

  5. Takið steikina úr ofninum, smyrjið restinni af gljáanum yfir steikina og setjið tvær ananassneiðar á steikina og bakið í 10 mínútur í viðbót.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson, Bitz og Anamma á Íslandi.

anamma_logo.png
vendor_189.png

Vegan Ceasar salat með vegan ceasar sósu frá Sacla

Við fengum í hendurnar í síðustu viku þessa nýju ceasar salat dressingu frá Sacla Italia. Ég er búin að vera að prófa hana í alls konar uppskriftir eins og ofan á pizzu og í salöt. Í þessari viku ætla ég að deila með ykkar uppskrift af salati sem ég er búin að vera með æði fyrir síðan ég gerði það fyrst. Ég hef aldrei verið mikið fyrir salöt en eitt af því sem er yfirleitt ekki mikið vegan úrval af eru vegan salat dressingar. Alvöru djúsi dressingar sem lyfta salatinu upp á annað “level”. En þessi sósa gerir það svo sannarlega.

Ég ákvað því að prufa að gera klassískt Ceasar salat með sósunni, sem kom ekkert smá vel út. Ég nota yfirleitt steikt tófú, vegan nagga eða vegan snitsel í salatið og stundum einshvers konar pasta. Það er líka algjört möst að gera brauðteninga fyrir salatið en þá má gera á mjög einfaldan og fljótlegan hátt heimavið. Þetta salat er matarmikið og hentar því sem hádegismatur eða kvöldmatur en það má líka gera sem meðlæti með alls kyns mat.

IMG_9085.jpg

Ceasar salat með steiktu tófúi (fyrir 4)

  • 300 gr steikt tófú (má skipta út fyrir vegan snitsel eða nagga og sleppa kryddhjúpnum)

    • 1 dl plöntumjólk (t.d. hafra eða soya)

    • 2 dl hveiti

    • 1 tsk hveiti

    • ½ tsk svartur pipar

    • 2 tsk oregano

    • 2 tsk steinselja

    • 1 tsk laukduft

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk paprikuduft

  • 7-8 sneiðar af baguette brauði

    • ½ dl olífuolía

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk salt

    • 2 tsk þurrkuð steinselja

  • 300 gr makkarónupasta

  • 200 gr gott ferkst salat

  • ½ krukka vegan ceasar dressing frá Sacla Italia

Aðferð:

  • Byrjið á því að útbúa brauðteningana með því að skera baguette sneiðarnar í litla kubba, velta þeim upp úr olíunni og kryddunum, raða á bökunarplötu og baka í u.þ.b. 10 mínútur við 220°C.

  • Skerið tófúið í sneiðar, hellið mjólk í grunna skál og blandið hveitiblöndunni saman í aðra skál. Veltið síðan öllum tófú bitunum upp úr mjólkinni síðan hveitinu, svo aftur mjólkinni og loks hveitinu í annað sinn og steikið á pönnu upp úr vel af olíu. Ég set alveg botnfylli af olíu í pönnuna. Leyfið tófúinu að kólna í nokkrar mínútur og skerið síðan í teninga.

  • Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningunum.

  • Skerið salatið gróft og blandið öllu saman í stóra skál.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla italia á Íslandi.

 
logo Sacla.jpg
 

Hátíðleg piparköku-ostakaka og tyrkis pepper toppar │ Veganistur TV │ 8. þáttur

Hátíðleg piparköku-ostakaka

  • Piparkökubotn

    • 150 gr vegan piparkökur

    • 80 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • Vanilluostakökufylling

    • 2 dl vegan þeytirjómi

    • 2 dl Oatly vanillusósa

    • 150 ml Oatly rjómaostur (1 dolla)

    • 1 dl sykur

    • 1 tsk vanilludropar

  • Karamella

    • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

    • 3/5 dl síróp

    • 2 msk Oatly iMat hafrarjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa botninn. Setjið piparkökurnar í blandara eða matvinnsluvél og myljið niður. Bræðið smjörið og hellið út í piparkökurnar á meðan þið blandið á lágum styrk.

  2. Setjið bökunarpappír í botninn á kringlóttu kökuformi og hellið piparkökubotninum í formið. Ýtið paparkökumulningnum vel í botninn á forminu og setjið í frysti á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þeytið rjóman í hrærivél og hellið síðan Oatly vanillusósunni út í hrærivélina og þeytið aðeins áfram. Setjið til hliðar

  4. Þeytið saman rjómaostinn, sykurinn og vanilludropana þar til létt og hrærið síðan varlega saman við rjómanblönduna með sleikju.

  5. Hellið yfir piparkökubotninn, sléttið vel úr fyllingunni og setjið í frysti á meðan þið útbúið karamelluna.

  6. Brærið smjörið á pönnu við vægan hita. Bætið sírópinu út í og leyfið þessu að sjóða saman í 3 til 4 mínútur og bætið síðan hafrarjómanum út í og leyfið suðunni að koma upp, það ætti einungis að taka um 1 mínútu.

  7. Setjið karamelluna í grunna skál og leyfið henni að kólna í 15 til 20 mínútur áður en þið hellið henni yfir ostakökuna. Dreifið vel úr karamellunni og hellið síðan yfir ostakökuna.

  8. Kakan þarf að fá að vera í frysti í 8 til 10 klukkustundir, eða yfir nótt, áður en hún er borin fram.

Tyrkis pepper toppar

  • 9 msk aquafaba (soðið af kjúklingabaunum í dós)

  • 300 gr púðursykur

  • 1 poki Tyrkis pepper (150 gr)

  • 1 plata Rapunzel 70% súkkulaði (80gr)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta aquafaba í hrærivél þar til það verður að mjög þykkri froðu.

  2. Bætið púðursykrinu hægt út í, sirka 1 msk í einu þar á meðan að hrærivélin hrærir á meðalháum styrk. Þegar allur púðursykurinn er komin út í setjið þið hræriðvélina á hæsta styrk og þeytið þetta í 10 til 15 mínútur eða þar til deigið verður mjög þykkt og hreifist ekki til í skálinni þegar hún er hreyft til eða henni snúið á hvolf.

  3. Myljið tyrkis peppert brjóstsykurinn niður og saxið súkkulaðið og hrærið því mjög varlega saman við marengsin með sleikju.

  4. Setjið litla toppa á bökunarplötu með teskeið og bakið í 150°C heitum ofni í 15-16 mínútur. Mer finnst betra að baka þá i 15 mínútur en þá verða þeir aðeins mýkri svo ef þið viljið frekar stökka toppa er betra að baka þá í 16 mínútur.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
Oatly_logo_svart (1).png
 
KRONAN-merki (1).png
 

Auðvelt og fljótlegt jólahlaðborð að hætti Krónunnar

Við fengum það ótrúlega skemmtilega verkefni í samstarfi við Krónuna að skoða jólahlaðborðs tillögurnar sem þau eru búin að setja saman. En krónan hefur útbúið frábæran vef með vegan hátíðarvörum sem auðvelt er að pússla saman á fallegt jólahlaðborð eða fyrir matarboð. Snilldin við þennan vef er að tillögurnar eru einfaldar og aðgengilegar og flest sem hefur verið sett þar fram þarf einungis að hita áður en það er borið á borð. Við vildum hafa það til hliðsjónar þegar við völdum réttina í hlaðborðið okkar að það yrði sem allra auðveldast og ekki þyrfti að vera mikið umstang í kringum neinn rétt.

Við verðum að segja að úrvalið hjá þeim er ekkert smá flott og svo ótrúlega gaman hvað eru margar vörur að velja úr. Þetta hlaðborð er frábært til að fá tillögur að því sem hægt er að bjóða uppá á jólunum eða sem hugmyndir fyrir þá sem kannski eru ekki vanir að elda mikið vegan og eru að fá einhvern sem fylgir vegan lífstílnum í mat til sín. Við vildum hafa borðið sem fjölbreytast svo allir gætu fundið eitthvað sem þeim líkaði. Við ákváðum því að velja þrjá aðalrétti og síðan meðlæti sem myndi passa með þeim öllum. Okkur finnst líka alltaf nauðsynlegt að vera með góða súpu fyrir eða með jólamatnum og að sjálfsögðu eftirrétt.

Við ákvaðum að miða við að hlaðborðið yrði fyrir fjóra til sex manns og að verðið færi ekki yfir 15.000 krónur. En við erum einmitt með gjafaleik á instagram hjá okkur akkúrat núna þar sem við gefum tvö 15.000 króna gjafakort í Krónuna svo endilega kíkið þangað og takið þátt! Maturinn sem við vorum með passaði vel fyrir sex manns en næst munum við bæta við einum ís í viðbót þar sem það var eina sem hefði mátt vera meira af. Við ákváðum að setja upp fyrir ykkur lista af öllu því sem við keyptum ásamt verðunum og vorum við akkúrat rétt undir 15.000 krónum. En fyrir þriggja rétta máltíð fyrir 6 manns gerir það 2.468 krónur á mann.

jólahlaðborð.png

Undirbúningurinn á matnum var mjög einfaldur en við settur steikurnar og butternut graskerið í ofninn og elduðum samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum, hituðum súpuna og sósuna upp í potti og suðum rósakálið. Við keyptum forsoðnar kartöflur sem við síðan brúnuðum rétt áður en allt var borið á borð en það má finna leiðbeiningar fyrir brúnaðar kartfölur hér. Steikurnar þurfa góðan tíma í ofninum svo það er frábært að nota þann tíma til þess að leggja á borð og gera það tilbúið en maturinn og borðið var tilbúið hjá okkur á innan við 40 mínútum.

Við hvetjum alla til að setja saman svona auðvelt jólahlaðborð til að bjóða fjölskyldu eða vinum og endileg tagga okkur á instagram ef þið deilið myndum og það er að sjálfsögðu ekkert mál að senda okkur fyrirspurnir ef þið þurfið einhverja hjálp með jólamatinn. ♡

IMG_9229.jpg

Borðbúnaðinn sem sjá má á myndunum fengum við að gjöf frá Bitz á Íslandi og passaði hann fullkomlega á jólaborðið. Diskarnir og skálarnar eru virkilega stílhreinar og fara ótrúlega fallega með gylu hnífapörunum sem gera borðið svo ótrúlega hátiðlegt. Vörurnar frá Bitz hafa að okkar mati ótrúlega fallega hönnun en þær eru einnig hitaþolnar og mega þar af leiðandi fara í ofn að 220°C og í uppþvottavél sem er mjög hentugt. Bitz fæst í Húsgagnahöllinni, Bast í kringlunni og versluninni Snúran.

IMG_9179.jpg

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og Bitz á Íslandi

 
KRONAN-merki.png
vendor_189.png
 

Vegan sörur

Ég myndi ekki segja að sörur væri ómissandi partur af jólaundirbúningnum frá mér en ef ég kemst í að baka sörur fyrir jólin þá finnst mér þær virkilega góðar. Það er smá vinna að baka sörur og tekur yfirleytt frekar langan tíma en mér finnst frábært að taka tíma frá fyrir jólin í sörubakstur að plata t.d. vinkonur mínar eða mömmu með mér í sörubaksturinn. Úr verður ótrúlega notaleg stund með fólkinu mínu og baksturinn auðveldari fyrir vikið.

Að gera vegan sörur þarf alls ekki að vera mikið mál. Botnarnir eru gerðir á aðeins öðruvísi hátt en hefðbundar sörur þar sem þeir líkjast aðeins meira marengstoppum en þessum algengustu söru uppskriftum. Það þarf að þeyta aquafaba, sem er vökvin sem er í dós af kjuklingabaunum, vel með sykrinum og bæta síðan möndlunum varlega saman við. Ég hef bæði verið að notast við malaðar möndlur og einnig hakkaðar en mér finnst baksturinn verða aðeins auðveldari ef notaðar eru hakkaðar möndlur. Hitt virkar þó alveg svo ég hvet ykkur til að prófa ykkur einfaldlega áfram. Það er líka sniðugt t.d. að skipa deiginu í tvennt og prufa að setja malaðar í annað og hakkaðar í hitt og sjá hvort kemur betur út.

Hráefni:

  • 1 dl auquafaba (kjúklingabaunavatn)

  • 100 gr sykur

  • 100 gr flórsykur

  • 200 gr hakkaða möndlur (eða malaðar)

Aðferð:

  1. Stífþeytið aquafaba á hæsta styrk í hrærivél þar til það verður að mjög þykkri froðu

  2. Bætið sykrinu og flórsykrinum út í mjög hægt, sirka 1 msk í einu, á meðan að hrærivélin hrærið á háum styrk. Hrærið síðan áfram á háum styrk þar til marengsin verður mjög stífur og hægt að hvolfa skálinni án þess að hann detti eða hreyfist.

  3. Blandið möndlunum mjög varlega saman við með sleif.

  4. Setjið í sprautupoka og sprautið litla botna á bökunarplötu

  5. Bakið við 150°C í 16 mínútur, leyfið botnunum að kólna alveg á plötunni áður en þeir eru teknir upp.

Kremið í fyllinguna

  • 175g vegan smjör eða smjörlíki við stofuhita

  • 1/2 dl síróp

  • 250g flórsykur

  • 1/4 dl kælt, sterkt uppáhelt kaffi

  • 1/2 msk kakó

  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið í hrærivél þar til það er mjúkt

  2. Bætið sírópinu út í, í mjórri bunu.

  3. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel saman.

  4. Setjið sirka 1 tsk af kremi á hvern botn og setjið botnana í frysti í 30 til 60 mínútur áður en þið dýfið þeim í bráðið súkkulaði til að hjúpa fyllinguna.

Ég var með sirka 100 gr af hvítu,- “mjólkur”- og suðusúkkulaði og hjúpaði kökurnar sitt á hvað.

IMG_9032.jpg

-Njótið vel og gleðilega aðvenntu.

Aspassúpa og hátíðar meðlætið │ Veganistur TV │ 7. þáttur

Aspassúpa

  • 75 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 1 dl hveiti

  • 2 dósir niðursoðinn aspas (soðið og aspasinn)

  • 2 lítrar Oatly Barista mjólkin

  • 4 msk grænmetiskraftur (2 grænmetisteningar)

  • 2 tsk salt

  • 1/2 lítri Oatly iMat matreiðslurjómi

Aðferð:

  1. Bryjið á því að bræða smjörlíki í stórum potti. Þegar smjörlíkið er bráðið setjið hitan á hellunni niður á miðlungs eða lágan hita.

  2. Stráið hveitinu út í smjörið og hrærið það saman í hveitibolli, Bollan á að vera frekar þurr.

  3. Hellið soðinu af tveimur aspadósum í könnu og bætið út í pottinn í nokkrum skömmtum og hrærið vel saman við hveitibollunna. Ekki setja of mikið vökva út í pottinn í einu því þá er líklegra að kekkir myndist í súpunni.

  4. Þegar allt soðið er komið saman við bætið hálfum lítra af mjólkinni saman við og hrærið vel og síðan restinni af mjólkinni.

  5. Bætið grænmetiskrafti og saltinu saman við og leyfið því að hitna þar til suðan kemur upp.

  6. Þegar suðan er komin upp bætið matreiðslurjómanum og aspasinum saman við og hitið í nokkrar mínútur í viðbót.

  7. Berið fram með hvítu hveitibrauði.

Pipar sveppasósa

  • 25 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 200 gr sveppir

  • 2 tímían stilkar (ferkst)

  • salt og pipar

  • 1 bréf piparsósa

  • 250 ml vatn

  • 2 msk grænmetiskraftur (1 grænmetisteningur)

  • 250 ml Oatly iMat matreiðslurjómi

  • 1 tsk rifsberjahlaup eða rifsberjasulta

Aðferð:

  1. Skerið sveppina í þunnar sneiðar, kremjið hvítlaukinn og setjið út á heita pönnu mðe vegan smjörinu og tímían stilkunum.

  2. Steikið í nokkrar mínútur þar til að vökvi fer að myndast úr sveppunum.

  3. bætið vatninu, piparsósunni og grænmetiskraftinum út á pönnuna og hrærið saman þar til duftið er alveg komið saman við vatnið.

  4. Bætið rjómanum og rifsberjasultunni saman við og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið í sirka 5 mínútur.

Brúnaðar kartöflur (10 meðalstórar kartöflur)

  • 10-12 soðnar litlar kartöflur

  • 50 gr vegan smjör

  • 100 gr sykur

  • 1/2 dl Oatly-hafrarjómi

Aðferð:

  1. Bræðið sykurinn á meðalhita á pönnu og passið að fylgjast vel með.

  2. Setjið smjörið útí um leið og sykurinn er bráðinn svo hann brenni ekki.

  3. Þegar smjörið er bráðið er slökkt undir, rjómanum hellt útí og hrært standslaust í hálfa mínútu áður en kartöflunum er helt út í.

Eplasalat

  • 2 meðalstór græn epli

  • 1 bolli græn vínber

  • 1 dl Oatly sýrður rjómi

  • 1/2 dl þeyttur vegan rjómi

Aðferð:

  1. Takið hýðið af eplunum og skerið niður í litla kúbba

  2. Skerið vínberin í tvennt

  3. hrærið sýrða rjómanum og þeytta rjómanum saman við ávextina í stórri skál.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
 
KRONAN-merki.png
Oatly_logo_svart.png
 

Tortellini með Anamma pylsum

Það eru líklegast margir sem hafa sjaldan eytt jafn miklum tíma heimavið og á þessu ári. Ég er allavega ein af þeim og hefur nánast allt, skólinn, vinnan og fleira færst heim, og það er ekkert skrítið við það lengur að vera lang oftat heima í hádeginu. Mér hefur fundist nauðsynlegt á þessum tímum að luma á góðum, fljótlegum uppskriftum, sérstaklega fyrir hádegin þegar ég er á kafi í einhverju og vil ekki eyða of miklum tíma í að elda.

Ein af þeim uppskriftum sem ég hef mikið gripið í síðustu mánuði er þetta einfalda tortellini með Anamma pyslunum. Þetta er þó svo einföld uppskrift að það er varla hægt að kalla þetta uppskrift. Ég er búin að vera með algjört æði fyrir þessu vegan tortellini sem ég fann í vegan búðinni í skeifunni fyrr á árinu. Ég hef ekki borðað tortellini áður frá því að ég varð vegan svo ég var mjög spennt þegar ég fann þetta.

Þessi vara olli mér svo sannarlega engum vonbrigðum. Það er virkilega bragðgott og þarf mjög lítið að gera svo það verði að gómsætri máltíð. Ég hef einnig borðað mikið af anamma pylsunum og förum við oftast með tvo eða þrjá poka á viku á mínu heimili. Mér finnst algjör snilld að stappa pylsurnar niður og gera þær að einskonar hakki. En líkt og tortelliníið eru þær mjög bragðgóðar og þarf lítið að gera við þær aukalega þegar þær eru notaðar í mat.

Rétturinn verður því til á nokkrum mínutum, það þarf fá hráefni og lítið umstang í kringum eldamennskuna en það finnst mér akkúrat það besta við þessa uppskrift. Þessi réttur hentar líka fullkomlega sem nesti og er ekki síðri þó hann sé orðin kaldur þegar maður gæðir sér á honum.

Hráefni

  • 1 pakki PORCINI tortellini

  • 2-3 anamma vegokorv pylsur

  • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 lítill vorlaukur

  • 1 dl söxuð fersk steinselja (má nota 1-2 msk þurrkuð steinselja)

  • smá salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja vatn í pott, bíða eftir að suðan komi upp og sjóða tortelliníið eftir leiðbeiningum á pakkningunni

  2. Þíðir pyslurnar, t.d. í örbylgjuofni ef þær hafa ekki fengið tíma til að þiðna) og stappið þær síðan með gaffli þar til þær verða að mauki.

  3. Brærðið smjörið á pönnu og bætið síðan vorlauknum, hvítlauknum og pylsunum út á og steikið.

  4. Þegar pylsurnar eru orðan steiktar og orðnar að góðu hakki bætið þá steinseljunni og soðnu tortellini út á og steikið í 2 til 3 mínútur í viðbót.

-Njótið vel

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Anamma á íslandi og Tortellini var gjöf frá vegan búðinni.

 
anamma_logo.png